Læknablaðið - 15.05.2000, Qupperneq 14
FRÆÐIGREINAR / BARNAGEÐLÆKNINGAR
Ályktanir: Umtalsverður hluti þeirra barna sem
vísað var til göngudeildar BUGL vegna gruns um of-
virkni uppfyllti ekki greiningarskilmerki um ofvirkni-
röskun. Notkun þríhringlaga þunglyndislyfja í byrjun
meðferðar virðist ennfremur mun algengari en víðast
hvar erlendis. Ástæðan er óljós en kann að vera há
tíðni fylgiraskana eða einstaklingsbundið val þeirra
lækna sem í hlut eiga.
Inngangur
Ofvirkniröskun er heilkenni einkenna á sviði hreyfi-
ofvirkni, hvatvísi og athyglisbrests með algengi milli
1% og 2% hjá börnum á skólaaldri (1), þegar miðað
er við greiningarskilmerki ICD-10 (International
Statistical Classification of Diseases and Related
Health Problems, 10th revision). Röskunin er mun al-
gengari hjá drengjum en stúlkum (2,3). Geðrænar
fylgiraskanir eru mjög algengar meðal barna með of-
virkni. í veigamikilli faraldsfræðilegri rannsókn frá
Ontario í Kanada voru 44% með eina geðræna fylgi-
röskun, 32% tvær og 11% þrjár (3).
Erlendar rannsóknir, meðal annars í Bandaríkj-
unum, hafa sýnt að á síðustu árum hefur geðlyfjum
verið ávísað í vaxandi mæli fyrir börn og unglinga
(4). Notkun metýlfenýdat (Rítalín®) meira en
tvöfaldaðist á tímabilinu 1990 til 1995 í Bandaríkj-
unum og árið 1995 voru 2,8% barna á aldrinum 5-
18 ára á lyfinu þar í landi (5). Sama þróun hefur
líklega einnig átt sér stað á íslandi en nákvæmar
upplýsingar liggja ekki fyrir.
Ástæður þessa eru margar en ein eflaust sú að
fjöldi greindra ofvirknitilfella hefur aukist. Þrátt
fyrir aukningu í notkun þessara lyfja liggur fyrir að
mörg þeirra eru ekki vel rannsökuð hjá börnum og
unglingum og í Bandaríkjunum er talið að um það
bil 80% notkunar sé án skráðra ábendinga (6).
Enn skortir langsniðsrannsóknir til að sýna fram á
meðferðarárangur til lengri tíma (7). Þó sýndi ný-
leg rannsókn Gillbergs og félaga sem fylgdu hópi
barna eftir í yfir eitt ár betri árangur metýlfenýdats
en lyfleysu (8). Ennfremur benda niðurstöður
nýrrar umfangsmikillar langsniðsrannsóknar frá
Norður-Ameríku til yfirburða lyfjameðferðar í
samanburði við aðra meðferð þegar árangur var
metinn á 14 mánaða meðferðartímabili (9).
Erlendis eru örvandi lyf mest notaði lyfjaflokk-
urinn í meðferð við ofvirkni (10,11). Metýlfenýdat
er langalgengast þessara lyfja (12). Lyfjaframleið-
andinn ráðleggur ekki notkun metýlfenýdats fyrir
sex ára aldur. Hér á landi og víðast annars staðar
er hins vegar byrjað að gefa lyfið mun fyrr enda hafa
rannsóknir sýnt fram á árangur hjá mun yngri börn-
um (13). Lyfjameðferð kemur því til álita í þessum
aldurshópi en greining hjá yngri börnum er þó oft
erfiðari (7). Önnur lyf eru einnig mikið notuð í
meðferð við ofvirkni, einkum þríhringlaga þung-
lyndislyf hér á landi, þó sú ábending sé ekki skráð.
Hvað varðar sálfélagslega (psychosocial) með-
ferð við ofvirkni byggja aðferðir atferlismótunar á
mestum rannsóknum á meðferðarárangri (14,15).
Annars vegar eru haldin svokölluð þjálfunarnám-
skeið fyrir foreldra (parent training) þar sem for-
eldrum er kennt að beita viðeigandi uppeldisað-
ferðum (16) en jafnframt fá þeir ráðgjafarviðtöl.
Kennarar þurfa á sama hátt að fá ráðgjöf og
kennslu um atferlismótunaraðferðir (15).
Tilgangur rannsóknarinnar var að athuga með
hvaða hætti lyfjameðferð við ofvirkni væri háttað
á íslandi í dag. Einnig voru skoðaðir þættir eins og
fylgiraskanir, hvaðan börnum væri vísað til of-
virknimóttöku barna- og unglingageðdeildar Land-
spítalans (BUGL) og hvaða önnur meðferð væri
stunduð samhliða lyfjameðferð.
Efniviður og aðferðir
Hópur: Rannsóknin var afturskyggn og tók til 102
barna og unglinga á aldrinum 3-15 ára sem komu til
athugunar vegna ofvirkni eða gruns um ofvirkni á
göngudeild BUGL á tímabilinu 1. júní 1998 til 31. maí
1999. Meðalaldur barnanna var 8,1 ár. í hópnum
voru 26 stúlkur og 76 drengir og kynjahlutfall því
1:2,9. Sjúkraskýrslur þessara barna voru skoðaðar og
rannsóknarupplýsingar skráðar.
Greining: Greining á ofvirkniröskun (ICD-10,
F90.0) í ofvirkniteymi BUGL byggðist á eftirfarandi
aðferðum:
1. Tekið var greiningarviðtal við foreldra þar sem
ítarlega var farið yfir ofvirknieinkenni barnsins, en
jafnframt yfir skilmerki helstu annarra raskana á
hegðunar- og tilfinningasviði sem máli skipta
vegna mismunagreiningar og greiningar á fylgi-
röskunum. Viðtalið var upphaflega byggt á grein-
ingarskilmerkjum DSM-IV (17) og þróað af
Barkley og félögum við University of Massachu-
setts Medical Center (18). Af hálfu ofvirkniteymis
voru gerðar á viðtalinu breytingar sniðnar að
ICD-10 greiningarkerfinu (19). í greiningunni var
einnig stuðst við eftirtalda staðlaða hegðunar-
matskvarða sem útfylltir eru af foreldrum og
kennurum barnsins. Ofvirknikvarðinn (20,21) var
útfylltur af foreldrum og kennara. Spurningalisti
um atferli barna og unglinga (22) var einnig út-
fylltur af foreldrum og kennara. Foreldrar fylltu
ennfremur út kvarðann Hegðun á heimili (23) og
fengið var námsmat frá kennara.
2. Vitsmunaþroski var metinn með greindarprófun-
um WISC-III eða WPPSI-R ef slíkt mat lá ekki
þegar fyrir.
3. Gerð var almenn læknis- og geðskoðun.
Niðurstöður
Alls greindust 72 böm með ofvirkniröskun. Tafla I
sýnir niðurstöðu sjúkdómsgreiningar. Fylgiraskanir
voru einnig skoðaðar (tafla II). Algengast var að til-
X
338 Læknablaðið 2000/86