Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2001, Blaðsíða 23

Læknablaðið - 15.12.2001, Blaðsíða 23
FRÆÐIGREINAR / FÉLAGSLEGAR AÐSTÆÐUR ÖRYRKJA hópsins en var meðal þjóðarinnar almennt, þar sem hlutfall kvenna var nálægt helmingi. Þá var meðal- aldur þjóðarinnar árið 1997 tæplega 35 ár, þannig að öryrkjarnir voru að meðaltali 14 árum eldri (skrif- legar upplýsingar til Stefáns Ólafssonar frá Hagstofu Islands). Örorkulífeyrisþegar voru 330, örorkustyrk- þegar 119 og endurhæfingarlífeyrisþegar 222. Um 80% svarenda voru jákvæðir í viðtalinu og um 4% neikvæðir, en 16% voru hvorki jákvæðir né neikvæð- ir, að mati spyrla. Tveir af hverjum þremur sögðu að þeir hefðu átt mjög auðvelt með að svara spurning- unum og 26% til viðbótar sögðu það hafa verið frek- ar auðvelt. Einungis um 3% sögðu það hafa verið erfitt að svara spurningunum. Um 97% sögðust fúsir að taka þátt í sams konar könnun síðar meir. Þessi svör sýna að ástand öryrkjanna var almennt ekki þannig að það hamlaði framkvæmd könnunarinnar. I töflum I til III eru svör nýskráðu öryrkjanna borin saman við svör slembiúrtaks af íslendingum á aldrinum 18 til 75 ára. Tölfræðilega marktækur mun- ur (öryggismörk 0,0001) er á dreifingu hópanna í þessum töflum. í töflu I er borið saman menntunarstig nýskráðra öryrkja og þjóðarinnar. Samanburður á tölunum fyrir öryrkjana og þjóðina sýnir að menntunarstig ör- yrkjanna er mun lægra en gengur og gerist hjá þjóð- inni. Stór hluti öryrkjanna hefur horfið frá námi eftir grunnskóla og tiltölulega fáir hafa lokið framhalds- námi. I töflu II eru borin saman störf öryrkja og þjóðar- innar. í fyrsta dálki töflunnar eru sýnd aðalstörf ör- yrkjanna eftir að skólagöngu lauk, en í öðrum dálki hvert síðasta starf var. Þriðji dálkurinn sýnir svo hvernig starfandi hluti þjóðarinnar á könnunartím- anum skiptist. Nærtækast er að bera saman dálka tvö og þrjú, en með því að líta einnig til fyrsta dálksins má fá traustari mynd af starfsreynslu öryrkjanna al- mennt. Nýskráðu öryrkjarnir hafa mun oftar en þjóð- in almennt starfað sem ófaglært verkafólk eða við sjómennsku. í töflu III kemur fram í hvaða atvinnugrein öryrkj- arnir starfa eða störfuðu síðast. Þar má sjá athygli- verðan mun á öryrkjum og þjóðinni. Öryrkjar koma í meiri mæli úr fiskveiðum og fiskvinnslu en þjóðin al- mennt og í minni mæli úr opinberri þjónustu og bygg- ingariðnaði. Heldur stærri hluti öryrkja starfaði við verslun, samgöngur og þjónustu en þjóðin á árinu 1996 (14). Tafla IV sýnir svör öryrkjanna um atvinnuþátt- töku undanfarna sex mánuði og hvort þeir hafi verið í launaðri vinnu þegar spurt var. Tölfræðilega mark- tækur munur (öryggismörk 0,001) var á svörunum við báðum spurningunum eftir örorkubótaflokkum, en ekki eftir kyni, aldri, menntun eða fyrri störfum. Af þeim 122 sem sögðust vera í vinnu, sögðu 32 (26,2%) vinnuviku sína undanfarinn mánuð hafa verið 15 klukkustundir eða minna, 41 (33,6%) sagði Table 1. Educational level: a comparison between all new recipients of disability benefits in 1997 and a random nationai sample investigated 1997. New Random recipients %* national sample %** Primary and lower secondary education 55.3 34.7 Short vocational training 14.0 12.3 Vocational education 14.8 19.9 Grammar school education 9.7 16.1 University education 4.8 16.0 No answer 1.4 1.0 Total percentage 100 100 Total number 671 2166 * Age between 17 and 67. ** Age between 18 and 75. Table II. Main occupation after leaving school and most recent occupation of new recipients of disability benefits in 1997 as compared with occupation of a random national sample investigated 1997. Most recent Main occupation occupation of Occupation of of disability disability a random beneficiaries % beneficiaries % national sample % Administrators 0.9 0.7 8.0 Specialists 4.2 3.7 10.8 Technicians/office workers 15.1 13.3 13.5 Service workers (unskilled) 18.0 20.7 16.7 Skilled craftsmen 11.3 10.7 11.0 Unskilled workers 28.2 32.4 17.0 Working at home 5.5 4.6 14.7 Farmers 5.8 3.4 3.3 Seamen 9.7 7.4 2.7 No answer 1.3 3.1 2.3 Total percentage 100 100 100 Total number 671 671 2166 Table III. Most recent sector of employment. A comparison between all new recipients of disability benefits in 1997 and a random national sample investigated 1996. New Random recipients 1997 % national sample 1996 %* Agriculture 5.8 5.1 Fishing 8.6 4.9 Fish processing 10.9 6.0 Construction 4.0 7.3 Other industrial work 10.2 11.1 Public service 23.5 31.9 Trade/transport/services 37.0 33.7 Total percentage 100 100 Total number 643 1602 * See (14). Table IV. Work participation ofnew recipients ofdisability benefits. Employment during the last six months (%) Employed now (%) Number of answers Full disability pension 49 (16.3) 34 (11.3) 301 Partial disability pension 64 (56.6) 45 (39.8) 113 Rehabilitation pension 53 (24.8) 42 (19.6) 214 vinnuvikuna hafa verið á bilinu 16-25 klukkustundir, 35 (28,7%) sögðu hana lengri en 25 klukkustundir, en 14 (11,5%) svöruðu ekki. Spurt var hvort öryrkinn treysti sér til að vinna einhver störf nú. Þessu svöruðu 223 (33,2%) játandi, Læknablaðið 2001/87 983
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.