Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.05.2000, Qupperneq 21

Læknablaðið - 15.05.2000, Qupperneq 21
FRÆÐIGREINAR / ÖLDRUNARLÆKNINGAR ingalisti sem mikið er notaður erlendis til skimunar og mats á þunglyndi aldraðra. Tilgangur þessarar rannsóknar er að staðfæra GDS spurningalistann með því að þýða hann úr ensku og kanna notagildi hans hér á landi. Því var athugað hvort samræmi væri milli þeirrar þunglyndisgreiningar sem fæst með stöðluðu geðgreiningarviðtali (CIDI-a, Composite International Diagnostic Interview; 1993) og niður- stöðu GDS spurningalistans. GDS spumingalistinn var hannaður 1982-1983 með aldraða sérstaklega í huga (6). Mælikvarðinn var hannaður þannig að hann væri þægilegur í notkun og hentugur til skimunar og mats á þunglyndi. Kvarðinn hefur einnig verið notaður til að fylgja eftir árangri meðferðar (7). Einungis tekur stutta stund að leggja GDS fyrir. Hann samanstendur af 30 krossaspurning- um, sem hægt er að leggja fyrir skriflega (mynd 1). Spumingamar voru valdar úr alls 100 spumingum um þunglyndi og þunglyndiseinkenni, þannig að sem best fylgni við þunglyndi fengist. Ekki er hægt að nota mælikvarðann til greiningar einan og sér, en hann gefur vísbendingu um hvort þunglyndi sé fyrir hendi og einnig hversu alvarlegt það er. Kvarðinn er sérstak- ur að því leyti að ekki er spurt um líkamleg einkenni þunglyndis, en aldraðir hafa gjaman aðra sjúkdóma sem valda verkjum, röskun á svefnmynstri, minnkaðri matarlyst auk fleiri líkamlegra einkenna sem notuð era við greiningu á þunglyndi. Þessi einkenni nýtast því ekki eins vel hjá þessum aldurshópi við greiningu þunglyndis. Stytt form spumingalistans var þróað árið 1986 og samanstendur af 15 spumingum úr GDS (8). GDS hefur náð mikilli útbreiðslu og verið þýddur á fjölda tungumála, meðal annars dönsku, sænsku, þýsku, spönsku, ítölsku, hindu, japönsku, kínversku, hebresku og portúgölsku. Hann er mikið notaður víða um heim í faraldsfræðilegum rannsóknum á eldra fólki og hefur óstaðfærð útgáfa hans verið notuð hér á landi við skoðun aldraðra hjá Hjartavemd. Rannsóknir hafa bent til þess að GDS sé ekki eins áreiðanlegur ef um elliglöp er að ræða (9,10), en þeir einstaklingar eiga oft í erfiðleikum með að muna at- burði síðustu viku eins og ætlast er til þegar GDS er lagður fyrir. Staðfærð útgáfa spurningalistans á ís- lensku mun geta nýst í framtíðinni við komandi rann- sóknir á öldruðum á Islandi, en ekkert mælitæki á þunglyndi aldraðra hefur enn unnið sér sess við rann- sóknir á íslandi. Með tilkomu íslenskrar útgáfu GDS opnast ný leið til at meta árangur þunglyndismeðferðar aldr- aðra. Þannig mætti til dæmis leggja kvarðann fyrir við greiningu og aftur 6-12 vikum seinna til mats á hvort meðferð skuli haldið áfram eða henni breytt. Mæli- kvarðinn gefur hugmynd um hvort þunglyndið hefur staðið í stað, versnað eða rénað. Með staðfæringu GDS myndast því tækifæri til þess að meta árangur meðferðar á þunglyndi aldraðra af meiri nákvæmni en áður. Með þessum hætti gæti spurningalistinn gef- Merktu við það svar sem á best við um líðan þína síðustu vikuna. 