Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2000, Síða 51

Læknablaðið - 15.03.2000, Síða 51
UMRÆÐA & FRÉTTIR / HEILBRIGÐISTÆKNI Hér á landi er rúm fyrir í það minnsta fjögur I fftækn ify ri rtæki Rætt við Bernharð Pálsson prófessor í lífefnaverkfræði um stofnun og starfsemi fyrir- tækisins Urðar, Verðandi, Skuldar sem ætlar að einbeita sér að krabbameinsrann- sóknum Bernharð Pálsson prófess- or í lífefnaverkfrœði við Kaliforníuháskóla í San Diego í Bandaríkjunum. Hér i' blaðinu höfum við að undanförnu fjallað um fyrirtæki á sviði heilbrigðistækni, einkum þau sem byggjast á þekkingu og störfum lækna. Mikill upp- gangur hefur verið á þessu sviði undanfarin ár og þá ekki síst í fyrirtækjum sem fást við erfðafræðirann- sóknir. Islensk erfðagreining er dæmi um slíkt fyrir- tæki en að undanförnu hefur athygli margra beinst að fyrirtækinu Urður, Verðandi, Skuld sem er að hasla sér völl á sviði krabbameinsrannsókna. Pað er táknrænt fyrir vaxtarhraðann á þessu sviði að fyrsti starfsmaðurinn var ráðinn til Urðar, Verð- andi, Skuldar í fyrravor en í lok janúar voru starfs- menn orðnir 12, auk þess sem fyrirtækið kostar átta rannsóknarstöður í samstarfsverkefnum á vegum Krabbameinsfélagsins og læknadeildar Háskóla Is- lands. Eftir endurfjármögnun fyrirtækisins blasir við að starfsmönnum muni fjölga upp í 35-40 í lok þessa árs en í lok næsta árs gætu þeir verið orðnir á bilinu 120-150. Framkvæmdastjóri Urðar, Verðandi, Skuldar er læknirinn Reynir Arngrímsson en stjórnarformaður og frumkvöðull að stofnun fyrirtækisins er lífefna- verkfræðingur að nafni Bemharð Pálsson prófessor í líftækni við Kaliforníuháskóla í San Diego þar sem hann starfar meðal annars við klínískar krabbameins- rannsóknir. Læknablaðið hitti Bernharð að máli á dögunum og bað hann að segja frá tilurð fyrirtækisins og framtíðarsýn. Ekki í samkeppni við íslenska erfdagreiningu „Þetta byrjaði sumarið 1998. Þá var ég hér í heim- sókn og fylgdist með umræðunum um gagnagrunns- málið. Þó ég sé prófessor í líftækni hef ég starfað mik- ið að læknisfræðirannsóknum, einkum á sviði blóð- meinafræði. Ég hafði meðal annars sett á laggirnar fyrirtæki í Bandaríkjunum sem ræktaði beinmerg úr mönnum fyrir utan líkamann til að fjölga stofnfrum- um fyrir beinmergsflutninga. Annað fyrirtæki sem ég átti þátt í að stofna hafði einbeitt sér að því að hreinsa krabbameinsfrumur úr merg sem síðan var settur aft- ur í sjúklinginn. Þessi tækni var þróuð vegna þess hve mikill hörgull er á góðum beinmergsgjöfum. Ég hafði því bæði reynslu sem frumkvöðull og fagmaður á sviði krabbameinsrannsókna. En þarna um sumarið 1998 talaði ég við marga og fékk þau viðbrögð að fyrst ég hefði reynslu af rann- sóknum og stofnun fyrirtækja þá væri gott ef reynsla mín á þessu sviði gæti nýst á íslandi. Þá fór ég að hugsa málið og sá fljótlega að hér á landi eru mörg spennandi tækifæri fyrir líftæknifyrirtæki og að hægt væri að auka breidd þeirrar starfsemi sem fyrir var í landinu. Ég fékk í lið með þrjá góða menn, Snorra Þorgeirsson lækni og tvo menn úr viðskiptalífinu, Tryggva Pétursson og Gunnlaug Sævar Gunnlaugs- son. Fyrirtækið var stofnað haustið 1998 og lenti strax í því að vera stillt upp sem andstæðingi íslenskrar erfðagreiningar sem var óþægilegt þar sem hug- myndir okkar voru frekar að skapa breidd í líftækni- starfsemi í stað þess að gera sömu hluti og ÍE eða fara í samkeppni innanlands. Samkeppnin er fremur við erlend fyrirtæki og um erlent fjármagn til rannsókna. I janúar í fyrra lukum við frumfjármögnun fyrir- tækisins með þátttöku fjárfestingarsjóðanna Nýsköp- unarsjóðs, Uppsprettu, Burðaráss, Þróunarfélagsins Læknablaðið 2000/86 199
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.