Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2001, Blaðsíða 31

Læknablaðið - 15.12.2001, Blaðsíða 31
FRÆÐIGREINAR / MAURASYKING Blóðsjúgandi nagdýramaur leggst á fólk á Islandi Ágrip Karl Skírnisson Tilraunastöð Háskóla íslands í meinafræði að Keldum, 112 Reykjavík. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Karl Skírnisson Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum, 112 Reykjavík. Netfang: karlsk@hi.is Lykilorð: blóðsjúgandi maur, Ornithonyssus bacoti, Meriones unguiculatus, lsland, ofnœmisviðbrögð. Áttfætlumaurinn Ornithonyssiis bacoti er blóðsjúg- andi sníkjudýr sem lifir oftast á nagdýrum en leitar einnig á fólk. Þegar maurinn sýgur blóð úr mönnum myndast oftast kláðabólur á stungustaðnum. Sumar- ið 2001 varð þess vart að O. bacoti var að sjúga blóð úr fólki á heimili á Reykjavíkursvæðinu. Barst óvær- an þangað með stökkmúsum (Meríones unguicu- latus) sem keyptar höfðu verið nokkrum mánuðum áður í gæludýraverslun. Eftir öra tímgun maursins á stökkmúsunum tók hann að leggjast á heimilisfólkið og olli verulegum óþægindum. Kjöraðstæður virðast vera fyrir maurinn til að fjölga sér í húsum hér á landi því tegundin þrífst best við 24-26° hita og 47% raka. í greininni er líffræði maursins reifuð og varað við þessum nýja landnema. Inngangur í júlíbyrjun 2001 kom fjölskylda sem býr á Reykjavík- ursvæðinu að Tilraunastöðinni á Keldum með mánað- argamlan, nýdauðan stökkmúsarunga (Meriones unguiculatus). Oskað var eftir því að óværa sem sést hafði á unganum með berum augum yrði greind til tegundar. Jafnframt var óskað eftir upplýsingum um það hvort kláðabólur á dreng, sem geymt hafði stökkmúsafjölskyldu í búri við hliðina á rúminu í herbergi sínu, gætu stafað af þessari óværu. Maurinn og lifnadarhættir hans Stökkmúsarunginn var skolaður í 70% alkóhóli og óværan drepin. Við það féllu úr feldinum ríflega 100 maurar (mynd 1) og voru þeir á hinum ýmsu þroska- stigum. Smásjárathugun gaf strax til kynna að hér var á ferðinni sníkjudýr sem lifir á blóði, því meltingar- færi flestra mauranna voru blóði fyllt. Ákvörðun teg- Mynd 1. Ornithonyssus bacoti, fullvaxið kvendýr. Ljósm.: Karl Skírnisson. ENGLISH SUMMARY Skírnisson K The tropical rat mite Ornithonyssus bacoti attacks humans in lceland Læknablaðið 2001; 87: 991 -3 In summer 2001 the obligate, intermittent tropical rat mite Ornithonyssus bacoti attacked humans in an lcelandic household where infected Mongolian gerbils (Meriones unguiculatus), bought in a local pet shop, had been kept for few months. After a rapid proliferation the mite started attacking the humans living in the house. A boy sharing room with the pets suffered from extensive dermatitis. Optimal conditions for O. bacoti are at 24-26°C and a relative humidity of 47%. Similar conditions frequently occur indoors in lcelandic premises. Therefore, if O. bacoti has been noticed indoors, necessary measures should be undertaken to immediately eliminate the pest. Key words: blood-sucking mite, Ornithonyssus bacoti, Meriones unguiculatus, lceland, dermatitis. Correspondence: Karl Skírnisson. E-mail: karlsk@hi.is undarinnar eftir sérstökum greiningarlykli (1) sýndi að hér var um að ræða áttfætlumaurinn Ornitho- nyssus bacoti. Frekari eftirgrennslan leiddi í ljós að maurinn fannst einnig í stökkmúsabúri í versluninni sem selt hafði gæludýrin. Líkur benda því til þess að óværan hafi verið til staðar á stökkmúsunum þegar þær voru keyptar. Erlendis gengur O. bacoti iðulega undir nafninu „hitabeltis-rottumaurinn“. Upphaflega lifði hann á baðmullarrottunni Sigmodon hispidus en barst af henni yfir á rottur af ættkvíslinni Rattus og dreifðist með brún- og svartrottum um heiminn (2). Auk þess- ara hýsla getur maurinn lifað góðu lífi á ýmsum öðr- um nagdýrum og tímabundið lifir hann einnig á fugl- um. Maurinn þrífst best þar sem hlýtt er og ekki allt of þurrt en kjörlífsskilyrði tegundarinnar eru við 24- 26°C hita og 47% raka (3). Maurinn lifir eingöngu á blóði. Hann heldur lengstan tíma ævinnar kyrru fyrir í bæli eða hreiðri hýsilsins en leitar á hann til að sjúga blóð. Sýnt hefur verið fram á að hver maur þarf að sjúga blóð að minnsta kosti fjórum sinnum til að ná fullum þroska (3,4). Kvenmaurarnir verpa um 100 eggjum á ævinni og er eggjunum orpið í hreiður nagdýrsins. Lirfan sem Læknablaðið 2001/87 991
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.