Læknablaðið - 15.07.2001, Qupperneq 55
UMRÆÐA & FRÉTTIR / PERSÓNUVERND OG FRIÐHELGI EINKALÍFS
Mörk heimilda löggjafans
Björg
Rúnarsdóttir
Byggt á erindi
fluttu á málþingi
Lögmannafélags
íslands og
Læknafélags
Islands 27. apríl
síðastliðinn.
Höfundur er lögmaöur.
Efnisyfirlit
1. Inngangur
2. Rétturinn til friðhelgi einkalífs og löggjöf til
verndar þeim rétti
2.1. Hugtakið friðhelgi einkalífs í skilningi 1. mgr.
71. gr. stjskr. og 8. gr. MSE
2.1.1. Hugtakið friðhelgi einkalífs
2.1.2. Tvíþætt skylda ríkisvaldsins
2.1.3. Réttur einstaklinga til að njóta friðar um
persónuupplýsingar er þáttur í mannréttinda-
vernd
2.2. Mannréttindasáttmálar og þjóðréttarlegar
skuldbindingar, alþjóðlegt samstarf á sviði verndar
persónuupplýsinga og friðhelgi einkalífs
2.3. Islensk löggjöf til verndar friðhelgi einkalífs
3. Lög um gagnagrunn á heilbrigðissviði nr. 139/1998
3.1. Lex specialis
3.2. Lex posterior
3.3. Frávik frá fyrirmælum almennra laga til
verndar friðhelgi einkalífs
3.4. Af hverju?
4. Heimildir löggjafans til að mæla fyrir um ráð-
stafanir er varða stjórnarskrárvarin réttindi einstak-
linga um friðhelgi einkalífs
4.1. Hugtakið persónuupplýsingar
4.2. Eftirlit með framkvæmd GRL
4.3. Undanþágur í 3. mgr. 71. gr. stjskr. og 2. mgr. 8.
gr. MSE
4.4. Dómur Hæstar. frá 1989, bls. 28
4.5. Þróunin síðan
- Setning laga um MSE 62/1994
- Setning laga um breytingu á mann-
réttindaákvæðum stjskr. 97/1995
- Styrking mannréttindaákvæða stjskr.
- Undanþága frá 1. mgr. 71. gr. stjskr. þrengd
- Setning Iaga um réttindi sjúklinga 74/1997
- Setning laga um lífsýnasöfn 110/2000
4.6. Dómur MDE frá 25. febr. 1997 í málinu Z gegn
Finnlandi
4.7. Skýring MSE
4.8. Niðurstaða
5. Lokaorð
1. Inngangur
Grein þessi er unnin upp úr erindi sem höfundur
flutti á málþingi Lögmannafélags Islands og Lækna-
félags Islands. Var málþingið haldið hinn 27. apríl
síðastliðinn og fjallaði um persónuvernd og friðhelgi
einkalífs í ljósi gagnagrunna á heilbrigðissviði.
í greininni er leitast við að fjalla um mörk
heimilda löggjafans til að mæla fyrir unr ráðstafanir
er varða stjórnarskrárvarin réttindi einstaklinga um
friðhelgi einkalífs. Fyrst er þó vikið að því hvað talið
sé felast í hugtakinu friðhelgi einkalífs eins og það
birtist í 8. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu (hér eftir
skammstafað MSE) og 1. mgr. 71. gr. íslensku
stjórnarskrárinnar (hér eftir skammstafað stjskr.).
Einnig er drepið á helstu mannréttindasáttmála og
þjóðréttarskuldbindingar á sviði verndar persónu-
upplýsinga og friðhelgi einkalífs, ásamt því að fjallað
er stuttlega um íslenska löggjöf á þessu sviði. Þá er
sjónum einnig beint að sérstöðu laga nr. 139/1998 um
gagnagrunn á heilbrigðissviði, enda markast efni
greinarinnar af þeim lögum.
2. Rétturinn til friðhelgi einkalífs og
löggjöf til verndar þeim rétti
2.1. Hugtakið friðhelgi einkalífs í skilningi 1. nigr. 71.
gr. stjskr. og 8. gr. MSE
2.1.1. Hugtakið friðhelgi einkalífs: Friðhelgi
einkalífs er meðal grundvallarréttinda einstaklings í
menningarþjóðfélagi. í friðhelgi einkalífsins felst
fyrst og fremst réttur manns til að ráða yfir lífi sínu og
líkama og til að njóta friðar um lífshætti sína og
einkahagi. Jafnframt er litið svo á, að tilfinningalíf og
tilfinningasambönd við aðra njóti verndar samkvæmt
ákvæðinu, og er þá átt við það að einstaklingurinn
eigi rétt til að þróa sinn eigin persónuleika og tengsl
við aðra. Ennfremur er talið að í ákvæðinu felist
réttur einstaklinga til aðgangs að upplýsingum um
sjálfa sig (1).
2.1.2. Tvíþœtt skylda ríkisvaldsins: Hugtakið
friðhelgi í 1. mgr. 71. gr. stjskr. og 8. gr. MSE er talið
fela í sér tvennt, það er að segja tvíþætta skyldu
ríkisvaldsins. Annars vegar er um að ræða skyldu til
að forðast afskipti af einkalífi manna og persónu-
Iegum högum þeirra, bæði hvað varðar bein afskipti
handhafa opinbers valds og lagasetningu um málefni
borgaranna. Hins vegar hvflir tiltekin athafnaskylda
á ríkisvaldinu, jákvæð skylda, til að veita einstak-
lingum aðstoð á þeim sviðum sem 1. mgr. 71. gr.
stjskr. og 8. gr. MSE taka til. Kemur það til sökum
þess, að hættan á því að friðhelgi manna sé rofin,
stafar ekki einungis frá hinu opinbera, heldur einnig
frá öðrum einstaklingum og einkaaðilum. í kröfunni
um friðhelgi einkalífs felst því ekki aðeins það, að
ríkið gangi ekki á þennan rétt borgaranna, heldur
einnig að ríkinu sé skylt að setja reglur í löggjöf til að
Læknablaðið 2001/87 651