Læknablaðið - 15.12.2001, Blaðsíða 46
UMRÆÐA & FRÉTTIR / FRAMTÍÐ LANDSPÍTALA
Hvar á að byggja?
Ólafur Örn
Arnarson
Höfundur er læknir.
í Læknablaðinu 11/2001 er viðtal við Bjarna
Torfason, formann skipulags- og þróunarnefndar
læknaráðs Landspítala háskólasjúkrahúss. I því
kemur fram að nefndin virðist vera komin að niður-
stöðu hvar framtíðaruppbygging Landspítala eigi að
verða. Pví miður er það svo að engin opin umræða
hefur farið fram um málið innan spítalans áður en
hún er flutt á opinberan vettvang í Læknablaðinu.
Ummæli formanns um breytta afstöðu lækna er því
alger ágiskun og að klína sjúkdómsgreiningunni
„húsasótt” á þá sem ekki eru nefndinni sammála er
auðvitað ótrúlegt af svona miklum akademíkerum.
Ráðgjafar Ementor, sem undirritaður hefur starf-
að mikið með, fyrst að úttekt á Sjúkrahúsi Reykja-
víkur og eftir sameiningu að úttekt á húsnæði Land-
spítala háskólasjúkrahúss, leggja fyrst og fremst til að
núverandi húsnæði verði nýtt eins og koslur er. Peir
gera sér grein fyrir því að ekki verður auðvelt að fá
fjármagn til að gera allt sem hugurinn girnist á sem
stystum tíma. Því hefur meginsjónarmið þeirra verið
að finna hagkvæmustu lausnina, sem jafnframt getur
skilað viðunandi árangri faglega séð. Því er það að
ráðgjafarnir telja einsýnt að nota þurfi báðar núver-
andi lóðir við Hringbraut og í Fossvogi áfram. Hins
vegar þurfi að koma á eðlilegri verkaskiptingu á milli
lóðanna og stefna að því að sameina kjarnastarfsemi
sómatískrar bráðaþjónustu á öðrum staðnum og
flytja þangað þær deildir sem henni fylgja. Fyrr næst
ekki sú hagræðing sem stefnt var að með sameiningu
spítalanna. Á hinni lóðinni verði síðan ýmis önnur
starfsemi, til dæmis geðdeildir, endurhæfingardeildir,
langlegudeildir, rannsóknarstofur og þjónustustarf-
semi ýmiss konar til dæmis eldhús.
Eftir miklar vangaveltur varð niðurstaða þeirra sú
að Fossvogur hentaði betur til bráðastarfseminnar og
voru færð ýmis rök fyrir því.
Meginrök skipulags- og þróunarnefndar fyrir því
að velja Hringbraut eru nálægð við Háskólann. Á
fundi þróunarnefndar síðastliðið haust var þetta atriði
rætt, meðal annars af fulltrúum háskólans, Jónasi
Magnússyni og Mörgu Thome. Pau voru bæði mjög
eindregið á því að það skipti engu máli fyrir háskóla-
hlutverkið hvor lóðin yrði valin. Því hlutverki yrði vel
borgið á hverjum þeim stað sem spítalinn yrði rekinn
á, enda er fyrsta hlutverk hans að sjálfsögðu þjónusta
við sjúklinga. Það var einnig fróðlegt að fylgjast með
umræðum á málþingi í tengslum við aðalfund LÍ þar
sem menn ræddu nauðsyn þess að auka verulega
sjálfstæði læknadeildar gagnvart yfirstjórn Háskólans.
Vandamálin við að byggja ný hús á Hringbraut eru
erfiðleikar við að tengja þær þeim húsum sem fyrir
eru. Sænsku arkitektarnir sögðu til dæmis að ekki
mætti byggja fyrir sunnan elsta húsið. Það mætti
ekkert skyggja á það. Eina leiðin til að byggja er að
rífa um 10 þúsund fermetra húsnæðis, þar á meðal
Eirberg. Marga Thome benti á að fyrst yrði þá að
byggja yfir þá starfsemi sem þar færi fram, það er
kennslu hjúkrunarfræðinga. Það gæti tekið nokkur
ár. Barnadeild og kvennadeild verða í mjög slæmum
tengslum við þjónustudeildir ef aðaðalbyggingin yrði
þar sem Eirberg er nú. White arkitektar leggja einnig
til að D-álma verði rifin og nýbyggingar reistar þar.
Eina önnur röksemdin sem Bjarni nefnir fyrir því
að byggja við Hringbraut er að sú lóð sé nálægt
miðborginni! Alls staðar annars staðar reyna menn
að hafa spítala miðsvæðis með tilliti til byggðar og
tryggja greiðan og þægilegan aðgang þeirra sem
þangað eiga erindi, ekki síst í slysatilfellum. Á það
má benda að Fossvogslóðin er við Kringlumýrar-
braut og auðvelt að tengja hana beint við, Miklabraut
er stutt frá og Reykjanesbraut sömuleiðis. Verði af
jarðgöngum undir Kópavogsháls munu þau opnast
við lóðarmörkin.
I Fossvogi hagar svo til að þar er möguleiki á 300
rúma legudeildum sem munu geta þjónað mjög vel
næstu áratugina. Breyta þarf nokkrum deildum í A-
álmu á þann hátt sem verið er að breyta A-6 en þá
verða þar eingöngu eins og tveggja manna herbergi
með góðri hreinlætisaðstöðu. Legudeildir B-álmu
eru nýjustu og fullkomnustu legudeildir sem til eru á
landinu. Nýbúið er að endurnýja skurðstofur á E-5.
Með því að byggja H-álmu fyrir nýja slysadeild, við-
bót við röntgendeild á þriðju hæð og skurðstofur á
þeirri fimmtu er möguleiki að nýta mestalla E-álmu
án breytinga. Gjörgæsla yrði á fjórðu hæð og sjötta og
sjöunda færu undir skrifstofur og aðstöðu stúdenta.
Fljótlega eftir að H-álma kæmist í gagnið væri hægt
að flytja alla bráðastarfsemi lyflækninga og skurð-
lækninga í Fossvog. I framhaldi af því þyrfti að byggja
K-álmu fyrir þau um það bil 150 rúm sem vantaði til
að flytja barnadeild og kvennadeild einnig í Fossvog.
Ráðgjafar Ementor hafa lagt til að byggt verði eitt
hús yfir rannsóknarstofur sem nú eru dreifðar á ein-
um fimm stöðum um borgina. Flestir telja að það hús
verði að vera í nálægð við bráðaþjónustuna og sú
hugmynd er sett fram á teikningunni sem J-álma. Það
hús væri að sjálfsögðu mögulegt að reisa annars stað-
ar á lóðinni. G-álma yrði notuð fyrir göngudeildar-
starfsemi en síðar má skoða hvort þörf verður á að
rífa hana og byggja nýja sjö hæða álmu þar.
Þannig væri búið að ná meginmarkmiði samein-
ingarinnar og ef fjármagn verður fyrir hendi væri
1006 Læknablaðið 2001/87
J