Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2001, Blaðsíða 55

Læknablaðið - 15.12.2001, Blaðsíða 55
UMRÆÐA & FRÉTTIR / AUGNLÆKNINGAR Á ÍSLANDI / SJÚKRAHÓTEL augnlækninga hér á landi var hægari en víða annars staðar og ýmsa þjónustu skorti sem aðeins var unnt að veita á vegum stofnunar en ekki einstaklinga. Það skal þó tekið fram í þessu sambandi að í nágranna- löndum okkar höfðu augndeildir verið starfræktar í marga áratugi við háskólaspítala og almenn sjúkra- hús og augndeildir voru víða fyrstu sérdeildir sem komið var á fót. Eftir stofnun augndeildarinnar var Landakotsspít- ali eini spítalinn á landinu sem vistaði augnsjúklinga auk Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri en þar hafði augnlæknirinn haft aðstöðu frá því hann settist þar að árið 1927. Augnlæknar sem höfðu aðstöðu á Landa- koti þegar augndeildin var stofnuð voru Kristján Sveinsson, Bergsveinn Ólafsson og Ulfar Þórðarson. Þeir sem bættust við á hina nýstofnuðu deild voru augnlæknarnir Guðmundur Björnsson og Hörður Þorleifsson. Hafði Guðmundur haft aðstöðu á Sjúkrahúsi Hvítabandsins en Hörður á Sólheimum. Fyrsti yfirlæknir augndeildarinnar var Bergsveinn Ólafsson. Hann lét af störfum fyrir aldurs sakir í árs- lok 1971 en Guðmundur Björnsson tók við af honum að ósk systur Hildegardis, priorinnu. Skömmu eftir að augndeildin var stofnuð voru augnsjúklingar hafðir á gangi 2-B en sá gangur er í eystri álmu spítalans og var rúmafjöldinn ekki fast- ákveðinn þó gert hafi verið ráð fyrir 12 rúmum fyrir augnsjúklinga í byijun. Oft náðu rúmin þó þessari tölu. Börn 14 ára og yngri voru lögð inn á barna- deildina. Aðalástæðan fyrir því að að augndeildin hafði ekki ákveðinn rúmafjölda var sú, að Landakot hafði bráðaþjónustu á móti Borgarspítala og Land- spítala og þurfti því að ganga á legupláss augndeild- arinnar á vaktatímabilunum. Augnskoðunarstofa var engin þegar starfsemi hófst á deildinni en notast var við almennu skoðunarstofuna á ganginum. Einu augnskoðunartækin, sem spítalinn átti voru glerja- kassi og sjónprófunartafla. Rauflampi af Zeiss gerð var keyptur af eigendum spítalans skömmu eftir að deildin tók til starfa. Læknarnir notuðu sín eigin skurðverkfæri við aðgerðir og eigin rannsóknartæki, önnur en þau sem að framan greinir. Tveir læknanna höfðu nýlega fengið Amoils frystitæki sem notað er við dreraðgerðir og leyfðu þeir öðrum læknum að- gang að því. Landakotslæknar höfðu engin laun frá spítalanum heldur fengu þeir greitt fyrir hvert unnið verk skv. gjaldskrá og hafði sá greiðslumáti tíðkast á Landakoti frá fyrstu tíð. Þegar augndeildin tók til starfa var skurðstofa augnlækna á 1. hæð A, þ.e. í eldri álmu spítalans og ekki í neinum tengslum við skurðstofuganginn sem var á 4. hæð í eystri álmu. Systir Elise annaðist skurðstofuna ein án nokkurrar hjálpar og hafði hún gert það til fjölda ára. Systir Michaela var yfirhjúkr- unarkona á legudeildinni á gangi 2-B og var í þeirri stöðu uns spítalinn var seldur. Sjúkrahótel gæti leyst vandann Biðlistar lengjast og hafa ekki verið lengri frá því að skráning hófst 1987. Að jafnaði bíður fólk allt að tvö ár eftir aðgerðum. Yfir eitt þúsund manns bíða eftir bæklunaraðgerðum og um 800 eftir að- gerðum á almennum skurðdeildum. Eftir endurhæf- ingu bíða yfir ellefu hundruð manns. Margir bíða eftir hjartaþræðingu. Hér er átt við tölur frá því í maí 2001. Verulegur hluti þess fólks er vistaður á dýrustu deildum hátæknisjúkrahúsa, hefur verið sjúkdóms- greindur og fengið meðferð við hæfi en útskrifast seint vegna skorts á nægilegri aðstoð heima fyrir eða hjúkrunarplássum. Þessi ládeyða á greiningar- og meðferðardeildum veldur miklum erfiðleikum. * Dvalarkostnaður hvers sjúklings stóreykst því að hver dagur kostar tugi þúsunda. * Biðlistar lengjast og biðin veldur sjúklingum miklum þjáningum. * Samfélagskostnaður eykst meðal annars vegna veikindafjarveru og lyfjakostnaðar. Viðbrögð ráðamanna í heilbrigðisþjónustunni hafa verið að eyða stórfé í veigamiklar breytingar á 50-70 ára gömlum sjúkrahúsum sem alls ekki voru byggð til að sinna dag- og göngudeildarþjónustustigi bráðadeilda í dag. Það skortir því millistigsstofnanir sem taka við fólki frá bráðadeildum og veita því stuðning og ummönnum áður en það útskrifast til síns heima eða á hjúkrunarstofnun. Landlæknisembættið lagði fram tillögu um sjúkra- hótel fyrir 10-12 árum. Sjúkrahótel sem gæti í vistað sjúklinga fyrir brot af kostnaði sem greiddur er fyrir vistun á bráðadeild. Slík sjúkrahótel eru rekin í öllum nágrannalöndum okkar, ekki síst í Bandaríkjunum. Stór hluti sérfræðinga okkar hafa starfað þar um langa hríð. Ættu þeir því að þekkja vel rekstur sjúkrahótela. Lagt er til að læknar og fagaðilar sjúkrahúsa skýri þessi mál fyrir hagstjórnendum sjúkrastofnana. Ef vel er staðið að verki má því grynnka á kostnaðartöl- um og stytta biðlista. Ólafur Ólafsson Höfundur er fyrrverandi landlæknir. Læknablaðið 2001/87 1015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.