Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2001, Blaðsíða 32

Læknablaðið - 15.12.2001, Blaðsíða 32
FRÆÐIGREINAR / MAURASÝKING Mynd 2. Maurínn Orninllionyssus bacoli fer stundum yfir á menn, sýgur úr þeim bláb og t kjölfariS myndast kláöabólur. Misgandar kláöabólur voru um allan líkama drengsins á myndinni. Ljósm.: Karl Skírnisson. skríður úr eggi er sexfætt. Hún nærist ekki en þrosk- ast þegar í áttfætta, blóðsjúgandi gyðlu (proto- nympf). Sú þroskast í sveltandi gyðlustig (deuto- nympf), forvera fullorðnu blóðþyrstu mauranna. Við hagstæð skilyrði tekur það maurana einungis 11 til 16 daga að ná kynþroska eftir að eggjunum sem þeir skriðu úr var verpt (3,4). Fullorðnir maurar geta lifað í 62-70 daga (3,4). Þeir verða um 1 mm langir og sjást auðveldlega með berum augum, sérstaklega á Ijósum feldi eða á ljósu undirlagi. Maurarnir eru ágætlega hreyfanlegir og geta flakkað alllangt frá uppvaxtarstað í leit að blóði (5). Velþekkt er að þeir leggist á fólk þar sem rottur hafa haldið til (3-5) en ekki geta þeir lifað á mönnum að staðaldri (2). Lýsing á útbrotum Iðulega verða menn varir sársauka þegar maurinn stingur til blóðs. Fólk sem næmt er fyrir biti maursins hleypur upp á stungustaðnum og dæmigerð ofnæmis- eða kláðabóla myndast (5). Séu bitin mörg geta út- brot orðið veruleg. Drengurinn sem átti áðurnefndar stökkmýs var með á að giska 200-300 mismunandi gömul bit og voru þau dreifð um allan líkamann (mynd 2). Skýr- ingin á þessum mikla fjölda bita var sú að drengurinn geymdi stökkmýsnar í búri við höfðagaflinn á rúmi sínu, þannig að stutt var fyrir maurana að fara í rúmið til hans. Þá hafði ekki verið skipt um hreiðurefni í búrinu í um um það bil sex vikur og maurinn því fengið að fjölga sér þann tíma óáreittur. Mun minna bar á biti á öðru heimilisfólki, enda svaf það annars staðar í húsinu. Tók alveg fyrir bit eftir að stökkmýsnar höfðu verið fjarlægðar, húsa- kynnin ryksuguð hátt og lágt, föt og rúmföt þvegin og mauraeitri dreift þar sem borið hafði á óværunni. Sjúkdómshætta I tilraunum hefur verið sýnt fram á að O. bacoti getur hýst jafnt sjúkdómsvaldandi bakteríur (Yersinia pestis, Rickettsia typlii, R. skari og Coxiella biirnettii) sem veirur (Eastem Equine encephalitis, St. Louis encephalilis) og borið milli hýsla. Almennt er þó álit- ið að hættan á því að þessir sjúkdómsvaldar berist í menn við raunverulegar aðstæður sé óveruleg (4-6). Því hljóta líkurnar á því að smitast af ofantöldum sjúkdómsvöldum, sem ekki eru landlægir hér á landi, að vera óverulegar. Viðbrögð við maurasýkingum Verði gæludýraeigendur þess varir að fá kláðabólur eftir að hafa meðhöndlað gæludýr, ekki einungis stökkmýs heldur einnig mýs, rottur, hamstra og jafn- vel fugla, getur það bent til þess að O. bacoti, eða ein- hver önnur blóðsjúgandi óværa, sé að htjá gæludýrin og óværan hafi leitað yfir á eigandann. Áður hefur komið fram að blóðsjúgandi maurar halda yfirleitt kyrru fyrir í hreiðri dýranna nema á meðan þeir eru að næra sig. Þar sem lífsferill mauranna tekur skemmst 11 daga á að vera hægt að útrýma O. bacoti með því að hreinsa búr gæludýranna vandlega á 10 daga fresti í nokkur skipti sé þess gætt að henda öllu hreiðurefni og rusli í lokuðum plastpoka, úða skor- dýraeitri á alla fleti búrsins og láta við upphaf útrým- ingaraðgerða meðhöndla dýrin með eitri sem drepur maura. Leiki grunur á því að maurar hafi borist út fyrir búrið er rétt að ryksuga herbergið vel og láta úða mauraeitri þar. Maurinn hefur fundist áður hér á landi en líklega dáið út Fyrir tæpum þremur áratugum varð þess vart að O. bacoti angraði fólk hér á landi. Sjö tilfelli voru skráð í Hafnarfirði og eitt í Reykjavík. í öllum tilvikum var talið að óværan hefði borist frá hreiðrum brúnrotta (Rattus norvegicus) sem oftast héldu til undir gisnum gólfum sem maurarnir komust upp í gegnum (7). Svo virðist sem þessi faraldur hafi gengið yfir því engar upplýsingar eða vísbendingar bárust næsta aldar- fjórðunginn að Tilraunastöðinni á Keldum um að O. bacoti væri að plaga fólk hérlendis. Þessi skoðun er einnig studd þeirri staðreynd að O. bacoti fannst ekki við sníkjudýrafræðilegar athuganir á brúnrottum sem veiddar voru í Reykjavík á árunum 1997 og 1998 (8). Þá ber þess og að geta að maurinn hefur aldrei fund- ist á íslenskum haga- og húsamúsum (Apodemus 992 Læknablaðið 2001/87
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.