Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.05.2000, Page 48

Læknablaðið - 15.05.2000, Page 48
UMRÆÐA & FRÉTTIR / PERSÓNUVERND Lífsýna-, persónuverndar- og gagnagrunnslög Pétur Hauksson Höfundur er geðlæknir á Reykjalundi og formaður Mannverndar. Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp dómsmálaráð- herra til laga um persónuvernd og frumvarp heil- brigðisráðherra um lífsýnasöfn. Einnig er frumvarp um breytingu á lögum um réttindi sjúklinga til um- ræðu nú, lagt fram af Þuríði Backman og Ögmundi Jónassyni. Samkvæmt síðastnefnda frumvarpinu skal tilgreint sérstaklega í lögunum hverjir skuli tilnefna nefndarmenn í vísindasiðanefnd. Nú er það einungis reglugerðarákvæði, sem ráðherra getur breytt að vild. Það sannaðist í fyrra þegar nefndin var sett af í heilu lagi með reglugerðarbreytingu í kjölfar þess að lögfræðingur íslenskrar erfðagreiningar krafðist þess að einum nefndarmanni yrði vikið úr nefndinni, en þá hafði nefndin unnið að því að útbúa reglur um upplýst samþykki. Nú er nefndin tilnefnd af ráðherr- um nema einn nefndarmanna sem er tilnefndur af landlækni. Fyrirkomulagið sem lagt er til í frum- varpinu myndi auka sjálfstæði vísindasiðanefndar og traust manna á vísindum í landinu. Mikilvægt er fyrir lækna að skoða grannt hvaða áhrif stjórnarfrumvörpin kunna að hafa á íslenska læknisfræði og vísindi. Líta þarf á frumvörpin í heild og ef einhver hefur gleymt gagnagrunnslög- unum eða fær grænar bólur þegar þau eru nefnd, er ástæða til að herða sig því þessir lagabálkar munu í sameiningu ráða miklu fyrir lækna og sjúk- linga í framtíðinni. Persónuverndarfrumvarp Persónuverndarfrumvarpið kemur í stað tölvulag- anna svonefndu og ný stofnun, Persónuvernd, kemur í stað tölvunefndar ef frumvarpið nær fram að ganga. Frumvarpið kemur til vegna tilskipunar Evrópusam- bandsins um persónuvernd frá 1995. Sú tilskipun átti að taka gildi á efnahagssvæðinu að þremur árum liðnum, en hér á landi hefur gildistökunni verið frest- að. Síðast tilkynnti ríkisstjórnin fyrir síðustu jól að hún treysti sér ekki til að aðlaga íslenska löggjöf að tilskipuninni fyrir frest sem þá var að renna út. Síð- asti frestur rennur svo út á miðju þessu ári og má bú- ast við að persónuverndarfrumvarpið verði afgreitt á Alþingi fyrir þann tíma. Frumvarpið er ítarlegt, 46 greinar, og með því fylgir 40 blaðsíðna greinargerð. Mörg atriði í frumvarpinu snerta lækna og vís- indarannsóknir, til dæmis 9. grein sem fjallar um vinnslu viðkvæmra persónuupplýsinga. Ýmislegt athyglisvert kemur fram þegar frumvarpið og til- skipunin eru bornar saman. Tilskipunin bannar vinnslu ákveðinna við- kvæmra persónuupplýsinga, en veitir síðan vissar undanþágur frá banninu. í frumvarpinu er hins vegar ekki kveðið á um slíkt bann, heldur er vinnsla heimiluð, undir vissum skilyrðum. Þannig er aðferðarfræðin gjörólík. Almennt lögfest bann við vinnslu persónuupplýsinga veitir betri vernd en heimildarákvæði. í 9. grein frumvarpsins er ennfremur heimiluð vinnsla viðkvæmra persónuupplýsinga ef „sérstök heimild standi til vinnslunnar samkvæmt öðrum lögum“. Þetta er víðtæk heimild. Hún kemur í veg fyrir ósamræmi milli frumvarpsins og til dæmis gagnagrunnslaganna eða lífsýnafrumvarpsins, sem bæði heimila vinnslu viðkvæmra upplýsinga án samþykkis sjúklings. Þarna er gefið færi á mun víð- tækari undanþágum en gert er ráð fyrir í tilskipun- inni. Tilskipunin heimilar að löggjafi í aðildarríki veiti undanþágu frá banninu með sérlögum til vinnslu ákveðinna upplýsinga. Miklu máli skiptir að í tilskipun Evrópusambandsins er sérstaklega tekið fram að til grundvallar slíkri löggjöf þurfi að vera töluverðir almannahagsmunir. Þannig þyrfti að sýna fram á að lagaheimild fyrir vinnslu við- kvæmra upplýsinga hefði í för með sér bættan hag almennings og væntanlega að þeir hagsmunir vegi þyngra en hugsanleg áhætta af vinnslunni. Slíkt mat fór ekki fram vegna gagnagrunnslaganna, enda hefði tilskipun Evrópusambandsins ekki heimilað þau lög að mínu mati, af þessum ástæðum og fleir- um. Persónuvernd er að þessu leyti betri í öðrum Evrópulöndum en hjá okkur. Dæmi um vinnslu persónuupplýsinga án sam- þykkis eða vitneskju sjúklings sem heimiluð yrði með frumvarpinu er þegar ódulkóðaðar upplýs- ingar í sjúkraskrám eru undirbúnar til flutnings í gagnagrunn á heilbrigðissviði. Upplýsingar verða fluttar til dulkóðunarstofu, einnig um þá sem hafa sagt sig úr grunninum. I greinargerð með frum- varpinu er þessu tilviki lýst og segir að þótt þar sé um persónugreinalegar upplýsingar að ræða, banni frumvarpið ekki vinnslu þeirra því vinnslan er heimiluð f sérstökum lögum, gagnagrunnslög- unum. Ákvæði persónuverndarfrumvarps gildi ekki hvað þetta varðar. Þannig eru þessi verndar- lög takmörkuð, það þarf ekki annað en að setja ný sérlög til að veita undanþágu frá grundvallarsiða- reglum. Ég tel frumvarpið ekki veita nægilega persónu- vernd til að vernda okkur gegn gagnagrunni og ákvörðunum yfirvalda um ætlað samþykki okkar, 368 Læknablaðið 2000/86

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.