Læknablaðið - 15.12.2001, Blaðsíða 14
FRÆÐIGREINAR / SKYNDIDAUÐI UTAN SPÍTALA
%
16%
Aldur
Mynd 1. Aldurs- og kynjadreifmg 140 einstaklinga sem urðu fyrir skyndilegri hjarta- og
öndunarstöövun af öörum ástœðum en hjartasjúkdómum á árunum 1987-1999. Stólpar sýna
hlutfall í hverjum aldursflokki afþessum 140 einstaklingum. Um 10 ára aldursbil er aö rœöa í
öllum hópum nema fyrstu tveimur og því síöasta.
Tafla 1. Helstu ástæður skyndidauða aðrar en hjartasjúkdómar. Tuttugu og fimm prósent ytri ástæðna og 65% innri ástæðna voru staðfest með krufningu. Flokkun samkvæmt Utsteinstaðlinum (1) og jafnframt var ástæðum skipt í innri og ytri ástæð- ur samkvæmt Kuisma (4).
Ytri ástæóur Fjöldi Innri ástæöur Fjöldi
Sjálfsvíg (19) Blæðing (15)
Koloxíðeitrun 8 Blóðsjúkdómur 1
Henging 7 Heilablæðing 4
Fall 1 Rof á æðagúl 5
Annaö 3 Magablæðing 1
Lyfjaeitrun (23) 23 Vegna annarra innri blæðinga 4
Áverki (23) Vöggudauði (6) 6
Bílslys 10 Súrefnisþurrð (5)
Keyrt á viökomandi 7 Vegna asma 2
Rafmagnsslys 1 Vegna Parkinsons eða Shy-Drager 1
Freonslys 1 Vegna annarra lungnasjúkdóma 2
Slys í heimahúsi 3 Aðrar orsakir (22)
Aðrir áverkar 1 Skjaldkirtilskeppur í miðmæti 1
Köfnun (20) Lungnakrabbamein 1
Vegna matarbita 5 Nýrnakrabbamein 2
Vegna ásvelgingar 5 Nýrnasjúkdómur 2
Vegna flogaveiki 8 Sléttvöövasarkmein 1
Vegna annarra orsaka 2 Blöðruhálskrabbamein 1
Drukknun (7) 7 Krabbamein í meltingarfærum 2
Samtals 92 Brjóstakrabbamein 1
Magakrabbamein 1
Blóðeitrun 2
Lungnarek 3
Ofkæling 2
Brisbólga/lífhimnubólga 1
Annað 2
Samtals 48
ing tilfellanna hefur verið með svipuðum hætti frá því
rekstur neyðarbílsins hófst og frá 1991 hafa skrárnar
verið gerðar í samræmi við alþjóðlegt skráningar-
kerfi, Utsteinstaðalinn (1).
I þeim rannsóknum sem hafa hingað til verið
gerðar á gögnum neyðarbílsins á Reykjavíkursvæð-
inu hafa fyrst og fremst verið könnuð þau tilvik, þar
sem hjartasjúkdómar hafa verið taldir ástæða hjarta-
og öndunarstöðvunar (2,3). Með þessari rannsókn
voru könnuð nánar þau tilvik þar sem um aðrar
ástæður var að ræða og neyðarbílsáhöfn var kölluð
til. I skilgreiningu Utsteins á skyndidauða af öðrum
ástæðum en hjartasjúkdómum kemur fram að ástæð-
ur séu oft augljósar og til þeirra teljist eftirfarandi
undirflokkar: vöggudauði, súrefnisþurrð (hypoxia),
blæðingar, köfnun, lyfjaeitrun, sjálfsvíg, drukknun og
áverkar.
Með skyndidauða er átt við að hjartað hafi skyndi-
lega hætt að slá, sjúklingur sé púlslaus, meðvitundar-
laus og andi ekki (1,4).
Efniviður og aðferðir
Farið var yfir allar skýrslur um skyndidauða sem
höfðu verið skráðar af læknum neyðarbílsins með
framskyggnum hætti, frá 1. janúar 1987 til 31. des-
ember 1999, alls 738 skýrslur. Ef einhverjar upplýs-
ingar vantaði var leitað frekar í skrám Neyðarlín-
unnar, sjúkraskýrslum, læknabréfum og dánarvott-
orðum.
Astæður skyndidauða aðrar en hjartasjúkdómar
voru flokkaðar samkvæmt Utsteinstaðlinum en jafn-
framt skipt í innri og ytri ástæður samkvæmt Kuisma
(5-7). Til innri ástæðna töldust einkum ýmiss konar
blæðingar, súrefnisþurrð, vöggudauði og ýmsir sjúk-
dómar aðrir en hjartasjúkdómar. Til ytri ástæðna
töldust sjálfsvíg, lyfjaeitranir, áverkar, drukknanir og
tilfelli rakin til köfnunar.
Upplýsingar um sjúklinga voru færðar inn í gagna-
grunn neyðarbílsins. Við samanburð var notað
áhættuhlutfall (odds ratio, OR) og kí-kvaðratspróf.
Níutíu og fimrn prósent öryggisbil (confidence
interval, CI) var reiknað fyrir áhættuhlutfall. Munur
er sagður marktækur ef p<0,05.
Rannsóknin hlaut samþykki siðanefndar Land-
spítala Fossvogi (áður Sjúkrahúss Reykjavíkur),
tölvunefndar og vísindasiðanefndar heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytisins.
Niðurstöður
A árunum 1987 til 1999 sinntu læknar neyðarbflsins
738 skyndidauðatilfellum, þar af voru 140 eða 19% af
öðrum ástæðum en hjartasjúkdómum.
Ytri ástæður voru greindar í 92 af 140 tilfellum eða
66%. Sjálfsvíg voru 19 tilfelli, þar af átta vegna kol-
oxíðeitrana, sjö vegna henginga og fjögur vegna ann-
arra ástæðna. Lyfjaeitranir voru 23 (16%) tilfelli en
þau voru flest ef ekki öll í sjálfsvígstilgangi. Ýmiss
konar áverkar voru ástæða skyndidauða í 23 tilfellum
(16%). Af þeim voru bflslys algengust eða 10 en auk
þess var keyrt á sjö einstaklinga. Aðrir áverkar voru
rafmagnsslys, freonslys og slys í heimahúsum. Köfn-
un eða nær köfnun var greind í 20 (14%) tilfellum.
974 Læknablabið 2001/87