Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2001, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 15.12.2001, Blaðsíða 13
FRÆÐIGREINAR / SKYNDIDAUÐI UTAN SPÍTALA Skyndidauði utan spítala á Reykj avíkursvæðinu árin 1987 til 1999 af öðrum ástæðum en hjartasjúkdómum Ágrip Sigurður Marelsson, Gestur Þorgeirsson Slysa- og bráðasvið Landspítala Fossvogi. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Gestur Þorgeirsson, slysa- og bráðasviði Landspítala Fossvogi, 108 Reykjavík. Sími: 525 1000; bréfasími: 525 1552; netfang: gesturth@landspitali.is Lykilorð: skyndidauði af öðrum ásíœðum en hjartasjúkdómum, innri ogytri orsakir, sjálfsvig. Tilgangur: Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna sérstaklega þau tilfelli skyndidauða utan sjúkrahúsa á Reykjavíkursvæðinu, sem hafa orðið af öðrum ástæðum en hjartasjúkdómum síðustu 13 ár, frá 1. janúar 1987 til 31. desember 1999. Efniviður og aðferðir: Læknar neyðarbflsins hafa haldið nákvæmar skrár yfir öll tilfelli skyndidauða sem hafa tekið mið af alþjóðlegu skráningarkerfi, Utsteinstaðlinum. Tilfellum var skipt í tvo megin- flokka, það er tilfelli sem urðu vegna ytri ástæðna annars vegar og innri ástæðna hins vegar. Til ytri ástæðna töldust sjálfsvíg, lyfjaeitranir, áverkar, drukknanir og tilfelli rakin til köfnunar. Til innri ástæðna töldust einkum ýmiss konar blæðingar, súrefnisþurrð, vöggudauði og ýmsir sjúk- dómar aðrir en hjartasjúkdómar. Niðurstöður: Af 738 tilfellum voru 140 eða 19% talin vera skyndidauði af öðrum ástæðum en hjarta- sjúkdómum. Níutíu og tvö tilfelli af 140 eða 66% reyndust hafa orðið vegna ytri ástæðna. Innri ástæður voru greindar í 48 (34%) tilfellum. Meðalaldur var 46 ár (staðalfrávik (standard deviation, SD): 24,3 ár). Karlar voru 85 af 140 (61%) og konur 55 (39%). Meðalútkallstími var fimm mín- útur. Af 140 einstaklingum náðu einungis níu (6%) að lifa áfallið af, þar af fjórir sem voru nær drukkn- aðir, fjórir nær kafnaðir og einn eftir „lyfjaeitrun“. Alyktanir: I þessari rannsókn var Utsteinstaðli fylgt við birtingu niðurstaðna og eru því lyfjaeitranir og sjálfsvíg ekki flokkuð saman. Svo virðist þó sem flest ef ekki öll tilfelli lyfjaeitrana hafi verið í sjálfs- vígstilgangi. Að undanskildum hjartasjúkdómum voru lyfjaeitranir og sjálfsvíg samanlagt algengustu ástæður skyndidauða utan spítala í þeim tilvikum sem áhöfn neyðarbfls var kölluð til. Árangur af endurlífgunartilraunum er mun lakari þegar ástæða skyndidauða er önnur en hjartasjúkdómur. Hlutfalls- lega flestir lifðu af þegar um „köfnunar-“ eða „drukknunartilfelli" var að ræða. Inngangur í áhöfn neyðarbílsins er einn deildarlæknir og tveir sérhæfðir sjúkraflutningamenn og fylgja þeir leið- beiningum Ameríska hjartafélagsins (American Heart Association) og Evrópska endurlífgunarráðs- ins (European Resuscitation Council) um sérhæfða endurlífgun. Læknar neyðarbflsins hafa haldið ná- ENGLISH SUMMARY Marelsson S, Þorgeirsson G Sudden noncardiac arrest out-of-hospital in the Reykjavík area 1987-1999 Læknablaðið 2001; 87: 973-8 Purpose: The purpose of this investigation was to study specifically those cases of sudden death out-of-hospital in the Reykjavik area that were due to non-cardiac causes the last 13 years, from January 1987 to December 31, 1999. Material and methods: The doctors of the emergency ambulance have kept detailed files for all cases of sudden death according to international system of documentation, the Utstein protocol. The cases were divided into two major groups, i.e. on one hand cases due to outer causes and on the other hand cases due to inner causes. Outer causes included suicide, intoxication by drugs, trauma, drowning and cases due to asphyxia. Inner causes included various types of bleeding, hypoxia, cot death and various diseases other than heart disease. Results: From 738 cases 140 or 19% were thought to be due to sudden non-cardiac death. Ninety-two cases of those 140 or 66% were due to outer causes. Inner causes were diagnosed in 48 (34%) cases. Mean age was 46 years (standard deviation, SD: 24.3 years). Men were 85 of the 140 cases (61 %) and women 55 (39%). Mean response time was five minutes. Of the 140 individuals only nine (6%) survived, of those four had sustained near-drowning, four near suffocation and one drug intoxication. Conclusions: In this study the data were reported in accordance with the Utstein protocol and therefore drug intoxication and suicide are not grouped together. However, most if not all cases of drug intoxication appear to have occurred in an attempt of suicide. Except for cardiac disease drug intoxication and suicides were together the most common causes of sudden death out- of-hospital in those instances attended by the crew of the emergency ambulance. The results of resuscitation attempts are much worse when the cause for sudden death is non-cardiac. Survival was relatively best in cases of “suffocation” or “drowning”. Key words: sudden non-cardiac arrest, inner and outer cause, suicide. Correspondence: Gestur Þorgeirsson. E-mail: gesturth@landspitali.is kvæmar skrár um öll tilfelli skyndidauða utan sjúkra- húsa á Reykjavíkursvæðinu og nágrenni þess. Skrán- Læknablaðið 2001/87 973
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.