Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2001, Blaðsíða 34

Læknablaðið - 15.12.2001, Blaðsíða 34
FRÆÐIGREINAR / BRÉFASKIPTI Svefnraskanir og pH mælingar Við fengum svar um hæl frá þeim Hákoni Hákonar- syni og Árna V. Þórssyni vegna athugasemda okkar við grein þeirra (1). Það svar olli okkur vissum von- brigðum og kallar í raun á frekari skrif þó ekki sé ætlunin að standa í ritdeilum Okkur þykir leitt að höfundar greinarinnar túlki bréf okkar á þann veg að við teljum þá ófag- lærða. Sú var ekki ætlunin. Báðir eru með reynd- ustu vísindamönnum í barnalæknastétt og því töluverðar kröfur gerðar til þeirra um að fram- setning rannsóknarniðurstaðna þeirra sé skýr. í rannsókn sinni mæla höfundar öndunarhreyf- ingar, súrefnismettun, hjartslátt og svefnstig sam- tímis og stundum einnig samfellt sýrustig í vélinda (svokölluð pH mæling). Sú mæling nýtir sér það að pH innihald vélinda er yfir 4 í heilbrigðum ein- staklingum en öðru hvoru við slökun á LES (lower esophageal sphincter) flæðir súrt innihald upp í vélinda og neminn sýnir þá fall á pH niður fyrir 4 og er það þá túlkað sem bakflæði á magainnihaldi upp í vélinda. Þetta á sér stað í öllum eintaklingum í einhverjum mæli en of mörg eða löng atvik bak- flæðis eða bakflæði í tengslum við öndunarein- kenni getur verið sjúklegt. Um livað er ágreiningur gœtu menn spurt. Að okkar mati snýst málið um hvort rétt sé að túlka hreytingar á pH í vélindafrá til dœmis 7 niður í 5 sem merki um bakflœði á magainnihaldi upp í vélinda. Við gerðum okkur fyllilega grein fyrir að bak- flæði var skoðað í tengslum við ákveðna atburði svo sem öndunartruflanir og/eða svefnraskanir. Með þeirri rannsóknaraðferð sem höfundar beita, og reyndar undirritaðir einnig, er hægt að sýna fram á samband vélindabakflæðis og öndunar- stopps/minnkaðrar öndunargetu (apnea/hypop- nea) og þar með gera meðferð markvissari. En ef innhald maga er ekki súrt (til dæmis matur, gall) þá vandast málið, bakflæði á magainnihaldi upp í vélinda getur valdið ofantöldum einkennum en ekki komið fram á sýrumælingu. Pað sem við erum ekki sammála höfundum um er að skilgreina breytingar á pH gildum yfir pH 4 sem bakflœði þó að það sé mœlt með tveimur mis- háum nemum. Ef barnið er fastandi og án lyfja (sem er líklegt með tilliti til aldursdreifingar sjúk- linga) ætti pH magainnihalds að vera lægra en 4 og vélindabakflæði koma fram sem lækkun á pH niður fyrir 4. Ef túlka á pH breytingar til dæmis frá 8 niður í 6 sem bakflæði á magainnihaldi sem er ekki súrt þá er það nýmæli og þarf að koma skýrt fram eða vísa í tilvitnanir sem styðja þá túlkun. Einu tilvitnanir í pH mælingar í grein höfunda voru (2,3) og hvorug þeirra styður ofangreinda túlkun. Við gerðum einnig athugasemd við setningu sem kom fram í skilgreiningu á sjúklegu bakflæði sem hljóðaði eftirfarandi „heildartími bakflæðis er yfir 4% af heildarsvefntíma". I sjálfu sér skiptir sú tala ekki máli ef litið er á einstök atvik í samhengi það er fall á pH niður fyrir 4 og samtímis er skráð öndunarstopp. Eitt slíkt atvik er í raun nóg til að teljast sjúklegt ef það leiðir til falls súrefnismett- unar og/eða líkamlegra einkenna. Höfundar bentu okkur á þetta réttilega en voru einnig svo vinsam- legir að upplýsa okkur að talan 4% er komin frá þeim sjálfum það er hluti af rannsóknarniðurstöð- unt þeirra. Því er spurt hvort ekki færi betur að gefa þessar tölur upp í kaflanum um niðurstöður og ræða þær svo í kaflanum sem titlaður var um- ræða. Þó að gagnsemi og hugsanlegar aukaverkanir cisapríðs væru ekki aðalatriði í grein höfunda er samt skylda okkar að staldra aðeins við meðferð á bakflæði. Varðandi cisapríð þá var það tekið af markaði af fyrirtækinu Jansen-Cilag í Bandaríkj- unum (ekki Johnson og Johnson eins og höfundar fullyrða). Því miður var ein ástæðan óútskýrð dauðsföll hjá börnum (persónuleg heimild, Di Lorenzo C. Children's Hospital of Pittsburgh, apríl 2000) og 8% af tilkynningunum um óút- skýrðar hjartsláttartruflanir til Matvæla- og lyfja- stofnunar Bandaríkjanna (FDA) áttu sér stað í börnum yngri en tveggja ára (4) en ekki aðeins í fullorönum eins kom fram í svari höfunda. Eins og fram kom í bréfi okkar erum við sam- mála því að meðhöndla skuli vélindabakflæði sem veldur öndunartruflunum með prókínetískum og sýruhamlandi lyfjum eða janfvel skurðaðgerðum. Undirritaðir hafa enn notað cisapríð í börnum með vélindabakflæðissjúkdóm (öndunarsjúk- dóma, vanþrif og hreyfanleika- (motility-) truflun- um með seinkaðri magatæmingu), því eins og höf- undar benda réttilega á er það virkt lyf. Við mæl- um með því að fá hjartalínurit af öllum börnum með tiliti til lengds QT bils. Við brýnum það fyrir foreldrum að gefa ekki erýtrómýcín, flúkónazól eða greipaldinsafa með. Einnig áréttum við að stöðva lyfið fái barnið niðurgang eða uppköst eða þjáist af öðru sem getur valdið blóðsaltatruflunum. Þegar rnálin snúa að svefnröskunum er erfiðar um vik. Eru breytingar á pH afleiðing eða orsök svefnraskana? Er yfirleitt orsakasamhengi? 994 Læknablaðið 2001/87 j
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.