Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2000, Blaðsíða 62

Læknablaðið - 15.03.2000, Blaðsíða 62
Frá Kvennadeild Landspítalans Endurtengingar eggjaleiðara Endurtengingar eggjaleiðara eftir ófrjósemisaðgerð hafa einkum verið gerðar á Kvennadeild Landspítalans á undanförn- um árum. Um er að ræða kviðarholsaðgerð- ir þar sem eggjaleiðarar eru endurtengdir undir smásjá. Aðgerðin er talsvert yfirgrips- mikil og oft þarf kviðarholsspeglun nokkru eftir aðgerðina að auki vegna viðbótarmeð- ferðar. Kostnaður við aðgerðirnar er veru- legur. Árangur er um 50-70% ef aðrir þættir er varða frjósemi eru í lagi. Áhætta á utan- legsþykkt er aukin eftir endurtengingarað- gerðir. Oft er ástæða þessara aðgerða vel ígrunduð og fyllilega réttmæt en í öðrum til- vikum getur virst að svo sé ekki. Við höfum því undanfarin þrjú ár haft eftirtaldar vinnureglur á Kvennadeildinni sem hér eru kynntar öllum læknum. 1. Áður en konan er tekin til aðgerðar þarf að vera búið að staðfesta að hún hafi egglos (prógesteron mæling á síðari hluta tíðahrings). 2. Almennt heilsufar konunnar þarf að vera gott. 3. Niðurstöður sæðisprófs hjá maka þurfa að liggja fyrir. 4. Meta þarf ástand eggjaleiðara með lilliti til möguleika á árangri, sem yfirleitt er gert með kviðarholsspeglun. 5. Hjá mörgum konunum er einnig viðeig- andi að þær fari í viðtal hjá félagsráð- gjafa, þar sem félagslegar aðstæður kon- unnar eru kannaðar. Sambúð þarf að vera trygg. 6. Til viðmiðunar við reglur um glasa- frjóvgun þá hefur hámarksaldur verið settur við 42 ár. Hjá konum yfir þeim aldri eru líkur á þungun sem leiðir til barneigna ekki góðar og minnka hratt með aldrinum. 7. Loks þarf að vekja athygli þeirra, sem eftir slíkri aðgerð leita, á því að gjald fyrir endurtengingaraðgerð er kr. 129.000,00 og er þar stuðst við reglugerð um hlut- deild sjúkratryggða í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu frá 29. mars 1999. Einn sérfræðinga deildarinnar (AuG) hefur gert þessar aðgerðir. Beiðni um að- gerð ásamt nauðsynlegum upplýsingum, samanber liði 1-4 hér að ofan, þarf að berast til hans. Biðtími eftir aðgerð sem þessari er að minnsta kosti þrír til sex mánuðir. Reynir Tómas Geirsson Auðólfur Gunnarsson Atacand Hássle, 970003 Töflur, C 09 C A 06 RB Hver tafla inniheldur Candesartanum INN, cflex- etfl 4 mg, 8 mg eða 16 mg. Ábendingan Hár blóð- þrýstingur. Skammtar og lyfjagjöf: Skömmtun: Venjulegur viðhaldsskammtur Atacand er 8 mg eða 16 mg einu sinni á dag. Lyfið má taka með eða án matar og án tillits til aldurs. Hjá sjúklingum með alvarlega skerta nýrnastarfsemi (þ.e. kreatínín klerans <30 ml/mín.) skal hefja meðferð með 4 mg. Börn: Lyfið er ekki ætlað börnum. Frábendingar: Ofnæmi fyrir einhverju af innihaldsefnum lyfsins. Meðganga og brjóstagjöf. Vamaðarorð og varúð- arreglur: Skyld lyf geta aukið þvagefni í blóði og kreatínín í sermi hjá sjúklingum með tvíhliða nýrnaslagæðaþrengsli eða þrengsli í slagæð að einu nýra ef aðeins eitt nýra er til staðar. Petta getur einnig átt við um angíótensín II viðtaka anta- gónista. Hjá sjúklingum með alvarlega skert blóð- rúmmál geta einkenni lágþrýstings komið fram. Samtímis gjöf á Atacand og kalíumsparandi þvag- ræsilyfi getur valdið hækkun á kalíumþéttni í sermi. Milliverkanir: Engar þekktar. Aukaverkan- ir: Lágþrýstingur vegna áhrifa lyfsins. Lyfhrif: Eig- inleikar: Candesartan er angíótensín II viðtaka blokki, sérhæfður fyrir ATl viðtaka, með sterka bindingu við og hæga losun frá viðtakanum. Það hefur enga eigin virkni. Blóðþrýstingslækkandi verkun hefst innan 2 klst., hámarks blóðþrýstings- lækkandi verkun næst innan fjögurra vikna og helst við langtíma meðferð. Blóðþrýstingslækkun af völdum lyfsins helst jöfn í 24 klst. og þess vegna er nægjanlegt að gefa lyfið einu sinni á dag. Cand- esartan eykur blóðflæði um nýru og viðheldur eða eykur gaukulsíunarhraða á meðan viðnám nýrna- æða og síunarhlutfall minnkar. Atacand hefur eng- ar óæskilegar verkanir á blóðsykur eða blóðfitu. Pakkningar og verð: Töflur 4 mg: 28 stk. 2853 kr.; 98 stk. 7966 kr.; 1 tafla x 98 stk. 6858 kr. Töflur 8 mg: 28 stk. 3172 kr.; 98 stk. 8987 kr.; 1 tafla x 98 stk. 7837 kr. Töflur 16 mg: 28 stk. 5810 kr.; 98 stk. 10980 kr.; 1 tafla x 98 stk. 9797 kr. Greiðsluþátttaka: B Sjá ítarlegri upplýsingar um lyfið í texta Sérlyfja- skrár 1999 Umboð á Islandi: Pharmaco hf. AstraZeneca Hörgatúni 2,210 Garðabær Sími: 535-7151 Fax: 565-7366 Bæklingur um holsjáraðgerðir Út er kominn bæklingur um holsjárskoðanir á melt- ingarvegi sem ber titilinn Listin að spegla meltingarveg- inn. Undirtitill er: Holsjárskoðanir og holsjáraðgerðir. Höfundar hans eru Ásgeir Theodórs yfirlæknir og Guðjón Leifur Haraldsson læknanemi. í bæklingnum er að finna helstu upplýsingar sem varða speglanir á meltingarvegi og nýjustu rann- sóknir og aðgerðir sem hægt er að gera í gegnum hol- sjárskoðunartæki. Bæklingurinn er ætlaður unglækn- um, læknanemum, heilsugæslulæknum og öðrum sérfræðingum en einnig hjúkrunarfræðingum og öðr- um heilbrigðisstéttum. Bæklingurinn er til sölu á meltingarsjúkdóma- deild St. Jósefsspítala í Hafnarfirði og veita læknarit- arar nánari upplýsingar: Guðrún Gunnarsdóttir (netfang: gudrun@stjo.is) og Alma Jónsdóttir (netfang: alma@stjo.is), sími 555 3888, bréfsími 565 3255. Listin að speyla meltingarveginn Holsjárskoðanir og holsjáraðgerðir 208 Læknablaðið 2000/86
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.