Læknablaðið - 15.12.2001, Blaðsíða 69
UMRÆÐA & FRETTIR /BROSHORNIÐ 21
Bjarni Jónasson
Sendiö efni í anda
læknaskops í
Broshornið,
Læknablaðinu,
Hlíðasmára 8,
201 Kópavogi
eða í bréfasíma
564 4106
eða á netfang:
bjcirni.jonasson@
gb.hgsl.is
Getið þess hver
sendir, en það sem
birtist verður undir
dulnefni.
Læknablaðið áskilur
sér rétt til að lagfæra
texta.
Af „sjússuml‘ og blóðflæði
Kynöskur
„Ég er komin út af manninum mínum,“ sagði konan
við lækninn sinn. „Þegar við stundum kynlíf öskrar
hann alveg rosalega í hvert skipti sem hann fær full-
nægingu."
„Það er nú svo sem ekkert athugavert við það í
sjálfu sér. Mörgum konum finnst meira að segja
æsandi að heyra karlinn öskra," sagði læknirinn.
„Það þætti mér líka, ef hann væri ekki alltaf að
vekja mig með þessum öskrum."
Handþvottur
Þegar maður lendir í djúpum, heimspekilegum pæl-
ingum veltir maður því fyrir sér hvað skurðlæknar
hafa eiginlega verið að bardúsa, sem réttlætir allan
þennan handþvott!
Uppörvun
Ef þú ert niðurdreginn og heldur að þú þurfir víagra
skaltu hitta fagmann. Ef það dugar ekki geturðu farið
til læknis.
Hundrað pund
Lyflæknir og skurðlæknir hittust á götu í London.
Lyflæknirinn: „What did you operate Mr. Jones
for?“
Skurðlæknirinn: „A hundred pound."
Lyflæknirinn: „No, I mean what had he got?“
Skurðlæknirinn: „A hundred pound."
Enginn veit...
Þreyttur unglæknir heyrðist tauta fyrir munni sér við
enn ein bústaðarskiptin: „Enginn veit hvað átt hefur
fyrr en flutt hefur.“
Fljótt, fljótt
Er hröð fæðing ekki óðagot?
Sjúss fyrir háttinn
Læknar eru stundum spurðir út í atriði sem ekki er
auðvelt að svara. Stundum þyrfti læknirinn að spyrja
einhvers á móti.
Sjúklingurinn: „Er ekki í lagi þótt ég fái mér vískí-
sjúss fyrir háttinn?“
Læknirinn: „Ég fæ nú ekki séð að það geti skaðað
þig neitt að ráði.“
Það sem læknirinn vissi ekki var að sjúklingurinn
háttaði sig átta sinnum á dag.
Skorið við nögl
Margrét var nývöknuð eftir aðgerðina og garnir
hennar gauluðu. Sjúkraliðinn kom með kvöldmatinn
til hennar á bakka. Margrét leit yfir bakkann og gat
ekki orða bundist. „Kjötbiti sem er þynnri en blað-
síða í bók, kexkaka sem er jafnstór og baun og mat-
skeið af rjómaís. Kallar þú þetta kvöldmat?“
„Mér þykir það leitt,“ sagði sjúkraliðinn, „en
þetta er víst allt og sumt sem ég má færa þér að svo
stöddu. Get ég annars gert eitthvað annað fyrir þig?“
„Já þakk," sagði Margrét, „mér þætti vænt um að
þú sæktir frímerki handa mér svo ég geti lesið með
matnum."
Það sem sjúklingurinn má alls ekki heyra á
aðgerðarstofunni
„Flýtum okkur svo við missum ekki af Bráðavaktinni.“
„Þetta hláturgas er meiriháttar. Má ég fá aðeins í við-
bót?“
„Hafðu ekki áhyggjur. Ég held að hnífurinn bíti alveg
nógu vel.“
„Ég er ekki viss um hvað þetta er, en viltu fyrir alla
muni flýta þér að setja það á ís.“
„Vissi læknirinn að maðurinn mundi líta svona út
eftir aðgerðina?“
„Eldur, eldur, ailir út!“
„Hverdjö... hér vantarblaðsíðu47íkennslubókina."
„Það er best að varðveita þetta stykki. Við gætum
þurft á því að halda við krufninguna."
Hætt við aðgerð
Svo var það konan sem ætlaði að fara í aðgerð hjá
lýtalækni en hætti við þegar hún sá læknastofuna
hans skreytta með myndum eftir Picasso.
Heilræði
Farðu aldrei til læknis sem er með dauðar plöntur á
stofunni hjá sér.
Aukið blóðflæði
Læknaneminn var á fullu í andlegum undirbúningi
fyrir stefnumótið við draumadísina. Áætlunin gekk
út á að sækja dömuna og snæða síðan dýrindis kvöld-
verð á fínum veitingastað. Hvað síðan tæki við átti að
ráðast af aðstæðum. Læknaneminn hafði pata af því
að tiltekin pillutegund mundi auka blóðflæðið til
neðri hluta búksins. Hann var tilbúinn að leggja eitt
og annað á sig til þess að kynorkan yrði sem mest
þegar á hólminn væri komið. Hann gleypti því töflu
og fór svo og hitti dömuna. Stefnumótið endaði hins
vegar óvænt þar eð herrann fékk brátt gyllinæðar-
kast.
Læknablabið 2001/87 1029
L