Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.05.2000, Qupperneq 58

Læknablaðið - 15.05.2000, Qupperneq 58
UMRÆÐA & FRÉTTIR / LÆKNAR í VANDA Læknafélagið þyrfti að eiga frumkvæði að öryggisnefi fyrir lækna í vanda Rætt við Svein Rúnar Hauksson heimilislækni um skort á úrræðum og ráðgjöf fyrir lækna sem eiga í áfengis- eða vímuefnavanda Sveinn Rúnar Hauksson heimilislœknir á stofu sinni i Domus Medica. Rétt eins og aðrir dauðlegir menn geta læknar lent í því að missa tökin á áfengis- eða vímuefna- neyslu sinni. Oft getur reynst erfitt fyrir þá að leita sér aðstoðar við að ná tökum á fíkninni því þótt ýmis úrræði séu til staðar er eðli þessa sjúkdóms það að viðkomandi afneitar honum og telur þar af leiðandi litla þörf á því að leita sér hjálpar. Stundum gengur þetta svo langt að allt umhverfi viðkomandi er farið að líða fyrir neyslu hans en enginn tekur af skarið. í læknablöðum í Danmörku og Svíþjóð var sagt frá því nú í marsmánuði að samtök lækna hafa í báðum þessum löndum sett á laggirnar það sem nefnt er á skandinavísku „kollegial netværk“. Til- gangurinn er að veita læknum sem lenda í einhvers konar persónulegum vanda - ekki eingöngu vegna ofneyslu - ráðgjöf og stuðning. En hvernig er þessu háttað hér á landi? Er til eitthvert öryggis- net eða viðvörunarkerfi sem fer í gang ef læknir missir tökin á neyslunni? Sveinn Rúnar Hauksson heimilislæknir hefur fylgst grannt með meðferðarmálum undanfarin ár. Hann var á sínum tíma yfirlæknir á meðferðar- stöðinni Von í Reykjavík, sem tók á móti sjúkling- um frá hinum Norðurlöndunum. Sveinn skipu- lagði alþjóðlega ráðstefnu um fíknsjúkdóma, Euro CAD/96 og hefur einnig fjallað um uppbyggingu og árangur áfengismeðferðar hér á landi á ráð- stefnum víða um heim. Læknablaðið tók hann tali og spurði fyrst hvert læknir sem er að missa tökin á neyslu sinni getur leitað. Stöndum framarlega í meðferð „Það hefur ekki verið í mörg hús að venda fyrir lækna sérstaklega. Þó hefur verið starfandi nefnd á vegum Læknafélagsins um skamma hríð sem ætlað er að veita læknum ráð ef þeir lenda í vanda. Þetta hefur verið hálfgerð leyninefnd og ég vissi ekki af henni fyrr en nú á dögunum. I þessari nefnd eru þrír ágætir kollegar, Halldóra Ólafsdóttir, Sverrir Bergmann og Gestur Þorgeirsson, sem þekkja vel til ýmissa vanda- mála lækna, félagslegra og annarra. Þessi nefnd hefur tvíþætt hlutverk, annars veg- ar að veita læknum ráð og hins vegar að taka við ábendingum um aðsteðjandi vanda og jafnvel að grípa inn í ef í óefni stefnir með því að tala við við- komandi lækni, bjóða upp á samtöl og ráðgjöf um meðferð. Að öðru leyti stöndum við mjög vel að vígi hér á landi því úrræðin eru fyrir hendi og við erum að mörgu leyti miklu betur á vegi stödd heldur en flest önnur lönd. Það er hvergi eins greiður að- gangur að áfengis- og vímuefnameðferð og hér á landi og það gildir einnig fyrir lækna. Enda hafa mjög margir notfært sér það. Meðferðin beinir fólki út í sjálfshjálparhópa og þess má geta að hvergi eru AA-samtökin eins öflug og hér á landi. Hér er ein AA-deild fyrir hverja 1.000 íbúa. Úr- ræðin eru því fyrir hendi.“ Skortir raunverulegan stuðning - Er ekki erfiðara fyrir lækna en margar aðrar starfs- stéttir að horfast í augu við þennan vanda? „Jú, það er vel þekkt staðreynd að það eru ekki til erfiðari sjúklingar en læknar og þeir eru eflaust enn harðari í afneitun á vandanum en aðrir. Það getur líka verið að erfitt sé fyrir lækna að taka þátt í AA-starfi eða fara í meðferð á almennum með- ferðarstofnunum. Ég held þó að það sé óþarflega 376 Læknablaðið 2000/86
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.