Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2001, Blaðsíða 35

Læknablaðið - 15.12.2001, Blaðsíða 35
FRÆÐIGREINAR / BRÉFASKIPT Með víðari skýringum á afbrigðilegu bakflæði til dæmis breytingar á pH frá 7 niður í 5 sem bak- flæðisatvik fara fleiri börn á meðferð. Niðurstaðan að 90% barna urðu betri á meðferð er mjög hvetj- andi og áhugaverð en erfitt er að sjá út frá fram- setningu niðurstaðna hvort börnin sváfu betur eða hvort þau voru með færri vélindabakflæðisein- kenni sem leiddu til pH mælinganna í upphafi eða hvort átt er við öndunareinkenni eingöngu. Og enn aftur: eru til mælingar fyrir og á meðferð? Ef börnin sváfu betur hve mörg þeirra fóru jafnframt í gegnum svefnráðgjöf barnadeildarinnar í Fossvogi sem hefur sýnt ágætis árangur? Allar þessar spurn- ingar vöknuðu við lestur greinarinnar og munu höfundur vafalítið svara þeim í framtíðargreinum sem leiðandi aðilar í rannsóknum a vélindabak- flæði á íslandi. Með þessu bréfi ljúkum við skrifum okkar um þessa einstöku grein. Lúther Sigurðsson Úlfur Agnarsson sérfræðingar í meltingarsjúkdómum barna Heimildir 1. Hákonarson H, Þórsson A. Algengar orsakir svefnröskunar hjá íslenskum börnum sem gangast undir svefnrannsókn. Læknablaðið 2001; 87: 799-804. 2. Pope CE 2nd. Acid-reflux disorders. N Engl J Med 1994; 331: 656-60. 3. Guill ME Respiratory manifestations of gastroesophageal reflux in children. J Asthma 1995; 32:173-89. 4. Wysowski DK, Corken A, Gallo-Torres H, Talarico L, Rodriguez EM. Postmarketing reports of QT prolongation and ventricular arrhythmia in association with cisapride and Food and Drug Administration regulatory actions. Am J Gastroenterol 2001; 96:1698-703. Svar við athugasemd vegna vísindagreinar Höfundar þakka þeim Lúther Sigurðssyni og Úlfi Agnarssyni fyrir áframhaldandi áhuga þeirra á grein okkar, Algengar orsakir svefnröskunar hjá íslenskum börn- um sem gangast undir svefnrannsókn. Við viljum árétta, eins og segir í svari okkar til þeirra LS og ÚA í Læknablað- inu, 11 tölublað, 87 árg., 2001: „Ef ekki komu fram tengsl vélindabakflæðis við óreglu á öndunarmunstri, lækkun á súrefnismettun cða röskun á svefnstigum var rannsóknin talin eðlileg og barnið ekki mcðhöndlað.“ Niðurstöður rannsóknar- innar sýna hins vegar að þessi tengsl komu fram hjá nokkrum börnum sem höfðu sýrufall sem ekki náði niður í 4 á pH mæli, en allir mælar voru stilltir með skekkju- mörkum sem eru innan við 0,05 á pH mæli (5%). Þessi börn svöruðu lyfjameðferð til jafnst við þau böm sem höfðu sýrufall sem náði niður fyrir 4 á pH mæli. Vel er þekkt að lyfjasvörun einstaklinga er afar breytileg, sumir svara ákveðnum lyfjum vel, aðrir ekki og sumir fá aukaverkanir en aðrir ekki. Ekki væri óhugsandi að næmi barna/sjúklinga við sýruáreiti gæti verið breytilegt líka; að minnsta kosti gefur rannsókn okkar til kynna að svo megi vera. Það væri því mikilvægt að rann- saka þessa hluti til hlítar áður en farið er að alhæfa að ekki sé til sjúklegt vélinda- bakflæði nema pH fari niður fyrir 