Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2001, Blaðsíða 40

Læknablaðið - 15.12.2001, Blaðsíða 40
UMRÆÐA & FRÉTTIR / „SAMNINGANEFNDARFRUMVARPIÐ Læknafélögín mótmæla frumvarpí heilbrigðisráðherra - ítarleg umsögn læknafélaganna um „samninganefndarfrumvarpið" Heilbrigðisráðherra hefur lagt fram frum- varp til breytinga á lögum um heilbrigðisþjónustu og lögum um almannatryggingar sem hefur verið all- nokkuð til umræðu að undanförnu. Á aðalfundi LÍ kynnti ráðherra þetta frumvarp sem „samninga- nefndarfrumvarpið" og starfsmenn ráðuneytisins greindu frá meginefni þess á málþingi á aðalfundin- um. Heilbrigðis- og trygginganefnd Alþingis óskaði eftir umsögn LI um frumvarpið og fékk hana um miðjan nóvember. Gera læknafélögin ýmsar athuga- semdir við frumvarpið og vara við því að það verði samþykkt óbreytt. Meginefni frumvarpsins felst í því að inn í 42. grein laga um heilbrigðisþjónustu nr. 97/1990 er bætt þremur málsgreinum. Sú fyrsta er svohljóðandi: „42.3. Ráðherra markar stefnu um forgangsröðun verkefna í heilbrigðisþjónustu. Ráðherra er heimilt að grípa til nauðsynlegra ráðstafana til að framfylgja stefnu um forgangsröðun, stuðla að aukinni hag- kvæmni og tryggja gæði heilbrigðisþjónustu." I næstu málsgrein eru kveðið á um að ráðherra skipi eina samninganefnd sem semji við „sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmenn um greiðsluþátttöku almannatrygginga vegna heilbrigðisþjónustu og við fyrirtæki og stofnanir vegna sambærilegrar þjónustu sem þar er veitl. ... Samningar nefndarinnar skulu gerðir í samræmi við skilgreind markmið, sbr. 3. mgr. 42. gr., og með tilliti til hagkvæmni og gæða þjón- ustunnar. Samningarnir skulu m.a. kveða á um magn og tegund þjónuslu og hvar hún skuli veitt.“. í þriðju málsgreininni er ráðherra heimilað að gera verk- samninga og samninga um rekstrarverkefni sam- kvæmt ákvæðum laga um fjárreiður ríkisins. „Dreifð og ósamhæfð" þjónusta Um markmiðin með þessu frumvarpi sagði ráðherra meðal annars á aðalfundi LI: „Eins og áður greindi hefur mikil vinna verið lögð í stefnumörkun og áætl- anagerð á síðustu árum og ýmislegt hefur breyst varðandi stjórn málaflokksins, svo sem flutningur sjúkrahúsa og heilsugæslu til ríkisins. Pegar kemur að sérfræðilæknisþjónustu, sem ýmist er veitt af læknum á eigin stofu, eða á göngudeild sjúkrahúss, er stjórn hennar hins vegar enn „dreifð og ósamhæfð".... Fyrirkomulag sérfræðiþjónustu utan stofnana hefur þannig að talsverðu leyti ráðist af fjölda sér- frœðinga á viðkomandi sviðum og því hvort þeir sjálfir kjósa að veita þjónustuna innan eða utan stofn- ana. Erfitt hefur því reynst að framfylgja markmiðum heilbrigðisyfirvalda varðandi forgangsröðun." Eftir að hafa talið upp samninganefndirnar þrjár sem eru nú við lýði sagði ráðherra: „Þið vitið það og ég veit það að ekki hefur verið nægilegt samræmi í þessum samningum. Læknar hafa getað ílutt sig á milli samninga eftir því hvar þeir fá best greitt fyrir vinnu sína. Þetta hefur m.a. leitt til þess að erfitt hef- ur reynst að halda utan um útgjöld vegna samninga við lækna." Lakari þjónusta, lengri biðlistar Stjórnir Læknafélags íslands, Læknafélags Reykja- víkur, Sérfræðingafélags íslenskra lækna og Félags íslenskra heimilislækna fjölluðu um frumvarpið og sendu heilbrigðis- og trygginganefnd Alþingis ítar- legar athugasemdir sem fylla 16 blaðsíður. Þar segir í inngangi: „Hér er um tillöguflutning að ræða um veigamikið málefni, sem þarfnast ítarlegrar meðferðar Alþingis. Gefur hann tilefni til að ætla að ráðherra skuli falið víðtækara og nánast ótakmarkað vald til að ákvarða magn heilbrigðisþjónustu og stýra því, hvar hún sé veitt. í frumvarpinu er fjallað um umfangsmikla sjálf- stæða starfsemi lækna í heilbrigðisþjónustunni, sem er hágæðaþjónusta í nútíma læknisfræði, að fullu kostnaðargreind og skýr, - sem stjórnlitla og ósam- hæfða afgangsstærð í aukahlutverki." Félögin vekja athygli á því að þrátt fyrir að kostn- aður ríkisins af sjálfstæðri starfsemi lækna sé veruleg- ur, um 10% af fjárveitingum til Landspítala háskóla- sjúkrahúss, sé lagalegt umhverfi þessarar starfsemi afar fábrotið. Fyrir henni sé þó löng hefð og hún njóti stuðnings almennings í landinu. Nú sé hins vegar ætlunin að færa læknisverk með beinni stýringu frá einu rekstrarformi til annars. „Læknafélögin vara við því. að ráðstafanir sem orðaðar eru í greinargerð með frumvarpinu vegna þjónustu við sjúklinga utan sjúkrahúsa munu leiða til lengri biðlista, en áður hafa þekkst hér á landi. Ekkert bendir til, að þær leiðir, sem notaðar eru til að fjármagna sjúkrahúsin, að göngudeildarþjónusta þeirra eða núverandi fyrirkomulag umbunar starfs- manna ráði við þær lækningar, sem hugur stendur til að flytja inn á sjúkrahúsin og þar með leggja af á stofum lækna. M 1000 Læknablaðið 2001/87
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.