Læknablaðið - 15.12.2001, Blaðsíða 48
UMRÆÐA & FRÉTTIR / KLÍNÍSKAR LEIÐBEINÍNGAR
Eldri einstaklingar með háþrýsting hafa oft meira gagn af lyfjameðferð en þeir sem yngri
eru þar sem áhætta þeirra á að fá æðasjúkdóma er meiri en þeirra sem yngri eru. Þeir
þola blóðþrýstingsmeðferð álíka vel og yngri einstaklingar.
'Z Hjá einstaklingum eldri en 75 ára ætti að mæla blóðþrýsting í árlegri heilsufarsskoðun.
Heilsugæslustöðvar ættu einnig að koma sér upp vinnureglum varðandi leit að einstaklingum
með háþrýsting í aldurshópnum 60 - 75 ára.
M Meta ætti áhættu á hjarta- og æðasjúkdómum hjá öllum einstaklingum með háþrýsting. Við mat
á því hvenær hefja á lyfjameðferð skal taka tillit til bæði blóðþrýstings og annarra áhættuþátta.
■ Viðunandi markmið hjá flestum er að blóðþrýstingur haldist undir 140/90. Jafnvel lítil lækkun á
blóðþrýstingi er mikilvæg, þó ekki takist að ná viðmiðunargildum.
Slagbilsþrýstingur > 160 mm Hg eða hlébilsþrýstingur > 100 mm Hg í þremur aðskildum mælingum (meðal/alvarlegur háþrýstingur) Slagbilsþrýstingur 140 - 159 mm Hg eða hlébilsþrýstingur 90 - 99 mm Hg í nokkrum aðskildum mælingum (væg blóðþrýstingshækkun)
Breytingar á lífsstíl Breytingar á lífsstíl
Hefjið lyfjameðferð Þekktur æðasjúkdómur
Metið hættu á kransæðasjúkdómi eða öðrum
æðakölkunarsjúkdómi með áhættukortum
(Evrópukort eða önnur svipuð) eða reiknivélum
(t.d. frá bresku hábrvstinassamtökunuml
Metið aðra áhættuþætti,
líffæraskemmdir vegna
háþrýstings og aðra sjúkdóma
Engar líffæraskemmdir. Hætta á kransæðasjúkdómi lítil á næstu 10 árum. < 10-15% Líffæraskemmdir eða hætta á kransæðasjúkdómi veruleg á næstu 10 árum. > 15-20% Mikil hætta á kransæða- sjúkdómi á næstu 10 árum. > 20%
Endurmetist árlega Hefjið lyfjameðferð
Líffæraskemmdir vegna háþrýstings
- Stækkaður vinstri slegill
(hjartarit eða ómun)
- Próteinmiga og/eða kreatínín > 150 pmó1/1
- Æðakölkun (atheroschlerotic plaque)
(staðfest með röntgenmynd, ómun á
hálsslagæð, náraslagæð, lærleggs-
slagæðum eða ósæð)
Aðrir klínískir fylgikvillar
- Æðasjúkdómar í heila (blóðþurrð í heila,
heilablæðing, skammvinnt blóðþurrðarkast
heilabilun vegna æðasjúkdóms (TIA))
- Hjarta- og æðasjúkdómar (hjartaslag,
hjartaöng, hjartabilun)
- Nýrnasjúkdómar
- Útæðasjúkdómar
- Ósæðargúlpur
- Siónukvilli
1008 Læknablaðid 2001/87