Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2001, Síða 19

Læknablaðið - 15.07.2001, Síða 19
FRÆÐIGREINAR / LIFRARMEINVÖRP / SJÚKRATILFELLI Figure 2. Computed tomography ofthe liver with metastases (arrow) both in the left (a) and the right lobe (b). að stærð (adenomata tubulares) en í þeim stærsta, sem var 2,3 cm á lengd, fundust forstigsbreytingar krabbameins (setkrabbamein). í báðum lifrar- sýnunum sáust meinvörp frá ristilkrabbameini. Tveimur vikum síðar var ákveðið að senda sjúklinginn á Borgarspítala þar sern kanna átti hvort lifrarmeinvörpin væru skurðtæk. Gerð var ný sneiðmyndarrannsókn af lifur auk ómskoðunar. Ekki greindust aðrar fyrirferðir í lifur en þær sem áður höfðu sést og þreifuðust við skurðaðgerð. Slagæðamyndataka af lifur (mynd 3) staðfesti að lifrarúrnám var tæknilega framkvæmanlegt (mynd 3). Jafnframt sýndi æðamyndatakan að vinstri lifrarslagæð átti upptök sín frá vinstri magaslagæð. Beinaskann var eðlilegt og engin merki um mein- vörp í lungum. Þremur vikum síðar var framkvæmt lifrarúrnám þar sem vinstri helmingur lifrar (geirar (segments) II, III og IV) auk VI geira hægri lifrar voru fjarlægðir (mynd 4). Við aðgerðina var notaður CUSA-hnífur og blæddi um 2000 ml. Vefja- rannsókn staðfesti áðurnefnd meinvörp frá ristil- krabbameininu með fríum skurðbrúnum. Bati var góður eftir aðgerðina og fluttist sjúklingurinn aftur á FSA 10 dögum síðar. Ný ristilspeglun reyndist eðlileg. Rúmum tveimur mánuðum eftir aðgerðina var hafin með- ferð með frumueyðandi lyfjum, flúoróúracíli og levamísóli. Þeirri meðferð var haldið áfram í rúma sex mánuði og þoldist meðferðin vel. Lifrarpróf héldust eðlileg og CEA (carcinoembryonic anti- gen), sem var vægt hækkað fyrir aðgerð, varð eðlilegt eftir að meðferðin hófst. Hálfu ári eftir lifraraðgerðina hækkaði CEA að nýju. Nýjar sneiðmyndir af lifur sýndu merki eftir undan- gengið lifrarúrnám en að auki nýja fyrirferð neðar- lega í hægra lifrarblaði (mynd 5). Önnur meinvörp greindust ekki í kviðar- eða brjóstholi og Figure 3. Coeliac angiography showing the anatomy ofthe circulation to the liver and the pathological arteries around the metastases of the liver (arrow). The left lobe ofthe liver is perfused from left gastric artery (arrow). Figure 4. The functional division ofthe liver and of the liver segments according to Couninaud's nomenclature. Læknablaðið 2001/87 615
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.