Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2001, Blaðsíða 22

Læknablaðið - 15.12.2001, Blaðsíða 22
FRÆÐIGREINAR / FÉLAGSLEGAR AÐSTÆÐUR ÖRYRKJA kröftum þeirra og verkkunnáttu og sanngjarnt er að ætlast til af þeim með hliðsjón af uppeldi og undan- farandi starfa". Samkvæmt 13. grein sömu laga er Tryggingastofnun ríkisins (TR) heimilt að veita ör- orkustyrk þeim sem skortir að minnsta kosti helming starfsorku sinnar eða sem stundar fullt starf, en verð- ur fyrir verulegum aukakostnaði sökum örorku sinn- ar. Samkvæmt 8. grein laga um félagslega aðstoð (8) er tímabundið heimilt að greiða endurhæfingarlíf- eyri, þegar ekki verður séð hver örorka einstaklings verður til frambúðar eftir sjúkdóma eða slys. Endur- hæfingarlífeyrir svarar fjárhagslega til örorkulífeyris, að því undanskildu að sjúkrahúsvist skerðir ekki endurhæfingarlífeyri. Þessar bætur eru allar bundnar við aldurinn 16 til 66 ára. I gagnasafni TR eru umfangsmiklar upplýsingar um heilsufar öryrkja á íslandi og eru algengustu heilsufarslegar forsendur örorku geðraskanir og stoðkerfisraskanir (5,9). Ekki var hins vegar vitað hvaða félagslegu þættir hefðu mest samband við ör- orku. Upplýsingar um þessa þætti eru forsenda þess að unnt sé að bæta stöðu öryrkja eða fyrirbyggja ör- orku, til dæmis með markvissri starfsendurhæfingu. í gagnasafni TR eru ekki heildstæðar upplýsingar um félagslegar aðstæður öryrkja. Voru þær því kannaðar sérstaklega. Voru niðurstöðurnar bornar saman við þjóðina þar sem hægt var. Reyndist vera mestur munur á milli hópanna í menntunarstigi og starfs- reynslu. I þessari grein er fjallað um þessa félagslegu þætti. Auk þess eru meðaltekjur öryrkjanna bornar saman við meðaltekjur þeirra sem virkir eru á vinnu- markaði. Meginmarkmið rannsóknarinnar var þann- ig að meta í hve miklum mæli félagslegar aðstæður öryrkja annars vegar og þjóðarinnar í heild hins vegar eru frábrugðnar. Efniviður og aðferðir Þessi könnun var unnin í samvinnu TR og Háskóla íslands (læknadeildar og Félagsvísindastofnunar). Um var að ræða spurningakönnun á félagslegum að- stæðum, með fyrirmynd í norrænum lífskjarakönn- unum (10). Starfsmenn TR lögðu símleiðis fyrir lista með spurningum varðandi félagslegar aðstæður. Fé- lagsvísindastofnun annaðist úrvinnslu gagnanna. Úr- takið var fengið úr skrá TR yfir öryrkja og í því voru allir sem fengu á árinu 1997 í fyrsta sinn örorkulífeyri, örorkustyrk eða endurhæfingarlífeyri (hér eftir nefndir öryrkjar). Alls var um að ræða 1196 manns, en þegar spurningalistinn var lagður fyrir reyndust sumir vera látnir, fallnir af örorkuskrá eða vera ófær- ir um að svara. Alls náði könnunin þannig til 967 ný- skráðra öryrkja. Spyrlar tóku skýrt fram að könnunin væri vísindalegs eðlis, að heimill væri að neita að svara einstökum spurningum eða þátttöku í könnun- inni í heild og að svör viðmælanda myndu ekki hafa nein áhrif á afgreiðslu mála hans íTR. Símakönnunin hófst í janúar 1997 og henni lauk í mars 1998. Listinn samanstóð af 51 spurningu. Hér er einungis fjallað um niðurstöður úr svörum við þriðjungi spurning- anna. I þeim tilvikum sem upplýsingar um öryrkja eru bornar saman við upplýsingar um þjóðina á aldrinum 18-75 ára er um tölfræðilega lýsandi samanburð að ræða sem segir í hvaða mæli svarendahópur öryrkj- anna er svipaður eða frábrugðinn þjóðinni allri með tilliti lil viðkomandi atriða. í þessum tilvikum voru spurningarnar sem lagðar voru fyrir öryrkjana sam- hljóða spurningum sem lagðar voru fyrir úrtak af þjóðinni. Ekki er með þessu verið að gera tilraun til að skýra mun milli þessara ólíku hópa, heldur ein- ungis að lýsa dreifingu viðkomandi efnisþátta milli hópanna. Það er gagnlegt til að lýsa aðstæðum og ein- kennum öryrkja að gera slíkan samanburð við þjóð- ina í heild, en þar sem ekki eru um að ræða tilraun til að skýra muninn og því síður að meta vægi einstakra skýringarþátta, þá telst ekki ástæða til að staðla samanburðinn eftir aldri, búsetu, kyni, stétt og því um líku. Upplýsingarnar um þjóðina sem notaðar eru koma úr þjóðmálakönnunum Félagsvísindastofnun- ar á árunum 1996 og 1997 og er byggt á svarendahóp- um úr tveimur 1500 manna úrtökum samanlögðum, þar sem gild svör eru yfirleitt á þriðja þúsund. Þjóð- málakannanir Félagsvísindastofnunar eru viðtals- kannanir í síma þar sem dæmigert úrtak þjóðarinnar er spurt um ýmis þjóðmálaatriði sem nýtast bæði í hagnýtum og fræðilegum tilgangi (11). Svörun í þess- um könnunum var á bilinu 65-70% og svarendahóp- urinn endurspeglaði þjóðina eftir kyni, aldri og bú- setu með ágætum. Svör um atvinnu voru flokkuð inn í alþjóðlegt flokkunarkerfi ISOC (ILO) eftir á af starfsfólki Fé- lagsvísindastofnunar. Byggt var á staðfærslu Hag- stofu íslands og Félagsvísindastofnunar á ISOC kerf- inu (12). Við tölfræðilega úrvinnslu var notað kí-kvaðrats marktæknipróf (13). Félagsvísindastofnun hefur starfsleyfi frá tölvu- nefnd sem felur í sér að stofnunin hefur tilkynningar- skyldu um einstakar kannanir, en sérstaks leyfis var aflað frá nefndinni vegna þessarar könnunar á félags- legum aðstæðum öryrkja. Rannsóknin þótti ekki þess eðlis að ástæða væri til að óska eftir samþykki vís- indasiðanefndar. Niðurstöður Alls náði könnunin til 967 öryrkja. Fullnægjandi svör fengust frá 671 eða 69,4%, sem telst góð svörun. Það var öryrkinn sjálfur sem svaraði spurningalistanum í 94,5% tilvika, en aðstandandi í 5,5% tilvika. Svar- endur voru á aldrinum 17 til 67 ára. Meðalaldur þeirra var 49 ár (staðalfrávik 13,6). Skipting milli kynja var þannig að konur voru 63,6% og karlar 36,4% og voru konur því mun stærri hluti öryrkja- 982 Læknablaðið 2001/87
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.