Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2001, Blaðsíða 53

Læknablaðið - 15.12.2001, Blaðsíða 53
UMRÆÐA & FRETTIR / AUGNLÆKNINGAR A ISLANDI formleg augndeild ekki sett þar á laggirnar fyrr en haustið 1969. Fyrir þann tíma var þar einungis að- staða fyrir augnlækna til þess að annast sjúklinga eins og á öðrum sjúkrahúsum borgarinnar, sem augn- læknar höfðu aðgang að. Áður en augndeildin var stofnuð voru augnsjúklingar á Landakoti á hand- lækningadeildinni og því dreifðir um spítalann. Það er ekki fyrr en augndeildin var stofnuð að augnsjúk- lingar voru hafðir á sama gangi. Starfsemi á Borgarspítalanum hófst vorið 1968. Sjúkrahús Hvítabandsins var þá lagt niður og Sól- heimasjúkrahúsið hætti starfsemi um svipað leyti. Þegar þessi sjúkrahús voru lögð niður misstu fjórir augnlæknar spítalaaðstöðu og önnur sjúkrahús í borginni voru þeim lokuð. Á þeim tíma störfuðu þrír augnlæknar á Landakoti og höfðu starfað þar í ára- raðir. Þeir gátu vart sinnt öllu fleiru en sínum eigin sjúklingum. Þegar það ástand skapaðist að ekki var unnt að vista nema hluta þeirra augnsjúklinga, sem þurftu á sjúkrahúsvist að halda, ríkti vandræða- ástand í þessum efnum. Fóru augnlæknar þá að hug- leiða hvort ekki væri tímabært að stofna augndeild við eitthvert sjúkrahús í borginni, sem gæti vistað alla þá augnsjúklinga, er á spítalavist þurftu að halda og gæfi jafnframt öllum starfandi augnlæknum, er þess óskuðu, tækifæri til að annast þar sjúklinga sína. Það tók rúmt ár að ráða fram úr þessum vanda og þó ekki nema að takmörkuðu leyti. Nokkrir augnlæknar stungu upp á því að Sjúkrahús Hvítabandsins, sem þá var hætt að starfrækja, yrði gert að augnspítala, göngudeild fyrir augnsjúklinga og notfært til sér- hæfðrar augnlæknisþjónustu. Það var talin hin mesta fásinna af ráðamönnum heilbrigðismála. Augnlæknafélag íslands (stofnað 30. janúar 1966) boðaði til félagsfundar 4. desember 1968 vegna sjúkrahúsmálsins. I fundargerð segir: „Af 10 augn- læknum í Reykjavík hafa aðeins þrír aðstöðu á spítala og hafa þessir þrír ekki aðstöðu til að taka að sér allar þær augnaðgerðir, sem gera þarf enda sjálfir í plásshraki á stundum. Kom fram að ólíklegt væri að augndeild yrði sett á stofn á Landakotsspítala í ná- inni framtíð vegna þrengsla. Vitað er að 32 rúm eru enn laus á Borgarspítala og þar af algjörlega óráð- stafað 16 rúmum. Samþykkt var að knýja fram að augndeild yrði stofnuð þar. Ennfremur var samþykkt án mótmæla, að augnlæknar skyldu ekki ráða sig á Landakotsspítala að óbreyttum aðstæðum þ.e. fyrr en raunveruleg augndeild væri til, sem gæti tekið við sjúklingum frá augnlæknum án persónulegrar greiðasemi. I ljós kom skýr vilji augnlækna á, að allir ættu kost á spítalaaðstöðu. Munu augnlæknar standa saman um þetta nauðsynjamál.“ Næsti fundur í félaginu var 25. febrúar 1969 og voru sjúkrahúsmálin aðalefni fundarins og í fundar- gerðinni segir meðal annars; „Formaður tilkynnti að Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur hefði ákveðið að styðja Landakotsspítala til að opna augndeild og hefði stjórn Landakotsspítala fallist á það. Þar með var hugmynd um augndeild á Borgarspítala úr sögunni. Mun Landakotsspítali geta fallist á að taka 2-3 augn- lækna til viðbótar þeim, sem fyrir eru, og verða augn- sjúklingar hafðir á sama stað á sjúkrahúsinu með til- liti til hjúkrunarliðs og stundunar. Ekki hefur Landa- kotsspítali gefið ákveðin svör um rúmafjölda handa augnsjúklingum, en talað hefur verið um 10 -12 rúm, ef ekki þyrfti að nota þau til annars s.s. á akút vökt- um. Drógu fundarmenn mjög í efa, að þetta yrði við- unandi lausn á málinu, sjúkrarúmin of fá og óviss.“ Spítalamálið var enn tekið fyrir í Augnlæknafélaginu 17. apríl 1969 og þar var samþykkt að; „augnlæknar sæktu um stöður sérfræðinga við væntanlega augn- deild á Landakotsspítala, þar sem ákveðið mun vera að augndeildin verði þar formlega stofnuð í sumar á 2. hæð, B gangi. Ekki hefur verið fengið ákveðið svar um fjölda rúma. Umsóknarfrestur til mafloka. Jafn- framt skal stjórnin beijast áfram fyrir því að allir augnlæknar, sem óska, fái skurðaðstöðu á sjúkra- húsi.“ Augndeild var síðan stofnuð við Landakots- spítalann sumarið 1969. Ekki voru allir augnlæknar ánægðir með þessi málalok. Á fundi í Augnlæknafélaginu 30. desember 1969 segir: „ályktun frá Emil Als um augndeild við kennsluspítala læknadeildar, sem stofnuð verði við aðalsjúkrahús landsins eigi síðar en 1971. Var stjórn- inni falið að endurskoða ályktunina í samráði við Emil fyrir aðalfund." Á aðalfundinum, sem haldinn var 24. janúar 1970; „var samþykkt ályktun frá Emil Als um nauðsyn á augndeild í nánum tengslum við læknadeild og kennsluspítalaheildina, sem sendast skyldi stjórnarnefnd ríkisspítalanna, heilbrigðismála- ráðherra, landlækni og læknadeild háskólans.“ Ráða- menn Landakotsspítala voru þessu mótfallnir. Um svipað leyti og augndeildin tók til starfa var háls-, nef- og eyrnadeild á Borgarspítalanum stofnsett. Hver er ástæðan fyrir því að formleg augndeild var ekki sett á stofn við sjúkrahús í Reykjavík fyrr en í óefni var komið? Ein ástæða fyrir því kann að vera sú, að augnskurðlækningar til þess tíma kröfðust lítils tækjakosts. Skurðáhöldum var komið fyrir í lækn- ingatöskunni og farið með þau á milli aðgerðastaða. Ennfremur að aðgerðatækni hafi litlum framförum tekið síðustu áratugina. Nútíma tækni í svæfingum (intubation) og ný svæfingarlyf voru ný af nálinni, þegar augndeildin á Landakoti var stofnuð. Slík svæf- ing og svæfingarlyf eru forsenda þess að unnt sé að framkvæma vissar skurðaðgerðir á augum, svo sem skjálgaðgerðir á börnum. Augnlæknar höfðu flestir aðstöðu á hinum ýmsu sjúkrahúsum borgarinnar og virðast hafa sætt sig við það enda þótt þeir væru þar að jafnaði hornrekur og aðstaðan bæði léleg og ónóg. Vegna skorts á samstarfi augnlækna og áhuga- og aðgerðaleysis heilbrigðisyfirvalda leiddi að þróun Læknablaðið 2001/87 1013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.