4. Eins og segir í niðurlagi greinar okkar: „Aðalmarkmið okkar með ritun vís- indagreinarinnar er að vekja athygli á þeirri staðreynd að svefnraskanir eru al- gengar hjá börnum. Rétt er að leggja áherslu á að rannsóknir á svefnvandamálum barna eiga sér skamma sögu bæði hér á landi og erlendis. Þegar nægilegur fjöldi sjúklinga hefur verið rannsakaður og nægilegur tími hefur gefist til eftirfylgdar, er áformað að rannsaka nánar hverja orsök svefntruflunar sérstaklega, þar með tal- ið kæfisvefn, vélindabakflæði, astma og blámaköst.“ Fyrir utan að benda þeim LS og ÚA á að fyrirtækið Jansen er sama fyrirtækið og Johnson & Johnson, teljum við að faglegum athugasemdum við greinina sé svarað. Eins og þeir LS og ÚA benda réttilega á í niðurlagi bréfsins var það ætíð ætlun okkar af fjalla á ítarlegri hátt um efnið í framtíðargreinum. Ekki efumst við um að þær greinar hljóti réttmæta ritrýni af fagaðilum. Hákon Hákonarson sérfræðingur í lungna- og öndunarfærsjúkdómum barna Árni Þórsson sérfræðingur í innkirtlasjúkdómum barna Sérlyfjatexti Seretide Seretide Diskus GlaxoSmithKline, R 03 AK 06 R.B Innúðaduft (duft í afmældum skömmtum til innúöunar með Diskus-tæki). Hver afmældur skammtur inniheldur: Salmeterolum INN, xínafóat 72,5 míkróg samsvarandi Salmeterolum INN 50 míkróg og Fluticasonum INN, própiónat 100 mikróg, 250 mikróg eða 500 mikróg. Ábendingar: Seretide er ætlað til samfelldrar meðferðar gegn teppu i öndunarvegi, sem getur gengið til baka, þ.m.t. astma hjá börnum og fullorðnum, þar sem samsett meðferð (berkjuvikkandi lyfs og barkstera til innöndunar) á við s.s.: Hjá sjúklingum sem svara viðhaldsmeöferð með langvirkandi berkjuvíkkandi lyfjum og barksterum til innöndunar. Hjá sjúklingum sem hafa einkenni þrátt fyrir að nota barkstera til innöndunar. Hjá sjúklingum á berkjuvíkkandi meðferð, sem þurfa barkstera til innöndunar. Skammtar og lyfjagjöf: Lyfið er eingöngu ætlað til innöndunar um munn. Ráölagöirskammtar fyrir fulloróna og börn eldri en 12óra: Einn skammtur (50 mikróg+100 mikróg, 50 mikróg+250 mikróg eða 50 mikróg+500 míkróg) tvisvar á dag. Sérstakirsjúklingahópar. Ekki þarf að breyta skömmtum hjá öldruðum eða sjúklingum með skerta nýrna- eða lifrarstarfsemi. Skammtastœröir handa bömum 4 ára og eldri: Einn skammtur (50 mikróg salmeteról og 100 mikróg flútikasónprópíónat) tvisvar á dag. Ekki eru til upplýsingar um notkun lyfsins hjá börnum yngri en 4 ára. Frábendingar: Þekkt ofnæmi gegn einhverjum af innihaldsefnum lyfsins. Varnaöarorð og varúðarreglur: Meðferð á teppu í öndunarvegi, sem getur gengið til baka, ætti venjulega að fylgja áfangaáætlun og svörun sjúklings ætti að meta út frá klinískum einkennum og lungnaprófum. Lyfið er ekki ætlað til meðhöndlunar á bráðum einkennum. í slíkum tilfellum ætti að nota stuttverkandi berkjuvíkkandi lyf (t.d. salbútamól) sem sjúklingar ættu ávallt aö hafa við höndina. Milliverkanir: Jafnvel þótt litið finnist af lyfinu í blóði er ekki hægt að útiloka milliverkanir viö önnur efni sem