Læknablaðið - 15.12.2001, Blaðsíða 21
FRÆÐIGREINAR / FÉLAGSLEGAR AÐSTÆÐUR ÖRYRKJA
Menntun, störf
öryrkjar
og tekjur þeirra sem
á íslandi árið 1997
urðu
Sigurður
Thorlacius1-2,
Sigurjón B.
Stefánsson13,
Stefán Ólafsson4
'Tryggingastofnun ríkisins,
dæknadeild Háskóla íslands,
’taugalækningadeild Land-
spítala, 4Félagsvísindastofnun
Háskóla íslands. Fyrirspurnir,
bréfaskipti: Siguröur
Thorlacius, Tryggingastofnun
ríkisins, Laugavegi 114,150
Reykjavík. Sími: 560 4400;
bréfasími: 562 4146; netfang:
sigurdur.thorlacius@tr.is
Lykilorð: örorka, félagslegar
aðstœður öryrkja, menntunar-
stig öryrkja, störf öryrkja.
Ágrip
Inngangur: Umtalsverðar upplýsingar eru til um
heilsufar öryrkja á íslandi, en minni um félagslegar
aðstæður þeirra. Félagslegar aðstæður voru því kann-
aðar og er hér lýst menntunarstigi, störfum og tekjum
einstaklinga sem nýlega voru metnir til örorku. Pegar
könnunin var gerð var örorka ennþá metin á grund-
velli heilsufarslegra, félagslegra og fjárhagslegra for-
sendna. Meginmarkmið rannsóknarinnar var að
kanna í hve miklum mæli félagslegar aðstæður ný-
skráðra öryrkja eru frábrugðnar aðstæðum þjóðar-
innar almennt.
Efniviður og aðferðir: I símtali var lagður fyrir listi
með spurningum um félagslegar aðstæður. í úrtaki
voru allir sem fengu á árinu 1997 í fyrsta sinn örorku-
lífeyri, örorkustyrk eða endurhæfingarlífeyri. Svör
öryrkjanna voru borin saman við svör við þjóðmála-
könnunum Félagsvísindastofnunar Háskóla Islands,
þar sem svarendahópurinn endurspeglaði vel þjóðina
eftir kyni, aldri og búsetu. Aflað var upplýsinga um
meðaltekjur öryrkja og þær bomar saman við meðal-
tekjur vinnandi fólks.
Niðurstöður: Menntunarstig öryrkjanna reyndist
lægra og þeir höfðu í meiri mæli unnið við ófaglærð
störf en gengur og gerist hjá þjóðinni. Minna var um
að öryrkjarnir hefðu einungis unnið heima en þjóðin
almennt. Nokkuð var um að öryrkjarnir væru enn í
launaðri vinnu, einkum örorkustyrkþegar. Meðal-
tekjur íslendinga sem virkir eru á vinnumarkaði virð-
ast vera nær tvöfalt hærri en meðaltekjur öryrkja.
Alyktanin Þar eð saman fara lægra menntunarstig
og þrengri atvinnutækifæri hjá öryrkjum en hjá þjóð-
inni almennt, má álykta að aukin starfsendurhæfing og
fjölbreyttari námstækifæri kynnu að geta bætt stöðu
þeirra sem eru að detta út af vinnumarkaði vegna
heilsubrests, lágs menntunarstigs og erfiðra starfa.
Inngangur
Langvarandi óvinnufærni á rætur að rekja til heilsu-
farslegra, félagslegra og fjárhagslegra aðstæðna (1-4).
Á íslandi var örorka metin á grundvelli heilsufars-
legra, félagslegra og fjárhagslegra forsendna allt til 1.
september 1999 (5-6). Örorkulífeyrir var metinn
samkvæmt 12. grein almannatryggingalaganna (7),
en samkvæmt henni áttu þeir rétt til örorkulífeyris
sem voru „öryrkjar til langframa á svo háu stigi að
þeir eru ekki færir um að vinna sér inn 1/4 þess er
andlega og líkamlega heilir menn eru vanir að vinna
sér inn í því sama héraði við störf sem hæfa líkams-
ENGLISH SUMMARY
Thorlacius S, Stefánsson SB, Ólafsson S
Educational level, occupation and income of
those who became disability pensioners in
lceland in the year 1997
Læknablaðið 2001; 87: 981-5
Introduction: All claims for disability benefits in lceland
are managed by the State Social Security Institute of
lceland. The decision to grant a claimant disability benefits
was until September 1999 mainly based on medical
certificates but social and economic factors were also
taken into consideration. As information on social and
economic conditions in medical certificates is limited it
was decided to investigate these factors particularly. In
this paper a comparison of educational level, employment,
and income is made between new recipients of disability
benefits and a random sample of the lcelandic nation.
Material and methods: All new recipients of disability
benefits (full disability pension, partial disability pension
and rehabilitation pension) in 1997 were contacted by
phone and asked to answer a questionnaire. Their
answers were compared with those obtained in a national
survey carried out by the Institute of Social Sciences at the
University of lceland in 1996 and 1997 with a sample
representing accurately the lcelandic population in terms
of gender, age and place of residence. Information about
average income of disability pensioners was obtained and
compared to that of people in employment.
Results: Educational level of those receiving disability
benefits was considerably lower than expected in compari-
son with the population and unskilled workers were over-
represented. Contrary to what might be expected a larger
proportion of the recently disabled have been employed at
some time than is the case for the national sample, even
though 63.6% of the new disability pensioners were
women. Considerable number of those receiving disability
benefits were still in employment, particularly those with
partial disability pension. Mean monthly income of
lcelanders participating in the labour market was almost
twice that received by those on disability benefits.
Conclusions: Since lower educational level and more
restricted employment opportunities characterize disability
pensioners as compared to the nation, it seems likely that
more varied occupational rehabilitation and educational
opportunities could improve the situation of those who
have had to leave the labour market because of ill health,
lack of education and poor working conditions.
Key words: disability, disability pension, social
circumstances, education level, occupation, work
participation, social security.
Correspondence: SigurðurThorlacius. E-mail:
sigurdur.thorlacius@tr.is
Læknablaðið 2001/87 981