Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.05.2000, Page 74

Læknablaðið - 15.05.2000, Page 74
FRÁ HEILBRIGÐIS- OG TRYGGINGAMÁLARÁÐUNEYTINU OG LANDLÆKNI Lyfjamál 85 Samanburður á notkun kynhormóna á íslandi og í Danmörku 1994-1998 Kynhormónar og lyf sem hafa örvandi áhrif á kynfæri (ATC flokkur G03). Samanburður á íslandi og Danmörku 1994-1998 (og tölur fyrir ísland 1999). Notkun kynhormóna og lyfja sem hafa örvandi áhrif á kynfæri (ATC-flokkur G03) hefur farið ört vaxandi á síðustu árum. Arið 1994 var notað magn 91,3 DDD/lOOOíbúa/dag en á síðasta ári 120,9 (32% aukning). Söluverðmæti 1994 á apóteksverði var 337 milljónir króna en 557 milljónir á síðasta ári (65% aukning). í Danmörku var notað magn árið 1994 91,0 DDD/1000 íbúa/dag en 96,5 árið 1998 (6% aukning). Salan var 369 miiljónir danskra króna árið 1994 en 425 milljónir árið 1998 (15% aukning). í báðum löndunum er magnaukningin mest í östrógenum (G03C) en talsverður munur er á hlut- föllum; 79% á íslandi en 10% í Danmörku. Notkun prógestógens (G03D) vex um 38% á Islandi en minnkar um 9% í Danmörku. Notkun prógestógens og östrógens í blöndum (G03F) vex um 28% á íslandi en aðeins 3% í Danmörku. Athyglisvert er að í báðum löndum minnkar notk- un gónadótrópíns og annarra lyfja með örvandi áhrif á egglos lítillega (G03G), en kostnaður þeirra vex gríðarlega. Á íslandi var söluverðmæti í þessum flokki 30 milljónir króna árið 1994, en komið í 107 milljónir árið 1999 (197% aukning). í Danmörku voru tölurnar 25 milljónir danskra króna 1994, en 59 millj- ónir árið 1998 (139% aukning). 390 Læknablaðið 2000/86

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.