Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.07.2001, Page 77

Læknablaðið - 15.07.2001, Page 77
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ÚRSKURÐUR SIÐANEFNDAR annars vegar tilgáta um staðreynd, það er að segja að reynsla af aðgerðunum sé ekki til staðar á bæklunar- deild Landspítala, og hins vegar ábending til sjúklinga um að kanna réttmæti tilgátunnar. Þessum orðum hafi verið beint til sjúklinga sem þegar hefðu leitað til læknanna. Ekki sé vafi á að reynsla læknis af tiltekinni tegund læknisaðgerðar skipti sjúkling máli, þegar hann ákveður, hvort hann vilji gangast undir hana. Fyrir liggi, að tilgáta læknanna hafi verið rétt; umrædd reynsla hafi ekki verið til staðar. Fráleitt sé að halda því fram að læknarnir hafi brotið gegn 29. gr. siðareglna lækna um að lækni sé „skylt að sýna öðrum læknum drengskap og háttvísi jafnt í viðtali sem umtali, ráðum sem gerðum og hann skal forðast að kasta rýrð á þekkingu eða störf annarra lækna.“. Þeir hafi ekki gert annað en að benda sínum eigin sjúklingum á staðreynd um hagi á bæklunardeild Landspítala, sem reynist vera sönn og sannarlega skipti máli fyrir sjúklingana. Það sé eins og telja megi siðaregluna geta bannað læknum að segja satt. Það sé eins og telja megi siðaregluna vernda lækna, sem bjóðast til að taka að sér tilteknar læknisaðgerðir, fyrir því að sjúklingarnir fái fyrirfram vitneskju um reynslu þeirra af slíkum aðgerðum. Að minnsta kosti megi aðrir læknar ekki láta þeim slíka vitneskju í té. I henni felist einhvers konar „stéttvísi" læknis gagn- vart öðrum læknum, sem sé brýnni skyldum hans við sjúklingana, og geti meðal annars bannað honum að upplýsa þá um staðreyndir varðandi sjúkdóma þeirra og heppilegustu læknisaðgerðir við þeim. Læknir virðist samkvæmt þessu alls ekki mega skýra sjúklingi sínum frá því, að óheppilegt kunni að vera fyrir hann að leita með sjúkdóm sinn til læknis sem ekki hafi sérþekkingu eða reynslu af því að fást við hann. Við slíka túlkun á siðareglunum virðist litið framhjá þeim meginviðhorfum sem reglurnar hvíli á og varði skyldu lækna við sjúklinga þeirra. Um það efni megi til dæmis vísa til 1. gr. siðareglnanna, 22. gr. og upphafsákvæðis 23. gr. Raunar komi megin- skyldur læknis við sjúklinga sína fram í heitorðum þeim sem hann undirriti við útskrift úr læknadeild Háskóla íslands. Verði ekki betur séð en fullyrðing um brot gegn 29. gr. siðareglnanna feli hreinlega í sér túlkun á siðareglunum yfir í andhverfu sína. Framar meginskyldum lækna við sjúklinga sína virðast standa skyldur við stéttarbræðurna, sem meðal annars feli þá í sér skyldu til að skýra sjúklingum sínum ekki frá atriðum sem máli skipta við meðferð á sjúkdómi þeirra þó að sönn séu, ef þau atriði snerti þekkingu annarra lækna og reynslu. NIÐURSTAÐA Bréf læknanna þriggja verður ekki skilið öðruvísi en svo að ástæða sé til þess að efast um hæfni og reynslu þeirra lækna sem fyrirhugað er að framkvæmi umræddar aðgerðir. Slík ummæli um starfsbræður geta verið brot á 29. gr. siðareglna lækna. Til þess ber þó að líta að því eru takmörk sett hverjar skorður læknum eru settar í þessu efni. Of þröng túlkun gæti leitt til þess að menn teldu sér ekki fært að veita „second opinion" svo alþekkt dæmi sé tekið. Verður því að líta til þess í hvaða samhengi ummæli eru sett fram og af hvaða ástæðum. Læknarnir þrír segjast í bréfi sínu hafa frétt að taka ætti upp krossbandaaðgerðir á bæklunardeild Landspítala Hringbraut en í gögnum þeim sem Siðanefnd hefur borist kemur fram að deila var á milli þeirra og heilbrigðisyfirvalda um hver þátttaka ríkisins skyldi vera í kostnaði vegna aðgerða sem þeir framkvæmdu. Ekki kemur fram að haft hafi verið samband við sjúklinga þeirra og þeim boðnir aðrir valkostir, einungis að það hafi verið í bígerð. Af síðustu málsgrein bréfsins má ráða að bréf- ritarar vilji upplýsa sjúklinga sína um að aðrir kostir séu í boði, vilji menn fá gert að krossböndum með liðspeglunartækni, væntanlega þeir kostir að leita til lækna á Landspítala háskólasjúkrahúsi. Hins vegar tekst ekki betur til en svo að fyrr í bréfinu láta þeir að því liggja að reynsla sé ekki til staðar þar og benda á það í lokin að þeir sjálfir hafi framkvæmt um 300 krossbandaaðgerðir á síðastliðnum fimm árum. Á Landspítala háskólajúkrahúsi eru starfandi sérfræð- ingar í bæklunarskurðlækningum sem eru fullfærir um að framkvæma krossbandaaðgerðir þar á meðal Brynjólfur Jónsson og er því reynsla til staðar þar. Telur siðanefnd að með bréfi sínu brjóti læknarnir Ásgeir Kárason, Brynjólfur Jónsson og Stefán Carlsson gegn 29. gr. siðareglna lækna. ÚRSKURÐARORÐ Læknarnir Ásgeir Kárason, Brynjólfur Jónsson og Stefán Carlsson brutu gegn siðareglum lækna með bréfi sínu frá 23. ágúst síðastliðnum. Allan V. Magnússon ÁsGEIR B. ELLERTSSON Haukur Magnússon (Rétt er að taka fram að beinar tilvitnanir í úrskurði Siðanefndar eru birtar óbreyttar.) Læknablaðið 2001/87 673

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.