Læknablaðið - 15.12.2001, Blaðsíða 57
UMRÆÐA & FRÉTTIR / LEIÐBEININGAR LÍ FRÁ 1993
Leiðbeiningar Læknafélags íslands um samskipti lækna
við framleiðendur og söluaðila lyfja og lækningatækja
Tillögur nefndar LÍ sem starfaði frá mars 1992 til apríl 1993
Inngangur
Pað er réttur framleiðenda og söluaðila lyfja og lækn-
ingatækja að geta komið á framfæri við lækna upplýs-
ingum um vörur sínar, séu upplýsingarnar byggðar á
traustum rökum og nái jafnt til kosta og galla. Enn-
fremur er þeim nauðsyn á samvinnu við lækna um
vöruþróun og rannsóknarstarf. Stuðningur fyrirtækj-
anna við fræðslu- og vísindastörf er læknastéttinni og
þjóðfélaginu nauðsynlegur.
Læknum ber að gæta þess að þessi samskipti
skerði á engan hátt læknisheiður né rýri hæfni þeirra
til að leggja hlutlægt mat á þá valkosti sem í boði eru
við meðferð sjúklinga. Hafi þeir sér til hliðsjónar
heitorð lækna, Codex Ethicus Læknafélags íslands
frá 1992, lög Læknafélags Islands og læknalög.
Eftirfarandi Ieiðbeiningar eiga að auðvelda
samskipti lækna og fulltrúa framleiðenda lyfja og
lækningatækja, svo að báðir hafi sóma af.
Fræðslu- og kynningarstarf söluaðila lyfja og
lækningatækja
1. Kynnum lyfja og lækningatækja ber að leita leyfis
yfirlæknis eða viðkomandi læknis fyrir kynningar-
fundi, og gera þá grein fyrir fundarefninu. Æski-
legt er að læknar taki í sameiningu á móti kynnum
lyfja og lækningatækja svo að umræður komi að
sem mestum notum í menntunarlegu tilliti.
2. Á fræðslu- og kynningarfundum er læknum heim-
ilt að þiggja hóflegar veitingar í fundarhléi. Ekki
er viðeigandi að læknar taki við öðrum gjöfum frá
kynningaraðilum en fræðsluefni og sýnishornum
sem tengjast því.
Stuðningur við endurmenntun og
viðhaldsmenntun lækna
1. Heimilt er þeim sem veita læknum endurmenntun
á fundum, námskeiðum og ráðstefnum að þiggja
stuðning framleiðenda og söluaðila lyfja og lækn-
ingatækja. Slíkur stuðningur skal að öðru jöfnu
takmarkast við fagleg og vísindaleg viðfangsefni
og vera án allra skuldbindinga um efnistök.
2. Læknar sem taka að sér fræðslu og fyrirlestrahald
í þágu framleiðenda og söluaðila lyfja og lækn-
ingatækja skulu fá greiddan útlagðan kostnað og
endurgjald fyrir vinnuframlag sitt í samræmi við
reglur Læknafélags íslands. Læknar eru frjálsir að
formi og innihaldi fyrirlestra sinna.
3. Læknum er heimilt að þiggja ferðastyrki fyrir
sjálfa sig af faglegum ástæðum til viðhalds- og
endurmenntunar. Ber læknum skylda til að gera
gæðakröfur í þessu sambandi og taka aðeins þátt í
viðurkenndum vísindaráðstefnum um viðfangs-
efni sín.
Auglýsingar
1. Leyfilegt er að gefa framleiðendum lyfja og lækn-
ingatækja kost á að kynna framleiðsluvörur sínar í
tengslum við fundi lækna, námskeið og ráðstefn-
ur. Gildir það einkum um þau fyrirtæki sem eru
beinir stuðningsaðilar. Kynning á varningi, sem
tengist því efni sem um er fjallað, hefur að öðru
jöfnu forgang.
2. Allri auglýsinga- og kynningarstarfsemi fyrirtækja
á fræðslusamkomum lækna ber að halda greini-
lega aðskildri frá annarri fræðilegri umfjöllun.
3. Læknum ber að gæta þess að auglýsingum um lyf
og lækningatæki sé ekki komið fyrir á stöðum sem
almenningur á aðgang að, sbr. lyfjalög.
Vísinda- og rannsóknarstörf
1. Læknum er heimilt að eiga samvinnu við fram-
leiðendur lyfja og lækningatækja í vísinda- og
rannsóknarskyni. Þeim ber þá að huga vel að regl-
um um þetta efni, einkum Helsinkiyfirlýsingunni
frá 1964 með síðari breytingum og Codex Ethicus
L.í. 4. og 19. gr. Bæði getur verið um að ræða
stuðning fyrirtækja við ákveðin rannsóknarverk-
efni lækna og rannsóknir á lyfjameðferð og
notkun tækja, sem læknar taka að sér að gera í
þágu fyrirtækja. Skilyrði fyrir slíkri samvinnu er
að stjórnandi rannsóknarinnar hafi góða vísinda-
lega þekkingu og reynslu til starfans.
2. Æskilegt er, að læknar geri skriflegan samning við
framleiðendur lyfja eða lækningatækja þegar um
slíka samvinnu eða stuðning er að ræða. í samn-
ingnum er tekið fram hver þóknun læknis eða fjár-
stuðningur fyrirtækis sé. Ennfremur er þar kveðið á
um hvernig nota megi niðurstöður, svo að tryggt sé
að þær megi birta án tillits til hvers eðlis þær verða.
3. Læknum er heimilt að taka við greiðslu fyrir þá
vinnu sem þeir inna af hendi við rannsóknarstarf-
ið. Ennfremur má veita viðtöku þóknun vegna
annars kostnaðar við rannsóknina, svo sem vegna
efnis, ferða og uppihalds, samkvæmt venjum sem
gilda um opinbera starfsmenn. Sama gildir um Htnabiaðið/Fréttabréflækna
aðstoðarfólk lækna. 1993; 11 (8); 16-7.]
Læknablabið 2001/87 1017