Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2001, Blaðsíða 27

Læknablaðið - 15.12.2001, Blaðsíða 27
FRÆÐIGREINAR / HIRSCHPRUNGS SJÚKDÓMUR Hirschprungs sjúkdómur á íslandi 1968-1998 Elísabet S. Guðmundsdóttir1, Guðmundur Bjarnason2, Jónas Magnússon' 'Handlækningadeild Landspítala Hringbraut, 2Barnaspítali Hringsins Landspítala Hringbraut. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Elísabet S. Guðmundsdóttir Sahlgrenska Universitetssjukhuset, Plastikkirurgiska klinikken, Gröna Stráket 8,413 45 Göteborg, Sverige. Netfang: elisabetsgud@hotmail.com Lykilorð: Hirschprungs sjúkdómur, taugahnoðalaus, Swensons aðgerð. Ágrip Inngangun Hirschprungs sjúkdómur er meðfæddur garnasjúkdómur þar sem taugahnoðafrumur (gang- lion cells) vantar í vöðvahjúps- (Auerbach) og slím- húðarbeðs- (Meissner) taugaflækjur garnaveggsins. Sjúkdómurinn einkennist af garnastíflu og afleiðing- um hennar. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna tíðni sjúkdómsins á íslandi, einkenni og aldur sjúklinga við greiningu, tegund og árangur aðgerða og fylgikvilla. Efniviður og aðferðir: Um afturskyggna rann- sókn er að ræða. Allar sjúkraskrár barna (n=13; 11 drengir, tvær stúlkur) sem lögðust inn á Landspítal- ann (síðar Landspítala Hringbraut) með greining- una Hirschprungs sjúkdómur frá 1. janúar 1969 til 31. desember 1998 voru yfirfarnar. Niðurstöður. Tíðni Hirschprungs sjúkdóms á íslandi er eitt af 10.000 fæddum börnum, af þeim eru 85% drengir. Öll börnin fæddust fullburða eftir eðlilega meðgöngu. Ekki kom fram fjölskyldusaga um Hirschprungs sjúkdóm. Meðalaldur við fyrstu innlögn á sjúkrahús var 20 (1-136) dagar og meðal- aldur við greiningu 166 (5-623) dagar. I öllum tilfell- um var meðferð hafin með ristilraufun og endanleg skurðaðgerð að hætti Swensons var gerð við 18,6 mánaða meðalaldur. Útbreiðsla Hirschprungs sjúk- dóms í görn var hjá 10 sjúklingum (77%) bundin við endaþarm og bugaristil og hjá einum sjúklingi náði sjúkdómurinn til alls ristilsins. Fylgikvillar eftir að- gerð urðu hjá 53% sjúklinganna og var samvaxta- garnastífla algengust. Hægðavenjur eftir aðgerð voru eðlilegar hjá 85% barnanna. Ályktanin Tíðni Hirschprungs sjúkdóms á íslandi er lægri en annars staðar. Meðalaldur við greiningu er sex mánuðir, en henni mætti flýta með því að fá grun um sjúkdóminn fyrr, en rúmlega 60% barna með Hirschprungs sjúkdóm útskrifast með ranga greiningu eftir fyrstu innlögn á sjúkrahús. Fylgi- kvillar eftir aðgerð eru algengir, en sumum þeirra gæti fækkað í framtíðinni með tilkomu kviðsjár- aðgerða. Árangur aðgerðanna með tilliti til hægða- venja er góður samanborið við önnur uppgjör. Inngangur Hirschprungs sjúkdómur er meðfæddur garnasjúk- dómur þar sem taugahnoðafrumur (ganglion cells) vantar í vöðvahjúps- (Auerbach) og slímhúðarbeðs- (Meissner) taugaflækjur garnaveggsins. Vöntunin byijar alltaf við innri endaþarmshringvöðvann og nær mislangt upp eftir ristlinum. ENGLISH SUMMARY Guðmundsdóttir ES, Bjarnason G, Magnússon J Hirschprung s disease in lceland 1969-1998 Læknablaðið 2001; 87: 987-9 Introduction: Hirschprung s disease (HD) is a congenital disease characterized by the absence of myenteric and submucosal ganglion cells in the distal alimentary tract and results in decreased motility in the affected bowel segment. The purpose of this study was to review the incidence, presentation, treatment and operative results in children with Hirschprung's disease in lceland. Material and methods: Thirteen infants with Hirschprung's disease (11 boys and two girls) were treated in Landspítal- inn University Hospital between January 1969 and Decem- ber 1998. The records of these patients were reviewed retrospectively. Results: The incidence of Hirschprung's disease in lceland is 1/10,000 and 85% of those are boys. All the infants were born full term. No family history and no associated abnormalities were noted. The mean age at first admission was 20 (1-136) days and mean age at diagnosis was 166 (5-623) days. Swenson's pull-through (two- or three-stage procedure) was carried out in all patients at the mean age of 18.6 months. The extent of aganglionosis was rectosigmoid colon in 10 patients (77%) and one patient had total colonic aganglionosis. Post- operative complications occurred in seven patients (53%), adhesion ileus being the most common complication. Long term bowel function was satisfactory in 85% of the patients. Conclusions: The incidence of Hirschprung's disease in lceland is iow. Mean age at diagnosis is six months. Sixty percent of the children are discharged with a wrong diagnosis after first admission to hospital and this could be improved by diagnosing the disease at an earlier stage. Postoperative complications are common but no deaths occurred. Bowel function following definitive correction is good compared to other studies. Key words: Hirschprung's disease, aganglionic, Swenson's procedure. Correspondence: Elísabet S. Guðmundsdóttir. E-mail: elisabetsgud@hotmail.com Orsök sjúkdómsins er ókunn, en rannsóknir hafa sýnt fram á skort á viðloðunarsameindum (neural cell adhesion molecules) í þeim hluta garnaveggsins þar sem taugahnoðafrumurnar vantar (1). Ójafnvægi verður á ítaugun garnarinnar þar sem staðbundinn skortur verður á framleiðslu nituroxíðs og kólínvirkni verður of mikil (2). Af- Læknaulaðið 2001/87 987
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.