Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.05.2000, Page 45

Læknablaðið - 15.05.2000, Page 45
UMRÆÐA & FRÉTTIR / LÍFSÝNAFRUMVARP Frumvarp um lífsýnasöfn endurflutt Heilbrigðismálaráðherra lagði nú í apríl fram nýtt frumvarp til laga um lífsýnasöfn. Frumvarp um sama efni var lagt fyrir Alþingi árið 1998 en hlaut ekki afgreiðslu. Þaö frumvarp var byggt á drögum sem unnin voru á vegum siðaráðs landlæknis á árun- um 1996-1997 en annar vinnuhópur var skipaður til að fullvinna frumvarpið. I 1. grein frumvarpsins segir svo: „Markmiðið með lögum þessum er að heimila söfnun, vörslu, meðferð og nýtingu lífsýna úr mönnum með þeim hætti að persónuvernd sé trygg, gætt sé hagsmuna lífsýnisgjafa og nýting lífsýnanna þjóni vísindaleg- um og læknisfræðilegum tilgangi og stuðli að al- mannaheill.“ 12. grein segir meðal annars að lögin taki til „söfnunar lífsýna, vörslu, meðferðar, nýt- ingar og vistunar þeirra í lífsýnasöfnum. Lögin taka ekki til tímabundinnar vörslu lífsýna sem safnað er vegna þjónusturannsókna, meðferðar, eða afmarkaðra vísindarannsókna, enda sé slíkum sýnum eytt þegar þjónustu, meðferð eða rannsókn lýkur.“ Breytingar í 11 liðum I skýringum með frumvarpinu segir að starfsmenn Heilbrigðisráðuneytisins hafi farið yfir frumvarpið frá 1998 „með tilliti til þeirra umsagna sem bárust þegar frumvarpið var til meðferðar í þinginu“. Síðan eru talin upp 11 atriði sem breyttust við þessa yfir- ferð: 1. Tímabundin varsla er skilgreind sem varsla í fimm ár. 2. Skilgreining á lífsýnum er takmörkuð við lífrænt efni sem veitt getur líffræðilegar upplýsingar um lífsýnisgjafa. 3. Tekið er fram að leyfishafi geti verið einstaklingur eða stofnun. 4. Kröfur til ábyrgðarmanns lífsýnasafns eru auknar og er miðað við að hann hafi stundað sjálfstæð rannsóknar- og þróunarstörf innan heilbrigðis- þjónustunnar. 5. Sett eru ákvæði um rétt til að draga til baka sam- þykki þegar lífsýni er gefið til vörslu í lífsýnasafni og um eyðingu lífsýnis. 6. Sett eru ákvæði um rétt til að draga til baka ætlað samþykki fyrir vistun lífsýnis í lífsýnasafni til notk- unar í vísindarannsóknum. 7. Ráðherra setji ákvæði í reglugerð um í hvaða til- gangi nota megi lífsýni. 8. Heimilað er að taka gjald fyrir lífsýni, eða aðgang að lífsýni, sem nemur kostnaði við öflun, vörslu og aðgang að sýnunum, en gjaldtaka umfram það bönnuð. 9. Bannað er að flytja lífsýnasafn eða hluta þess úr landi nema að fengnu samþykki vísindasiðanefnd- ar og tölvunefndar. 10. Fellt er brott ákvæði um aðlögunartíma lífsýna- safna að ákvæðum laganna. ll.Sett er bráðabirgðaákvæði þess efnis að heimilt sé að vista lífsýni sem aflað var fyrir gildistöku lag- anna í lífsýnasafni, nema lífsýnisgjafi lýsi sig mót- fallinn. Þá er tekið fram að gengið skuli út frá ætl- uðu samþykki sé lífsýnisgjafi látinn. Ætlað samþykki I umræðum sem orðið hafa um frumvarpið hafa menn einna helst staðnæmst við ákvæði sem heimila vistun lífsýna í söfnum í krafti ætlaðs samþykkis. Hafa sumir gengið svo langt að segja að þetta hugtak standist ekki. En í 3. grein frumvarpsins er að finna svofellda skilgreiningu á hugtakinu: „.. .Ætlaö samþykki: Samþykki sem felst í því að lífsýnisgjafi hefur ekki lýst sig mótfallinn því að líf- sýni sem tekið er úr honum við þjónusturannsókn verði varðveitt til frambúðar í Iífsýnasafni til notk- unar skv. 9. gr., enda hafi skriflegar upplýsingar um að slfkt kynni að verða gert verið aðgengileg- ar.“ í 9. greininni sem þarna er vitnað til er kveðið á um aðgang að lífsýnasafni og notkun lífsýna. Þar segir í 3. málsgrein: „Safnstjórn getur, að fengnu samþykki tölvunefndar og vísindasiðanefndar, heimilað notkun lífsýna í öðrum tilgangi en ætlað var þegar þau voru tekin, enda mæli brýnir hags- munir með því og ávinningurinn vegi þyngra en hugsanlegt óhagræði fyrir lífsýnisgjafann eða aðra aðila.“ Þeir sem vilja kynna sér frumvarpið nánar geta nálgast það á heimasíðu Heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytisins (http://www.stjr.is/htr) eða Al- þingis (http://www.althingi.is) en frumvarpið hefur fengið þingskjalsnúmerið 835. -ÞH Læknablaðið 2000/86 365

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.