Læknablaðið - 15.07.2001, Page 67
UMRÆÐA & FRÉTTIR / TÆPITUNGULAUST
Árni
Björnsson
Að tala skýrt
Danska skáldið og spéfuglinn Piet Hein gefur
ræðumönnum eftirfarandi ráð.
Efað efnið reynist rýrt
er ráð að tala ekki skýrt.
Þýðing: Helgi Hálfdánarson
Skýr hugsun og skýr tjáning hugsunar ætti að vera
læknum öðrum fremur töm, að minnsta kosti er erfitt
að komast í gegnum læknanám öðruvísi en að beita
skýrri hugsun í einhverjum mæli. Pað væri því ekki
óeðlilegt að sú skýra hugsun sem fleytir mönnum í
gegnum læknanám nýttist þegar að því kemur að
nota fræðin.
En stundum læðist sú hugsun að mér, og því miður
oftar en sjaldnar með aldrinum, að það sé engin
trygging fyrir skýrri hugsun að ljúka háskólanámi
þótt það eigi að hafa skýra hugsun að leiðarljósi.
Stundum jafnvel þvert á móti. Getur verið að mjög
sérhæft nám þrengi hugarheiminn og hamli þannig
skýrri hugsun? Kannski er ég bara orðinn gamall og á
þessvegna erfiðara með að hugsa og tala skýrt!
Pessar hugleiðingar spruttu útfrá lestri á síðasta
hefti Læknablaðsins. Ekki vegna þess að í því hefti sé
meira af þokukenndri hugsun en í fyrri eintökum,
heldur vegna þess að þetta var síðasta heftið og lá því
við höggi. Sumum er eðlislægt að hugsa og tala skýrt,
öðrum reynist það örðugra og svo eru þeir sem eru
skýrir en nota skýrleikann til að sveipa orð sín og
hugsanir hulu, sem jafnvel hinum skýrustu reynist
erfitt að sjá í gegnum. Þetta gildir þó fremur um
greinda stjórnmálamenn en lækna. I þennan flokk
falla hinir „heimsku en greindu þrjótar“, svo ég vitni
aftur í Piet Hein.
Þessi þankabrot tengjast fyrst og fremst
gagnagrunnsumræðunni í blaðinu en það eru fleiri
mál sem tengjast læknastéttinni sem hafa verið til
umræðu í þjóðfélaginu undanfarið og á ég þar við
sameiningu sjúkrastofnana sem varðar ekki aðeins
þá kollega sem verða fyrir barðinu á samrunanum
heldur hitt að harla lítil vitræn umræða hefur farið
fram um það hverjum þessi sameining þjóni,
sjúklingunum, læknunum eða stjórnvöldunum? Um
þetta ættu læknar að reyna að hugsa og tala skýrt.
Þrátt fyrir alla umræðuna um gagnagrunninn
liggur það alls ekki skýrt fyrir, hver tilgangur hans er
og hverjum hann muni gagnast þegar upp er staðið.
Þó ætti hverjum meðalskýrum manni að vera ljóst að
nærlæg gagnsemi hans þjónar fyrst og fremst
fyrirtækinu de Code Genetics ehf. Um fjærlægari
gagnsemi er allt hulið þoku, en jafnvel meðalskýrum
læknum ætti að vera ljóst að grunnurinn mun ekki
frelsa okkur íslendinga frá sjúkdómum, hvað þá
leysa heilbrigðisvanda heimsbyggðarinnar, en það
var hluti af dulbúningnum til að villa um fyrir skýrum
sem óskýrum. Önnur flík í dulargervinu var gróða-
flíkin. Hún virtist í upphafi vera svo þéttofin að jafn-
vel hinum skýrustu skaust að sjá í gegnum hana en er
nú orðin svo götótt að ekki þarf nema meðalskýr-
leika til að sjá að það er rýrt sem hún á að hylja. En
snúum okkur þá að síðasta Læknablaði en þar
þvældist grein varaformanns LI dálítið fyrir mér og
kann að vera að það sé frekar af óskýrleika mínum
en efnistökum greinarhöfundar.
Þar sem ég verð að telja að stefnan í greininni
tengist stefnu stjórnar LÍ hlýt ég að draga þá ályktun
að sú stefna sé ekki nægilega skýr. Vill stjórn LÍ að
læknar beygi sig undir það að starfa undir valdboði
við skrásetningu sjúklinga sinna í miðlægan gagna-
grunn? I greininni er gefið í skin að samningurinn um
gagnagrunninn verði gerður við stjórn Landspítala
háskólasjúkrahúss, hvort sem læknaráði spítalans
líkar betur eða verr. Þar með er látið að því liggja að
samráðið við læknaráð spítalans sé „einskonar
svartipétur" þar sem fyrirfram er ákveðið að sótinu
verði smurt á nef læknanna. Þó er öllum ljóst að lögin
um miðlægan gagnagrunn eru ónýtt plagg ef læknar
neita að hlýða þeim öðruvísi en að upplýst, skriflegt
samþykki sjúklinga komi til. Því spyr ég: Hver er að
blekkja hvern? Hvernig ætlar stjórn LI að bregðast
við því ef læknaráð spítalans neitar að taka þátt í gerð
gagnagrunnsins, nema kröfunni um upplýst sam-
þykki verði fullnægt? Má ráðið vænta stuðnings
stjórnarinnar?
Getur stjórn LI fallist á að réttindi almennings
verði „viðunandi"? Er nokkuð „viðunandi“ annað
Læknabladið 2001/87 663