Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2001, Blaðsíða 47

Læknablaðið - 15.12.2001, Blaðsíða 47
UMRÆÐA & FRÉTTIR / FRAMTÍÐ LANDSPÍTALA / KLÍNÍSKAR LEIÐBEININGAR hægt að ljúka bráðabirgðaástandinu mun fyrr en dönsku ráðgjafarnir áætluðu. Pað fer þó allt eftir því hvernig fjármögnun verður háttað. Fjármögnun þessara bygginga er vonlaus eftir hefðbundnum leiðum, það er árlegum framlögum á fjárlögum. Það verður bæði að fá fjárfesta til að byggja og eiga húsnæðið með langtímaleigu til spít- alans og fá til dæmis lífeyrissjóði landsins til að lána spítalanum það fjármagn sem þarf til framkvæmd- anna. Til þess að dæmið gangi upp rekstrarlega þarf nauðsynlega að breyta fjármögnun rekstrarins og taka upp afkastatengt fjármögnunarkerfi. Núverandi álmur eru A,B,E og G. Mögulegar viðbœtur eru H, K og J. Milli E og H bygginga kœmi glergangur til að auðvelda tengsl innan spítalans. Greining og meðferð háþrýstings hjá öldruðum í ÁRSBYRJUN 2001 GAF SCOTTISH INTERCOLLEGIATE Guideline Network (SIGN) út klínískar leiðbeiningar um greiningu og meðferð háþrýstings hjá öldruðum. Hér er um að ræða landsleiðbeiningar sem unnar voru á mjög vandaðan hátt og grundvallast á gagn- reyndri (evidence based) læknisfræði. Eftir ítarlegan undirbúning, þar sem margir hafa komið að yfirlestri og faglegri rýni, hefur stýrihópur um klínískar leið- beiningar ákveðið í samráði við formenn félaga hjarta-, heimilis- og öldrunarlækna að mæla með þeim leiðbeiningum sem fylgja á næstu síðum. Lítils- háttar breytingar hafa verið gerðar í samantekt á ís- lensku, auk þess sem gefnir eru upp fleiri kostir við val á aðferð þegar vísað er í áhættumat. Markmið þessara leiðbeininga er að stuðla að bættri greiningu og meðferð háþrýstings hjá öldruð- um og draga þannig úr óæskilegum áhrifum háþrýst- ings á heilsufar og færni einstaklingsins. Það er vel sannað að meðferð háþrýstings minnkar umtalsvert líkur á fylgikvillum hjarta- og æðasjúkdóma (til dæmis heilablóðföllum, hjarta- og nýrnabilun) og lækkar dánartíðni. Á hinn bóginn hefur einnig verið sýnt fram á að bæði greiningu og meðferð háþrýstings er ábótavant hjá eldra fólki. Það er erfitt að alhæfa um árangur meðferðar háþrýstings hjá háöldruðum einstaklingum (eldri en 80 ára). Þó rannsóknir sýni að eldri einstaklingar (65- 80 ára) hafa meira gagn af lyfjameðferð háþrýstings en þeir sem yngri eru, þá er ljóst að árangur með- ferðar hjá háöldruðum er umdeildari enda studdur færri og smærri rannsóknum auk þess sem ákveðið forval á heilbrigðari einstaklingum hefur oft átt sér stað. Því er mikilvægt að taka tillit til sérstöðu þeirra sem eru háaldraðir, með fjölsjúkdóma og færniskerð- ingu og gæta sérstakrar varúðar bæði við val og endurskoðun á lyfjameðferð háþrýstings. Aðalsteinn Guðmundsson Læknablaðið 2001/87 1007
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.