Læknablaðið - 15.03.2000, Blaðsíða 62
Frá Kvennadeild Landspítalans
Endurtengingar eggjaleiðara
Endurtengingar eggjaleiðara eftir
ófrjósemisaðgerð hafa einkum verið gerðar
á Kvennadeild Landspítalans á undanförn-
um árum. Um er að ræða kviðarholsaðgerð-
ir þar sem eggjaleiðarar eru endurtengdir
undir smásjá. Aðgerðin er talsvert yfirgrips-
mikil og oft þarf kviðarholsspeglun nokkru
eftir aðgerðina að auki vegna viðbótarmeð-
ferðar. Kostnaður við aðgerðirnar er veru-
legur. Árangur er um 50-70% ef aðrir þættir
er varða frjósemi eru í lagi. Áhætta á utan-
legsþykkt er aukin eftir endurtengingarað-
gerðir. Oft er ástæða þessara aðgerða vel
ígrunduð og fyllilega réttmæt en í öðrum til-
vikum getur virst að svo sé ekki. Við höfum
því undanfarin þrjú ár haft eftirtaldar
vinnureglur á Kvennadeildinni sem hér eru
kynntar öllum læknum.
1. Áður en konan er tekin til aðgerðar þarf
að vera búið að staðfesta að hún hafi
egglos (prógesteron mæling á síðari
hluta tíðahrings).
2. Almennt heilsufar konunnar þarf að
vera gott.
3. Niðurstöður sæðisprófs hjá maka þurfa
að liggja fyrir.
4. Meta þarf ástand eggjaleiðara með lilliti
til möguleika á árangri, sem yfirleitt er
gert með kviðarholsspeglun.
5. Hjá mörgum konunum er einnig viðeig-
andi að þær fari í viðtal hjá félagsráð-
gjafa, þar sem félagslegar aðstæður kon-
unnar eru kannaðar. Sambúð þarf að
vera trygg.
6. Til viðmiðunar við reglur um glasa-
frjóvgun þá hefur hámarksaldur verið
settur við 42 ár. Hjá konum yfir þeim
aldri eru líkur á þungun sem leiðir til
barneigna ekki góðar og minnka hratt
með aldrinum.
7. Loks þarf að vekja athygli þeirra, sem
eftir slíkri aðgerð leita, á því að gjald fyrir
endurtengingaraðgerð er kr. 129.000,00
og er þar stuðst við reglugerð um hlut-
deild sjúkratryggða í kostnaði vegna
heilbrigðisþjónustu frá 29. mars 1999.
Einn sérfræðinga deildarinnar (AuG)
hefur gert þessar aðgerðir. Beiðni um að-
gerð ásamt nauðsynlegum upplýsingum,
samanber liði 1-4 hér að ofan, þarf að
berast til hans. Biðtími eftir aðgerð sem
þessari er að minnsta kosti þrír til sex
mánuðir.
Reynir Tómas Geirsson
Auðólfur Gunnarsson
Atacand
Hássle, 970003
Töflur, C 09 C A 06 RB
Hver tafla inniheldur Candesartanum INN, cflex-
etfl 4 mg, 8 mg eða 16 mg. Ábendingan Hár blóð-
þrýstingur. Skammtar og lyfjagjöf: Skömmtun:
Venjulegur viðhaldsskammtur Atacand er 8 mg
eða 16 mg einu sinni á dag. Lyfið má taka með eða
án matar og án tillits til aldurs. Hjá sjúklingum með
alvarlega skerta nýrnastarfsemi (þ.e. kreatínín
klerans <30 ml/mín.) skal hefja meðferð með 4 mg.
Börn: Lyfið er ekki ætlað börnum. Frábendingar:
Ofnæmi fyrir einhverju af innihaldsefnum lyfsins.
Meðganga og brjóstagjöf. Vamaðarorð og varúð-
arreglur: Skyld lyf geta aukið þvagefni í blóði og
kreatínín í sermi hjá sjúklingum með tvíhliða
nýrnaslagæðaþrengsli eða þrengsli í slagæð að einu
nýra ef aðeins eitt nýra er til staðar. Petta getur
einnig átt við um angíótensín II viðtaka anta-
gónista. Hjá sjúklingum með alvarlega skert blóð-
rúmmál geta einkenni lágþrýstings komið fram.
Samtímis gjöf á Atacand og kalíumsparandi þvag-
ræsilyfi getur valdið hækkun á kalíumþéttni í
sermi. Milliverkanir: Engar þekktar. Aukaverkan-
ir: Lágþrýstingur vegna áhrifa lyfsins. Lyfhrif: Eig-
inleikar: Candesartan er angíótensín II viðtaka
blokki, sérhæfður fyrir ATl viðtaka, með sterka
bindingu við og hæga losun frá viðtakanum. Það
hefur enga eigin virkni. Blóðþrýstingslækkandi
verkun hefst innan 2 klst., hámarks blóðþrýstings-
lækkandi verkun næst innan fjögurra vikna og
helst við langtíma meðferð. Blóðþrýstingslækkun
af völdum lyfsins helst jöfn í 24 klst. og þess vegna
er nægjanlegt að gefa lyfið einu sinni á dag. Cand-
esartan eykur blóðflæði um nýru og viðheldur eða
eykur gaukulsíunarhraða á meðan viðnám nýrna-
æða og síunarhlutfall minnkar. Atacand hefur eng-
ar óæskilegar verkanir á blóðsykur eða blóðfitu.
Pakkningar og verð:
Töflur 4 mg: 28 stk. 2853 kr.; 98 stk. 7966 kr.; 1 tafla
x 98 stk. 6858 kr. Töflur 8 mg: 28 stk. 3172 kr.; 98
stk. 8987 kr.; 1 tafla x 98 stk. 7837 kr. Töflur 16 mg:
28 stk. 5810 kr.; 98 stk. 10980 kr.; 1 tafla x 98 stk.
9797 kr. Greiðsluþátttaka: B
Sjá ítarlegri upplýsingar um lyfið í texta Sérlyfja-
skrár 1999
Umboð á Islandi:
Pharmaco hf. AstraZeneca
Hörgatúni 2,210 Garðabær
Sími: 535-7151 Fax: 565-7366
Bæklingur um holsjáraðgerðir
Út er kominn bæklingur um holsjárskoðanir á melt-
ingarvegi sem ber titilinn Listin að spegla meltingarveg-
inn. Undirtitill er: Holsjárskoðanir og holsjáraðgerðir.
Höfundar hans eru Ásgeir Theodórs yfirlæknir og
Guðjón Leifur Haraldsson læknanemi.
í bæklingnum er að finna helstu upplýsingar sem
varða speglanir á meltingarvegi og nýjustu rann-
sóknir og aðgerðir sem hægt er að gera í gegnum hol-
sjárskoðunartæki. Bæklingurinn er ætlaður unglækn-
um, læknanemum, heilsugæslulæknum og öðrum
sérfræðingum en einnig hjúkrunarfræðingum og öðr-
um heilbrigðisstéttum.
Bæklingurinn er til sölu á meltingarsjúkdóma-
deild St. Jósefsspítala í Hafnarfirði og veita læknarit-
arar nánari upplýsingar: Guðrún Gunnarsdóttir (netfang: gudrun@stjo.is) og Alma
Jónsdóttir (netfang: alma@stjo.is), sími 555 3888, bréfsími 565 3255.
Listin að speyla meltingarveginn
Holsjárskoðanir og holsjáraðgerðir
208 Læknablaðið 2000/86