1. Ertu yfirleitt sátt/ur við lífið og tilveruna?................. Qjá Qnei 2. Stundarðu áhugamál þín minna en þú ert vön/vanur?.............. Qjá Onei 3. Finnst þér tilveran tómleg?.................................... Ojá Qnei 4. Leiðist þér oft? .............................................. Qjá Qnei 5. Er bjart framundan? ........................................... Qjá Qnei 6. Sækja á þig óþægilegar hugsanir sem þú losnar ekki við? ....... Qjá Qnei 7. Ertu yfirleitt í góðu skapi? .................................. Qjá Qnei 8. Óttastu að eitthvað slæmt muni henda þig?...................... Qjá Qnei 9. Ertu yfirleitt ánægð/ánægður? ................................. Qjá Qnei 10. Finnst þér þú oft vera hjálparvana?........................... Qjá Qnei 11. Ertu oft eirðarlaus og óþolinmóð/ur?.......................... Qjá Qnei 12. Viltu heldur vera heima en fara og fást við eitthvaö nýtt?... Qjá Qnei 13. Hefuröu oft áhyggjur af framtíðinni? ......................... Qjá Qnei 14. Finnst þér minni þitt verra en minni flestra jafnaldra þinna? .... Qjá Qnei 15. Nýturðu lífsins þessa dagana?................................. Qjá Qnei 16. Ertu oft niðurdregin/n eða döpur/dapur? ...................... Qjá Qnei 17. Finnst þér þú vera einskis nýt/ur þessa dagana?............... Qjá Qnei 18. Hefurðu áhyggjur af því sem liðið er? ........................ Qjá Qnei 19. Finnst þér tilveran spennandi?................................ Qjá Qnei 20. Er erfitt að byrja á nýjum verkefnum? ........................ Qjá Qnei 21. Finnst þér þú vera full/ur orku? ............................. Qjá Qnei 22. Finnst þér aðstæður þínar vera vonlausar?..................... Qjá Qnei 23. Finnst þér flestir hafa það betra en þú? ..................... Qjá Qnei 24. Leyfirðu smámunum oft að koma þér úr jafnvægi? ............... Qjá Qnei 25. Ertu oft gráti nær?........................................... Qjá Qnei 26. Áttu erfitt með að einbeita þér? ............................. Qjá Qnei 27. Ertu oftast í góðu skapi þegar þú ferð á fætur á morgnana? .... Qjá Qnei 28. Foröastu að fara út á meðal fólks? ........................... Qjá Qnei 29. Áttu auóvelt með að taka ákvaróanir? ......................... Qjá Qnei 30. Hugsarðu eins skýrt og áður?.................................. Qjá Qnei Stutta útgáfa GDS spurningalistans samanstendur af eftirfarandi spurningum: 1, 2, 3, 4, 7, 8, 9, 10, 12, 14, 15, 17, 21, 22 og 23. ið vísbendingar um gagnsemi þunglyndismeðferðar, Mynd 1. Geriatric en mikilvægt er að fylgja öldruðum á þunglyndismeð- Depression Scale (GDS) á ferð eftir eins og öðram þunglyndum einstaklingum. íslensku. Efniviður og aðferðir Fyrir liggur leyfi höfundar (Yesavage) til þýðingar GDS spurningalistans úr upprunalegu ensku útgáf- unni á íslensku. Tvær eldri þýðingar voru til hliðsjón- ar, önnur gerð af Jóni Eyjólfi Jónssyni öldrunarlækni og hin af Birni Einarssyni öldrunarlækni. Nýja þýð- ingin (mynd 1) var þýdd aftur yfir á ensku og sú þýð- ing borin saman við upprunalegu ensku útgáfuna. Merking spurninganna í endurþýdda listanum reynd- ist sambærileg merkingu spurninga í upprunalegu bandarísku útgáfunni og voru engar breytingar gerðar á þýðingunni. Einstaklingar fæddir 1933 eða fyrr voru valdir til þátttöku í rannsókninni. Við val aldraðra til þátttöku var haft í huga breitt notkunarsvið GDS. Sjúklingum á legudeildum öldrunarlækningadeilda, öldruðum sjúklingum með þunglyndisgreiningu sem voru inni á geðdeild og öldruðum úti í þjóðfélaginu var boðið að taka þátt í rannsókninni. Fjöldi þátttakenda var 71 en Læknablaðið 2000/86 345
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.