Læknablaðið - 15.03.2000, Blaðsíða 19
FRÆÐIGREINAR / MAGALÆKNINGAR
dóma í efri meltingarvegi og hafa rannsóknir rennt
sterkari stoðum undir hugmyndir manna um þátt
hennar í sjúkdómum í efri meltingarvegi. Nú er talið
að H. pylori sýkingar tengist tilurð allt að 95%
greindra skeifugarnarsára (ulcus duodeni) og um
90% magasára (ulcus ventriculi) (3). Einnig hefur
verið sýnt fram á að eftir upprætingu á H. pylori
fækkar endurkomum (relapse) ætisára (ulcus pepti-
cum) marktækt (3-5). Auk tengsla H. pylori við ætisár
í efri meltingarvegi hefur bakterían verið tengd við
maga- og skeifugarnarbólgur (gastritis, duodenitis),
magakrabbamein og hugsanlega meltingarónot án
sára (non ulcer dyspepsia). Pessi tengsl eru hins vegar
ekki eins skýr og tengsl bakteríunnar við ætisár. Þó
virðast H. pylori sýkingar hafa nokkuð sterk tengsl
við tilurð non-cardia kirtlakrabbamein (adenocarci-
noma) (6) og lággráðu (low grade) MALT (Mucosa
Associated Lymphoid Hssue) eitlafrumuæxli (lymph-
oma) þar sem sýnt hefur verið fram á bata hjá sjúk-
lingum í kjölfar upprætingar á H. pylori sýkingu (7-
9). Tengslin við meltingarónot án sára hafa hins vegar
verið mjög umdeild og niðurstöður rannsókna mis-
vísandi (10-14).
Fram til þessa hefur verið deilt um það hverjir
þeirra sem hafa virka H. pylori sýkingu skuli fá upp-
rætingarmeðferð. Faraldsfræðilegar rannsóknir benda
til þess að um 30% íbúa hins vestræna heims hafi
mótefni gegn II. pylori bakteríunni (2). Talið er að
þetta hlutfall sé jafnvel enn hærra hér á landi og liggi
nærri 40% (15). I ljósi þessara talna virðist ógjörning-
ur að meðhöndla alla sem sýkst hafa. Allir eru nú
sammála um að meðhöndla þá sem hafa ætisár og eru
H. pylori jákvæðir svo og sjúklinga með langvarandi
magabólgur (chronic gastritis) og lággráðu MALT
eitlafrumuæxli (16).
Ekki eru þekktar tölur um algengi virkra H. pylori
sýkinga á meðal íslensku þjóðarinnar, hvorki í þýð-
inu öllu né meðal einstaklinga með einkenni frá efri
meltingarvegi. Engar framskyggnar athuganir hafa
heldur verið gerðar á því, hvaða ástæður séu algeng-
astar fyrir tilvísunum til holsjárskoðana hjá melting-
arsérfræðingum né heldur hversu vel þessar ástæður
falli að þeim niðurstöðum sem fást við holsjárskoð-
anir. Gerð hefur verið afturskyggn rannsókn á
ábendingum og niðurstöðum magaspeglana, sem
náði að hluta til tímabils áður en H. pylori varð
þekktur meinvaldur (17).
Tilgangur þeirrar framskyggnu rannsóknar sem
hér er greint frá var að svara þremur spurningum:
I. Hversu stór hluti þeirra sjúklinga sem vísað er til
holsjárskoðunar á efri meltingarvegi vegna ein-
kenna hafa virka H. pylori sýkingu í magaslím-
húð?
2. Hvernig er samsvörun milli ábendingar tilvísandi
læknis og niðurstöðu holsjárskoðunar?
3. í hve stórum hluta sjúklinga fer saman vefræn
sjúkdómsgreining og virk H. pylori sýking?
Efniviður og aðferðir
Rannsakaðir voru 562 sjúklingar sem vísað var til hol-
sjárskoðunar á efri meltingarvegi á speglunareiningu
meltingarsjúkdómadeildar St. Jósefsspítala í
Hafnarfirði á árunum 1996 og 1997. Sjúklingarnir
voru á aldrinum sjö til 90 ára og meðalaldur var 52,4
ár (staðalfrávik 18,2 ár). Hópurinn skiptist þannig að
karlar voru 247 (44%) og konur 315 (56%). Karlamir
voru á aldrinum sjö til 90 ára, meðalaldur 49,6 ár
(staðalfrávik 18,6 ár) en konurnar voru á aldrinum 12
til 90 ára og meðalaldur þeirra var 54,5 ár (staðalfrá-
vik 17,6 ár). Alls vom 2047 magaspeglanir fram-
kvæmdar á speglunareiningu meltingarsjúkdóma-
deildar St. Jósefsspítala í Hafnarfirði á því tímabili
sem rannsóknin fór fram. Astæður þess að ekki var
tekið stærra hlutfall (27%) magaspeglana með í þessa
rannsókn liggja fyrst og fremst í tvennu. Annars vegar
því að sjúklingar voru teknir í rannsóknina reglu-
bundið á nokkmm tímabilum en ekki samfellt og hins
vegar voru þær speglanir sem gerðar voru á sjúkling-
um sem vitað var að fengið höfðu upprætingarmeð-
ferð við H. pylori ekki teknar með við gagnaöflun.
Virk sýking er þegar sýnt er fram á að sjúklingur
hefur bakteríuna í magaslímhúð.
Skilyrði fyrir þátttöku í rannsókninni var að sjúk-
lingur væri með einkenni frá efri meltingarvegi. Með
einkennum er átt við hvert það ástand sem leiddi til
þess að sjúklingur gekkst undir holsjárskoðun á efri
meltingarvegi. Sjúklingar með einkenni, sem gengust
undir rannsókn í því skyni að fylgja eftir upprætingar-
meðferð við H. pylori, voru eins og áður segir útilok-
aðir við gagnaöflun.
Við speglanirnar voru notuð Olympus GIF - 100
(Olympus Optical Co. (Europa) GMBH, Hamborg,
Þýskalandi) og Olympus GIF -130 (Olympus Optical
Co. (Europa) GMBH, Hamborg, Þýskalandi) spegl-
anatæki.
Fyrir rannsókn fengu sjúklingarnir kokdeyfingu
með lídókaín-úða (Xylocaine®, Astra, Södertálje,
Svíþjóð). Lyfjaforgjöf var gefin í bláæð, ýmist petidín
(petidín LÍ, Lyfjaverslun Islands, Reykjavík, Island)
50 mg og/eða díazepam (Stesolid Novum, Dumex-
Alpharma A/S, Kaupmannahöfn, Danmörk) 5-10
mg. Skoðaður var efri meltingarvegur frá speldislág
(vallecula epiglottica) niður í fallhluta skeifugarnar
(pars descendens duodeni). Við skoðanirnar voru
tekin vefjasýni frá magahelli (antrum ventriculi) og
magabol (corpus ventriculi) og gerð CLO (Camp-
hylobacter Like Organism) rannsókn (CLOtest™,
Delta West Pty Ltd, V-Ástralíu) til greiningar á virkri
H. pylori sýkingu. Nægjanlegt var að önnur CLO
rannsóknin væri jákvæð til þess að sjúklingurinn væri
úrskurðaður H. pylori jákvæður. Þegar um var að
ræða sjúklinga sem voru að nota (eða höfðu notað
síðustu vikuna fyrir rannsóknina) lyf sem geta haft
hemjandi áhrif á úreasa virkni bakteríunnar (pró-
tónudæluhemla (proton pump inhibitors-PPI) og/eða
Læknablaðið 2000/86 169