Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.2000, Page 51

Læknablaðið - 15.03.2000, Page 51
UMRÆÐA & FRÉTTIR / HEILBRIGÐISTÆKNI Hér á landi er rúm fyrir í það minnsta fjögur I fftækn ify ri rtæki Rætt við Bernharð Pálsson prófessor í lífefnaverkfræði um stofnun og starfsemi fyrir- tækisins Urðar, Verðandi, Skuldar sem ætlar að einbeita sér að krabbameinsrann- sóknum Bernharð Pálsson prófess- or í lífefnaverkfrœði við Kaliforníuháskóla í San Diego í Bandaríkjunum. Hér i' blaðinu höfum við að undanförnu fjallað um fyrirtæki á sviði heilbrigðistækni, einkum þau sem byggjast á þekkingu og störfum lækna. Mikill upp- gangur hefur verið á þessu sviði undanfarin ár og þá ekki síst í fyrirtækjum sem fást við erfðafræðirann- sóknir. Islensk erfðagreining er dæmi um slíkt fyrir- tæki en að undanförnu hefur athygli margra beinst að fyrirtækinu Urður, Verðandi, Skuld sem er að hasla sér völl á sviði krabbameinsrannsókna. Pað er táknrænt fyrir vaxtarhraðann á þessu sviði að fyrsti starfsmaðurinn var ráðinn til Urðar, Verð- andi, Skuldar í fyrravor en í lok janúar voru starfs- menn orðnir 12, auk þess sem fyrirtækið kostar átta rannsóknarstöður í samstarfsverkefnum á vegum Krabbameinsfélagsins og læknadeildar Háskóla Is- lands. Eftir endurfjármögnun fyrirtækisins blasir við að starfsmönnum muni fjölga upp í 35-40 í lok þessa árs en í lok næsta árs gætu þeir verið orðnir á bilinu 120-150. Framkvæmdastjóri Urðar, Verðandi, Skuldar er læknirinn Reynir Arngrímsson en stjórnarformaður og frumkvöðull að stofnun fyrirtækisins er lífefna- verkfræðingur að nafni Bemharð Pálsson prófessor í líftækni við Kaliforníuháskóla í San Diego þar sem hann starfar meðal annars við klínískar krabbameins- rannsóknir. Læknablaðið hitti Bernharð að máli á dögunum og bað hann að segja frá tilurð fyrirtækisins og framtíðarsýn. Ekki í samkeppni við íslenska erfdagreiningu „Þetta byrjaði sumarið 1998. Þá var ég hér í heim- sókn og fylgdist með umræðunum um gagnagrunns- málið. Þó ég sé prófessor í líftækni hef ég starfað mik- ið að læknisfræðirannsóknum, einkum á sviði blóð- meinafræði. Ég hafði meðal annars sett á laggirnar fyrirtæki í Bandaríkjunum sem ræktaði beinmerg úr mönnum fyrir utan líkamann til að fjölga stofnfrum- um fyrir beinmergsflutninga. Annað fyrirtæki sem ég átti þátt í að stofna hafði einbeitt sér að því að hreinsa krabbameinsfrumur úr merg sem síðan var settur aft- ur í sjúklinginn. Þessi tækni var þróuð vegna þess hve mikill hörgull er á góðum beinmergsgjöfum. Ég hafði því bæði reynslu sem frumkvöðull og fagmaður á sviði krabbameinsrannsókna. En þarna um sumarið 1998 talaði ég við marga og fékk þau viðbrögð að fyrst ég hefði reynslu af rann- sóknum og stofnun fyrirtækja þá væri gott ef reynsla mín á þessu sviði gæti nýst á íslandi. Þá fór ég að hugsa málið og sá fljótlega að hér á landi eru mörg spennandi tækifæri fyrir líftæknifyrirtæki og að hægt væri að auka breidd þeirrar starfsemi sem fyrir var í landinu. Ég fékk í lið með þrjá góða menn, Snorra Þorgeirsson lækni og tvo menn úr viðskiptalífinu, Tryggva Pétursson og Gunnlaug Sævar Gunnlaugs- son. Fyrirtækið var stofnað haustið 1998 og lenti strax í því að vera stillt upp sem andstæðingi íslenskrar erfðagreiningar sem var óþægilegt þar sem hug- myndir okkar voru frekar að skapa breidd í líftækni- starfsemi í stað þess að gera sömu hluti og ÍE eða fara í samkeppni innanlands. Samkeppnin er fremur við erlend fyrirtæki og um erlent fjármagn til rannsókna. I janúar í fyrra lukum við frumfjármögnun fyrir- tækisins með þátttöku fjárfestingarsjóðanna Nýsköp- unarsjóðs, Uppsprettu, Burðaráss, Þróunarfélagsins Læknablaðið 2000/86 199

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.