bindast CYP 3A4. Foröast ber notkun bæði sérhæfðra og ósérhæföra betablokka hjá sjúklingum með teppu í öndunarvegi, sem getur gengið til baka, nema að þörfin fyrir þá sé mjög brýn. Meöganga og brjóstagjöf: Notkun lyfja hjá þunguðum konum og hjá konum með barn á brjósti ætti einungis að ihuga þegar væntanlegur hagur fyrir móöur er meiri en hugsanleg áhætta fyrir fóstur eða barn. Það er takmörkuð reynsla af notkun á salmeterólxinafóati og flútikasónprópíónati á meðgöngu og við brjóstagjöf hjá konum. Við notkun hjá þunguðum konum skal ávallt nota minnsta virka skammt. Aukaverkanir: Þar sem lyfið inniheldur salmeteról og flútikasónprópiónat má búast viö aukaverkunum af sömu gerð og vægi og af hvoru lyfinu fyrir sig. Ekki eru nein tilfelli frekari aukaverkana þegar lyfin eru gefin samtímis. Hæsi/raddtruflun, erting í hálsi, höfuðverkur, sveppasýking i munni og hálsi og hjartsláttarónot sáust hjá 1-2% sjúklinga við klínískar rannsóknir. Eftirtaldar aukaverkanir hafa verið tengdar notkun salmeteróls eða flútikasón- própiónats: Salmeteról: Lyfjafræðilegar aukaverkanir beta-2-örvandi efna, svo sem skjálfti, hjartsláttarónot og höfuðverkur hafa komið fram, en hafa yfirleitt veriö tímabundnar og minnkað viö áframhaldandi meðferð. Algengar (>1°/o): Hjarta- og œöakerfi: Hjartsláttarónot, hraðtaktur. Miötaugakerfí: Höfuðverkjur. Stoökerfí: Skjálfti, vöövakrampi. Sjaldgæfar(<0,1%): Almennar:Ofnæmisviöbrögð, þ.m.t., bjúgur og ofsabjúgur (angioedema). Hjarta-og œöakerfi: Hjartsláttaróregla t.d. gáttatif (atrial fibrillation), gáttahraðtaktur og aukaslög. Húö: Ofsakláði, útbrot. Efnaskifti:Kaliumskortur i blóði. Stoökerfí:L\bverk]\r, vöðvaþrautir. Flútikasónprópíónat: Algengar(>1%): Almennar. Hæsi og sveppasýking i munni og hálsi. Sjaldgæfar(<0,1%): Húö: Ofnæmisviðbrögöum í húð. Öndunarvcgur. Berkjukrampi. Hægt er að minnka likurnar á hæsi og sveppasýkingum með þvi að skola munninn með vatni eftir notkun lyfsins. Einkenni sveppasýkingar er hægt að meðhöndla með staðbundinni sveppalyfjameðferð samtimis notkun innöndunarlyfsins. Eins og hjá öðrum innöndunarlyfjum getur óvæntur berkjusamdráttur átt sér stað með skyndilega auknu surgi eftir innöndun lyfsins. Þetta þarf að meöhöndla strax meö skjót- og stuttverkandi berkjuvikkandi lyfi til innöndunar. Hætta verður notkun strax, ástand sjúklings skal metiö og hefja aöra meðferð, ef þörf krefur. Pakkningar og verö: Diskus - tæki. Innúöaduft 50 míkróg + 100 míkróg/skammt: 60 skammtar x 1, 60 skammtar x 3. Innúðaduft 50 míkróg + 250 míkróg/skammt: 60 skammtar x 1, 60 skammtar x 3. Innúðaduft 50 mikróg + 500 míkróg/skammt: 60 skammtar x 1, 60 skammtar x 3. Seretide 50/100: 6.008 krónur, Seretide 50/250: 7.532 krónur, Seretide 50/500:10.045 krónur. 01.11.01 Tilvitnun 1: KR Chapman, N Ringdal Et al. Can. Respir. J. 1999; 6 (1): 45-51. Tilvitnun 2: G Shapiro ft aL. Am. J, Respir. CriLCare Med. 2000; 161:527-534. 1 GlaxoSmithKline Læknablaðid 2001/87 995
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.