Læknablaðið - 15.03.2000, Blaðsíða 78
LAUSAR STÖÐUR
FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI
Staða yfirlæknis á meinafræðideild
Laus er til umsóknar staða yfirlæknis á meinafræðideild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Umsækjandi skal hafa
fullgild réttindi í líffærameinafræði. Á deildinni eru unnin öll venjuleg störf í líffærameinafræði auk réttarkrufninga.
Þátttaka í kennslu heilbrigðisstétta er áskilin og áhersla lögð á rannsóknavinnu. Vaktskylda fylgir starfinu.
Meinafræðideild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri er eina meinafræðideildin á landinu utan höfuðborgarsvæðis-
ins. Á allra næstu árum er áætlað að aðstaða deildarinnar verði bætt og hún flytji í nýtt húsnæði. Um fullt starf er
að ræða og veitist staðan frá 1. nóvember 2000.
Nánari upplýsingar veitir Þorgeir Þorgeirsson yfirlæknir í síma 463 0224
Staða sérfræðings í myndgreiningu
Laus er til umsóknar staða sérfræðings við myndgreiningardeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Umsækjandi
skal hafa fullgild réttindi í myndgreiningu. Æskilegt er að umsækjandi hafi einnig góða reynslu í myndgreiningu
með segulómun. Starfinu fylgir vaktskylda, þátttaka í kennslu heilbrigðisstétta og rannsóknavinna.
Við deildina vinna um 20 starfsmenn og fjöldi rannsókna hefur verið um og yfir 22 þúsund síðustu árin. Á deildinni
eru auk hefðbundinna rannsókna framkvæmdar tölvusneiðmyndatökur, æðarannsóknir og ómskoðanir ásamt
brjóstamyndatöku (hópskoðun og klínískar rannsóknir) og beinþéttnimælingum. Hafinn er undirbúningur að um-
fangsmikilli endurnýjun tækjabúnaðar (tölvusneiðmyndatæki og fleira) auk fjárfestinga í nýjum rannsóknasviðum
(ísótópar, segulómun, stafrænn (digital) skyggnibúnaður og fleira) sem mun standa yfir á næstu árum og því kjörið
tækifæri fyrir hæfan einstakling til að taka þátt í framtíðaruppbyggingu deildarinnar. Starfshlutfall er samkomulag.
Staðan veitist frá 1. september 2000.
Nánari upplýsingar veitir Þedro Riba forstöðulæknir í síma 463 0260.
Staða sérfræðings í fæðinga- og
kvensjúkdómalækningum
Laus er til umsóknar staða sérfræðings í fæðinga- og kvensjúkdómalækningum við kvennadeild Fjórðungssjúkra-
hússins á Akureyri. Umsækjandi skal hafa fullgild réttindi í fæðinga- og kvensjúkdómalækningum. Starfinu fylgir
vaktskylda á kvennadeild, þátttaka í kennslu heilbrigðisstétta og þjálfun aðstoðar- og deildarlækna, auk þátttöku
í rannsóknavinnu. Starfsskylda er við heilbrigðisstofnanir á Norðurlandi. Stöðuhlutfall er samkomulag. Staðan
veitist frá 1. júní 2000 eða eftir samkomulagi.
Nánari upplýsingar veitir Vilhjálmur Andrésson forstöðulæknir í síma 463 0130.
Staða sérfræðings í barnalækningum
Laus er til umsóknar staða sérfræðings í barnalækningum við barnadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Um-
sækjandi skal hafa fullgild réttindi í barnalækningum og eftir atvikum einhverja undirsérgrein þeirra.
Barnadeild FSA, sem er eina barnadeild landsins utan Reykjavíkur, mun á yfirstandandi ári flytja í nýtt og rúmgott
húsnæði, sem hannað hefur verið með þarfir barna í huga. Deildin veitir alla almenna barnalæknisþjónustu, auk
þjónustu við veika nýbura í samvinnu við vökudeild Landspítalans. Þá eru á deildinni framkvæmdar þroskaskoð-
V.
220 Læknablaðið 2000/86