Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.07.2001, Page 40

Læknablaðið - 15.07.2001, Page 40
FRÆÐIGREINAR / FRÆÐILEG ÁBENDING Tafla I. Geislun á fóstur við algengar myndgreiningarrannsóknir (8). Fósturgeislun Meóaltal mGy Hámark mGy Geislun í rannsókn Meóaltal mGy Algengustu röntgenmyndir Kviðarhol 1,4 4,20 i* Lungu < 0,01 < 0,01 0,02* Þvagfæri (urografia) 1,7 10 2,5 Lendahryggur 1,7 10 1,3 Grindarhol 1,1 4 0,7* Höfuð < 0,01 < 0,01 0,07 Brjósthryggur < 0,01 < 0,01 0,7 Skyggnirannsóknir Magi og vélinda 1,1 5,8 3 Ristill 6,8 24 7 Tölvusneiðmyndir Kviðarhol 8 49 10 Brjósthol 0,06 0,9 8 Lendahryggur < 0,005 < 0,005 2,3 Grindarhol** 2,4 8,6 8 ísótópa- Á 2.-4. mánuði í lok rannsóknir meðgöngu meðgöngu Beinaskann 4,6-4,7 1,8 4 Lungnaskann 0,4-0,6 0,8 1 Lifrarskann 0,5-0,6 1,1 1 Nýrarit (renogram) 5,9-9,0 3,5 1 ígeröaleit 14-18 25 Skjaldkirtilsupptaka (1 131) 0,03-0,04 15 1 Meinvarpaleit (1 131) 2-2,9 2 2 * Ein yfirlitsmynd. ** Fylgiroft kvióarholsrannsókn. Tafla II. Líkur á eðlilegum burði nýbura sem fall af geislaskammti fósturs (8). Geislaskammtur umfram eðlilega bakgrunnsgeislun; mGy Hlutfallslegar (%) líkur á alheilbrigóu barni Hlutfallslegar (%) líkur á að krabbamein finnist ekki í barni 0 97* 99,7 0,5 97 99,7 1 97 99,7 2,5 97 99,7 5 97 99,7 10 97 99,6 50 97 99,4 100 >97** 99,1 * Aö meötalinni eölilegri bakgrunnsgeislun í Evrópu og Ameríku. Athuga ber aó bakgrunnsgeislun á íslandi er helmingi lægri. ** Nákvæmar áhættutölur fyrir menn eru ekki til, en dýratilraunir benda til þess, aö líkur á vanskapnaói séu hverfandi meö geislaskömmtum undir 100-200 mGy. Vanskapnaöir myndu aöeins sjást vegna hærri skammta á 3.-20. meögönguviku. 100-500 mGy fósturskömmtum á 8.-25. viku gæti fylgt truflun á greindarþroska. svo lítil að hún vegi að öllu jöfnu hvergi upp þann ávinning sem sjúklingur hefur af rétt ígrundaðri geislarannsókn. Geislunaráhrif á fóstur Auk óhóflegrar geislunar, vegna slysni eða þekk- ingarleysis, beinast geislavarnir einkum að áhættu- þáttum sem tengjast tilviljanakenndum geisla- áhrifum, einkum á fjórum fyrstu mánuðum þungunar (4,6). Áður var talið, að á fyrstu tveimur til fjórum vikum væru vaxtar- og þróunarskilyrði fósturs þannig, að ekki væru mjög miklar líkur á frumu- skemmdum sem gætu leitt til vanskapnaðar, en nú telja sameindalíffræðingar líkur á því að svo sé (1,5,8). Upp úr fjórðu viku er sérhæfing frumna og skipan þeirra í vefi (organisation) örust. Þá er mest hætta á að jónandi geislun geti truflað ferlið og valdið ýmsum vanskapnaði, einkum í heila, taugakerfi hjarta og hryggsúlu. Frá 10. og fram undir 20. viku meðgöngu er talið að óhófleg geislun geti valdið heilaskemmdum sem lýsi sér í vanþroska (microcephaly) (1,4,6). Ráðstafanir til að verja þungaðar konur óæskilegri geislun Grunnur geislavarna vegna læknisfræðilegrar geislunar er sá, að hver rannsókn skuli vera vel ígrunduð og metið sé, hvort upplýsingar þær sem leitað er eftir geti fengist með myndgreiningaraðferð án jónandi geislunar eða hugsanlega eftir öðrum leiðum, klínískri eða lífefnafræðilegri skoðun. Tækjabúnaður, tækni og þekking skulu vera þannig, að besta árangri verði náð með sem lægstri geislun (2,3). í myndgreiningu verður geislaskammtur þó að vera nægilegur til þess að ná greiningarárangri og við ákvörðun geislaskammta, til dæmis í krabbameins- lækningum, að meðferðarárangur verði eins og ætlast er til. Sama gildir um notkun geislavirkra efna, hvort heldur til greiningar eða meðferðar. Fóstur eru, sem fyrr segir, einkar viðkvæm fyrir áhrifum jónandi geislunar á fyrstu 20 vikum með- göngu og ber því að gæta sérstakrar varúðar. Þegar ákvörðun er tekin um röntgenrannsókn á konu á barneignaaldri, verður fyrst að ganga úr skugga um hvort hún kunni að vera þunguð. Læknir sem ákveður rannsóknina á að kanna hvort svo sé. Þetta er áréttað af þeim starfsmanni, röntgentækni eða lækni, sem framkvæma skal rannsóknina. Auk þess tíðkast það víða á myndgreiningardeildum, að uppi hangi veggspjöld með áletrunum, sem minni konur á að gera viðvart áður en rannsókn hefst, ef þær telja ástæðu til að ætla að þær séu þungaðar (1). Sömu almennu grundvallarreglur og um getur að ofan gilda um sjúkdómsgreiningu eða meðferð hjá barnshafandi konum. Þó ber að beita ennþá meiri varfærni og helst að fresta rannsóknum með jónandi geislun þar til eftir fæðingu. Rannsóknir, þar sem geislunin er fyrirsjáanlega mjög lítil og snertir á engan hátt leg eða fóstur, ber að framkvæma, en með fyllstu aðgát og að viðhöfðum fyrrgreindum varúðar- reglum og mati á, hvort líklegt gagn af rannsókninni sé meira en áhætta fyrir fóstrið. I töflu I eru sýnd meðaltöl og hámörk mældra geislaskammta á fóstur við flestar algengar röntgen- og ísótóparannsóknir. Hæstu skammtar verða vegna röntgenrannsókna á hrygg og ristli og við tölvusneiðmyndarrannsóknir af kviðarholi og mjaðmagrind. Allir skammtar, sem sýndir eru í þessari töflu, eru þó vel innan þeirra marka sem telja verða ásættanleg með tilliti til 636 Læknablaðib 2001/87 j

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.