Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.05.2000, Qupperneq 61

Læknablaðið - 15.05.2000, Qupperneq 61
UMRÆÐA & FRÉTTIR / UMFERÐARSLYS Umferðarslys eru stórt heilbrigðisvandamál Rætt við yfir- læknana Brynjólf Mogensen og Stefán Yngvason um aukið álag á heilbrigðiskerfið vegna fjölgunar umferðarslysa Umferðin um Miklubrautina á ofurvenjulegu þriðjudagssíðdegi getur verið mikil og hröð. Veturinn sem nú er senn á enda er með þeim verri í umferðinni hér á landi. Mörg alvarleg slys hafa orðið og um tíma í vetur rak hvert banaslysið annað. Um- ferðin tekur sinn toll og það sárgrætilegasta við það er að stórt hlutfall þeirra sem látast eða örkumlast í umferðarslysum eru ungt fólk. Unga fólkið - einkum og sérílagi ungir karlmenn - er líka hlutfallslega fjöl- mennast í röðum þeirra sem valda slysum. Erfitt getur reynst að meta hversu stórt vandamál umferðarslysin eru en ljóst er þó að þau eru eitt af þurftarfrekustu heilbrigðisvandamálum þjóðarinnar og kosta samfélagið bæði mikla fjármuni og vinnu. Þá eru ótaldar allar sálarkvalirnar, sorgin og vonbrigðin sem eru óhjákvæmilegur fylgifiskur þess að fólki í blóma lífsins er skyndilega kippt í burtu eða það svipt fæminni til þess að lifa og starfa með eðlilegum hætti. Læknablaðið ræddi við tvo lækna sem þekkja vel til afleiðinga umferðarslysa enda fer stór hluti af starfsorku þeirra í að kljást við þær. Brynjólfur Mog- ensen forstöðulæknir á slysa- og bráðasviði Land- spítalans Fossvogi og Stefán Yngvason yfirlæknir á endurhæfingardeild Landspítala Grensási voru sam- mála þeirri staðhæfingu að umferðarslys væru mikið heilbrigðisvandamál. Peir sögðu líka að töluverðar sveiflur væru í fjölda þeirra sem slasast. Banaslysum fjolgar aftur „Á árunum 1987-1998 komu hingað á slysadeild flest árin á bilinu 2.000-2.500 manns sem slasast höfðu í umferðarslysum. í fyrra varð hins vegar töluverður kippur upp á við því þá komu hingað 3.144 eftir um- ferðarslys," sagði Brynjólfur. Hann bætti því við að banaslys í umferðinni hefðu fyrir nokkrum árum ver- ið hlutfallslega flest hér á landi á Norðurlöndunum. „Þá tókum við okkur á og tókst að fækka þeim þannig að um skeið vorum við neðstir Norðurlanda- búa. En á síðustu tveimur til þremur árum hefur aftur sigið á ógæfuhliðina. Ég get ekki svarað þvf til hvað veldur þessari slæmu uppsveiflu." Stefán sagði að afleiðingar umferðarslysa væru töluverður hluti af starfseminni í Grensási en tók undir með Brynjólfi um að sveiflurnar væru allmiklar. Hann staðfesti að tíminn frá hausti 1998 til hausts 1999 hefði verið mjög erfiður. „Við fáum til okkar þá sem verða fyrir alvarlegustu slysunum en oft getur verið mjótt á mununum hvort fólk deyr eða lifir slysin af með miklum örkumlum og það skýrir sveiflurnar að hluta. En það hefur orðið greinileg aukning á vinnuframlagi okkar fólks vegna umferðarslysa að undanförnu.'1 Erfitt er að gera sér grein fyrir heildarumfangi um- Læknablaðið 2000/86 379
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.