Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.05.2000, Qupperneq 60

Læknablaðið - 15.05.2000, Qupperneq 60
S M A S J A I N Noregur vinsælastur ■ NOMESKO ER SKAMMSTÖFUN á heiti fastanefndar sem starfar á veg- um Norræna ráðherraráðsins. Fullu nafni heitir nefndin Nordisk medicin- alstatistisk Komite og fæst við töl- fræðilegan samanburð og þróunar- verkefni á sviði norrænna heilbrigðis- nrála. Fyrir skömmu skilaði nefndin skýrslu um það hversu margir nor- rænir læknar og hjúkrunarfræðingar hafa aflað sér starfsréttinda og sér- fræðiviðurkenningar í öðrum nor- rænum ríkjum á árunum 1991-1998. Sé litið á læknana kemur það ekki á óvart að hlutfallslega flestir íslenskir læknar hafa leitað sér sér- fræðiviðurkenningar í öðru nor- rænu ríki og benda skýrsluhöfund- ar á skort á möguleikum til fram- haldsnáms hér á landi sem helstu skýringu. En skýrslan leiðir í ljós að norskir og finnskir læknar eru áhugalausastir um að afla sér starfsréttinda utan heimalandsins. Þegar hugað er að því hvar á Norðurlöndum læknar sækja helst eftir því að starfa kemur í ljós að framan af tíunda áratugnum leita flestir tii Svíþjóðar en frá 1993 sker Noregur sig úr. Af 5.207 læknum sem afla sér sérfræðiviðurkenning- ar utan heimalandsins allan áratug- inn hafa 4.022 sótt til Noregs en einungis níu til Islands. Svipuð hlutföll eru hjá hjúkrunarfræðing- um, af 11.002 sem leituðu sér starfs- réttinda utan heimalandsins kusu 8.009 Noreg sem starfsvettvang. Skýrsluhöfundar kvarta yfir því að misræmi í skráningu og skýrslu- haldi geri þeim erfitt fyrir um ýms- an samanburð, til dæmis á því hversu margir notfæra sér starfs- réttindi í öðru landi. t>ó komast þeir að þeirri niðurstöðu að árið 1999 var einungis um fjórðungur þeirra lækna sem öfluðu sér starfs- réttinda í öðru norrænu ríki á árun- um 1991-1998 starfandi í því landi. -ÞH Staða læknisins hefur breyst Danskir læknar hafa haldið úti stuðningsneti fyrir kollega í vanda í hartnær áratug í Danmörku komu læknar á fót stuðn- ingsneti við kollega sem eiga í vanda og hef- ur það verið starfandi frá árinu 1991. Ar- lega setja um 2% af starfandi læknum í Danmörku sig í samband við ráðgjafa stuðningshópsins með ýmiss konar vanda- mál. í Ugeskriftfor lœger 3. apríl í ár er við- tal við Michael Andreassen sem nýlega er tekinn við sem læknisfræðilegur ráð- gjafi í Kollegial Netværk for Læger eins og stuðningsnetið nefnist. Andreassen hefur þó verið viðloðandi stuðningsstarfið frá því það hófst og segir að stofnun netsins hafi verið eðlilegur hlutur eftir að lækna- samtökin horfðust í augu við þá stað- reynd að læknar eru hvorki óskeikulir né ósæranlegir. Nú eru ráðgjafar í sjálfboðaliðsstarfi fyrir stuðningsnetið í öllum umdæmum danska læknafélagsins, þar með töldu m Færeyjum og Grænlandi. Erindin sem læknar bera upp við þá eru af ýmsum toga, klögumál sem læknar hafa orðið fyrir, sumir eru haldnir óöryggi og kvíða andspænis ábyrgð læknisins, öðrum finnst þeir útbrunnir eða eiga við ofneyslu að etja, jafnvel sálræn vandamál og fjár- mála- og hjónabandsvandi koma við sögu. Andreassen segir að hlutverk og staða læknisins hafi breyst töluver t í áranna rás frá því að vera allt að því alföðurlegur yfir í það að vera einhvers konar blanda af embættismanni og lækni sem miklar siðferðiskröfur eru gerðar til. Samfélagið geri þá kröfu til læknisins að hann geri það sem hægt er í ljósi aðstæðna en lækn- inum er innprentað að gera alltaf það sem er rétt og nauðsynlegt. Þegar þetta tvennt stangast á lendir læknirinn í klemmu. Þegar læknir finnur að hann á undir högg að sækja stendur hann oftast einn, þótt læknar séu smám saman að verða færari um að leita eftir ráðum og stuðn- ingi hjá kollegum sínum. En læknisstarfið er svo nátengt sjálfsmynd læknisins sem manneskju að hann tekur gagnrýni nær sér en flestar aðrar starfsstéttir, að mati NETVÆRKSLINIEN 35 38 89 51 Með þessum viðsnúningi á þekktu máltœki sem einnig er til á íslensku auglýsir stuðningsnet danskra lœkna símanúmer sitt. Andreassen. Auk þess séu læknar upp til hópa einstaklingshyggjumenn sem eru þjálfaðir í því að taka sjálfstæðar ákvarð- anir og starfa sjálfstætt, ólíkt öðrum starfsstéttum í heilbrigðiskerfinu þar sem hefð er fyrir meiri samstöðu. „Reglan er sú að læknirinn tekur ákvörðun að höfðu samráði við aðra hópa starfsfólks - hann er yfirleitt einn en aðrir koma fram sem hópur. Þessi staða - miklar faglegar kröfur og að læknirinn stendur oftast einn - gerir lækna við- kvæmari fyrir kærum og klögumálum,“ segir Andreassen. Hann segir einnig að starf stuðnings- hópsins verði að vera opið og sýnilegt, að öðrum kosti nýtist sú reynsla sem þar aflast ekki allri læknastéttinni. En starf- semi þess stendur og fellur með áhuga ráðgjafanna sem leggja sitt af mörkum án þess að þiggja laun, segir Michael And- reassen. -ÞH endursagði 378 Læknablaðið 2000/86
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.