Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.05.2000, Side 77

Læknablaðið - 15.05.2000, Side 77
RAÐSTEFNUR / FUNDIR XIV. þing Félags íslenskra lyflækna FELAG ÍSLENSKRA LYFLÆKNA Þing Félags íslenskra lyf- lækna, hið XIV. í röðinni verður haldið á Egils- stöðum dagana 9.-11. júní næstkomandi. Á þinginu verður að venju frjáls erindaflutningur og kynning á veggspjöldum. Gestafyrirlesari verður Guðmundur Jóhannsson sem fjalla mun um þýð- ingu vaxtarhormóns hjá fullorðnum. Þingið hefst kl. 14:00 á föstudegi. Hluti þátttakenda á XIII. þingi Félags íslenskra lyflœkna á Akureyri í júní 1998. Afhending þinggagna og greiðsla þátttökugjalda er frá kl. 13:00 á föstudegi. Skilafrestur fyrir ágrip erinda og veggspjalda rann út 15. apríl. Veggspjöld: Stærð veggspjalda er 90x120 cm. Höfundar komi með veggspjöld tilbúin til uppsetningar. Ágrip: Stjórn Félags íslenskra lyflækna áskilur sér rétt til þess að hafna innsendum ágripum og eins að meta hvort kynnt verði með erindi eða veggspjaldi. Þau ágrip erinda og veggspjalda sem stjórn Félags íslenskra lyflækna samþykkir verða birt í Fylgiriti Læknablaðsins sem kemur út í byrjun júní. Staðfesting: Þátttakendur munu fá staðfestingu á því að ágrip hafi verið samþykkt og eins tímasetningu á kynn- ingu. Skráning: Þátttakendur er hvattir til að skrá sig tímanlega. Framkvæmdastjóri tekur við skráningu, sjá að neðan. Þátttökugjald: Þátttökugjald er kr. 13.000 fullt gjald, kr. 10.000 fyrir unglækna og kr. 3.000 fyrir læknanema, greiðist við skráningu á þingstað. Innifalið í þátttökugjaldi er hádegisverður laugardag og sunnudag. Makar greiði kr. 3.000. Þátttakendum og mökum er boðið til kvöldverðar á föstudags- og laugardagskvöldi. Ekki er tekið við greiðslukortum, en hraðbankar eru á staðnum. Gisting: Gist verður á fjórum hótelum á Egilsstöðum; Gistihúsinu Egilsstöðum, Hótel Eddu (einnig fjögurra manna herbergi), Hótel Héraði og Hótel Valaskjálf. í tveggja manna herbergi kostar nóttin frá kr. 4.400 að kr. 5.800 fyrir einstakling. Gistingu skal panta hjá framkvæmdastjóra þingsins, sjá að neðan. Flug: Flogið er með Flugfélagi íslands, frá Reykjavík kl. 11:00 á föstudagsmorgni. Verð kr. 10.430. Flugfar pantar hver og einn fyrir sig hjá Ferðaskrifstofu Austurlands, sími: 471 2000, netfang: falegs@isholf.is Taka skal fram að um sé að ræða þátttakendur á þing Félags íslenskra lyflækna. Verðlaun: Veitt verða tvenn verðlaun. Annars vegar úr Vísindasjóði lyflækningadeildar Landspítala Hringbraut að upphæð kr. 50.000 fyrir framúrskarandi rannsókn og erindi ungs læknis. Hins vegar veitir Félag íslenskra lyflækna 25.000 kr. verðlaun fyrir besta framlag læknanema. Framkvæmdastjóri þingsins: Birna Þórðardóttir, símar: 564 4104 (v) / 552 9075 (h) / 862 8031, netfang: birna@icemed.is Læknablaðið 2000/86 391

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.