Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.05.2000, Qupperneq 71

Læknablaðið - 15.05.2000, Qupperneq 71
UMRÆÐA & FRÉTTIR / GÖMUL LÆKNISRÁÐ Pissirýjur og barnamold Hallgerður Gísladóttir skrifar Höfundur er sagnfræðingur og starfar á Þjóðminjasafninu. í BERNSKU MINNI VAR MAMMA SÍ OG Æ að Segja StUttar skemmtisögur um fólk sem hún þekkti í uppvexti sín- um. Ein var um Bínu frænku, skrítna skrúfu, sem var eitthvað uppsigað við húsmóðurina þar sem hún dvaldi og svo komu heldri gestir. Bína gekk á undan í bæinn með háværri ræðu svohljóðandi: „Það er lagið á því, óbreitt yfir öll rúm nema rúmið mitt, óhellt úr öllum koppum nema koppnum mínum og pissirýj- urnar hangandi upp um alla baðstofu.“ Ég velti mikið fyrir mér þessum pissirýjum sem héngu upp um alla litlu baðstofuna í Skálateigi og átt- aði mig ekki á því fyrr en seinna að þetta voru barna- bleiur. Þær hétu semsé oftast pissirýjur eða pissitusk- ur í gamla daga og sumir kölluðu þær leppa. Ég heyrði ekki talað um bleiur fýrr en ég var orðin full- orðin sagði eyfirsk heimildarkona fædd 1911. Orðið bleia mun vera komið úr dönsku, og elsta dæmið um það í ritmálssafni orðabókar Háskóla Is- lands er úr ritinu Barnfóstran. Fyrirsögn handa al- þýðu um rjetta meðferð á ungbörnum eptir J. Jónas- sen, sem hér kom út árið 1888. Árið 1963 sendi þjóðháttadeild spumingaskrá til aldraðra um fæðingar og ungbarnaumönnun. Eitt- hundrað tuttugu og eitt svar barst og hætt er við að 2000 ungbarnamæðurnar myndu blána í framan við að heyra um ýmislegt sem aldamótakonurnar þáver- andi brúkuðu. Kona úr V-Skaftafellssýslu, fædd nokkru fyrir aldamótin 1900 sem kallaði bleiur „bamsleppa“ sagði eftirfarandi um rúm ungbarna: „Neðst í vöggunni var segltuska, boldang. Þar of- an á var gott hey. Ofan á því var strigi, og ofan á hon- um vaðmálsstykki eða lök, og fyrir bleiur voru notað- ar tuskur úr einhverjum efnum, t.d. sængurverum eða gömlum fötum. Þær voru kallaðar bamsleppar. Segl- leppurinn var kallaður bos. Á hann var látin heit aska. Mamma mín skipti oft á öskunni, en heyinu sjaldnar, líklega mánaðarlega. Guðsorðabók var lögð í vögguna, svo ekki yrði skipt um barnið." Það var einmitt algengt að bleiur, barnsdulur, bamsleppar eða pissirýjur væru úr einhveiju aflóga taui, sængurfötum eða nærfatnaði. Gömul millipils þóttu sérstaklega hentug enda notuð föt mýkri og þjálli. Þetta var fyrir daga bleiugassins sem nú hefur vikið fyrir pappírsbleium, en í millitíð voru bleiur oftast úr flóneli eða „loðtaui" eins og einn heimildar- manna nefndi það. Þær vom brotnar í þríhyrnu sem bamið var lagt á, eitt hornið brotið upp á milli fót- anna, hin tvö ýmist vafin um lærin efst eða utan um rassinn. Þvottur og hirðing á bleium var mikið bras fyrir daga þvottavéla, þar sem stutt var á milli ungbarn- anna og kannske gaf ekki þurrk dögum og jafnvel vikum saman. Reynt var að þurrka bleiur á grindum yfir hlóðunum og mér er minnisstæð saga úr gögnum þjóðháttadeildar um konu sem herti á bleiuþurrkun- inni þegar í nauðir rak með því að vefja bleiu um sig innanklæða og sitja með prjónana sína á hlóðarsteini að næturlagi. Sjálf man ég eftir löngum stundum niðri við ána heima árið 1959 við að skola gasbleiur af tveimur yngstu systrum mínum, en árið var á milli þeirra. Þær prýddu síðan girðingarnar meðfram ánni á löngu bili í þurrkum. Á þeim dögum notuðu allar ungbarnamæður naflabindi. Það var nálægt 10 sm breiður og 70-80 sm langur renningur úr „loðtaui“ sem var vafið utan um barnið um naflann og fest með bendli. Þetta var haft á börnunum þangað til naflinn var gróinn. Talað var um að börn gætu grátið út á sér naflann, ef þau grétu mikið enda var hann vel passaður. Þegar barn var reifað var fyrst fótafeiti borin í kringum naflann, svo var vel soðin léreftsræma eða bómull látin undir naflastrenginn og síðan naflabind- ið, sagði heimildarkona af Vestfjörðum. „Ég man þegar ég var pínulítil, að ég sá konu búa um nafla á nýfæddu barni. Hún setti smápjötlu með gati í miðjunni yfir naflann, skóf þar í lítinn hvítasyk- ur og vafði naflabindinu yfir,“ sagði önnur. Fótafeiti sem var feiti af sviðalöppum og sykurskaf á eymsli hafa víst komið áður við sögu í pistlum mínum. Böm voru oft þvegin með fjörusvampi sem hirtur var og hreinsaður í þeim tilgangi og gjarnan kallaður njarðarvöttur eða sjávarfroða. Þau voru yfirleitt signd þegar skipt var á þeim. Höndin var látin nema við andlit og brjóst, og sagt: Ég signi þig í nafni Guðs föður, sonar og heilags anda - þennan dag, ef það var um morgun, en ef það var signt að kvöldi, þá var sagt, þessa nótt og alla tíma. Eða að sagt var um leið og maður bar hendina að enni barnsins: í nafni Guðs, föður, svo færði maður hendina á brjóstið og bætti við sonar, síðan var hendin lögð á sitt hvora kinn þess og bætt við, anda heilags. Sumir luku þessu með því að segja: Góðir englar verndi þig. Ungbörn virðast hafa verið signd og blessað yfir þau við öll möguleg og ómöguleg tækifæri. Að sögn aldamótakonu úr Arnarfirði var þar gamall siður að ljósmóðirin stryki blóðið fram af ljósmóðurskærunum með þumli og vísifingri hægri handar, þegar hún var búin að klippa sundur lækinn og binda fyrir naflastrenginn, og setti blóðkross á enni og bijóst á barninu. En hvað var notað á ungbörn til varnar því að húðin roðnaði og veiktist áður en til þess gert barna- talkúm fór að fást í apótekum? Hveiti eða kartöflu- Læknablaðið 2000/86 387
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.