Læknablaðið - 15.12.2001, Blaðsíða 38
UMRÆÐA & FRÉTTIR / A F SJÓNARHÓLI STJÓRNAR LÍ
Varað við samþykkt frumvarps ráðherra
Sigurður Kr.
Pétursson
Höfundur er sérfræðingur í
svæfingalæknisfræði, yfirlæknir
á svæfingadeild Sjúkrahúss
Akraness og í stjórn
Læknafélags íslands.
Sjónarmið þau er fram koma í
pistlunum Af sjónarhóli
stjórnur eru höfundar hverju
sinni og ber ekki að taka sem
samþykktir stjórnar LÍ.
Heibrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur
lagt fram frumvarp á Alþingi til breytinga á lögum
um heibrigðisþjónustu og lögum um almannatrygg-
ingar. Stjórn Læknafélags íslands, Læknafélags
Reykjavíkur, Sérfræðingafélags íslenskra lækna og
Félag íslenskra heimilislækna hafa tekið saman ítar-
lega greinagerð um frumvarpið og sent heibrigðis- og
tryggingamálanefnd Alþingis.
Stjórnir þessara félaga lýsa sig mótfallna frumvarp-
inu og er sú afstaða félaganna studd skýrum rökum.
Tilgangur frumvarpsins er að sögn að gera heil-
brigðisráðherra kleift að forgangsraða heibrigðisþjón-
ustunni, auka skilvirkni, nýta betur opinbert fé og
tryggja gæði. Þetta á að gera meðal annars með því að
færa samninga við sjálfstætt starfandi sérfræðinga frá
Tryggingastofnun ríkisins til heilbrigðisráðherra, það
er samninganefndar ráðherra, sem einnig er ætlað að
semja við sjúkrastofnanir um þjónustu við sjúklinga
sem ekki eru vistaðir á sjúkrahúsum. Markmiðið er að
fjölga ferliverkum á sjúkrahúsum og auka dagdeildar-
þjónustu þeirra.
Læknafélögin telja að margvísleg rök styðji þá skoð-
un, að komist stefna heilbrigðisráðherra í framkvæmd,
geti hún leitt til minni skilvirkni, lakari þjónustu, lengri
biðlista og þar með lakari nýtingar opinbers fjár en nú er.
Ekki verður fjallað frekar um greinargerð lækna-
félaganna hér á þessum vettvangi, en sú ósk látin í
ljós að þeir sem taka eiga afstöðu til þessa frumvarps
kynni sér vandlega rök læknafélaganna.
í athugasemdum sem fylgja frumvarpinu segir
meðal annars, þar sem fjallað er um mikilvægi þess að
ráðherra marki stefnu um forgangsröðun verkefna í
heilbrigðisþjónustu: „Mikilvægt er að fagleg rök og
hagkvæmni ráði því hvar þjónusta er veitt en ekki
ákvarðanir einstakra heilbrigðisstarfsmanna eða
hópa.“ Hverjir skyldu geta beitt faglegum rökum
betur en þeir sem þau kunna best?
Einkareknar læknastöðvar hafa verið byggðar upp
í Reykjavík á undanfömum árum, fyrst og fremst
vegna þess að fagleg rök mæltu með því. Famfarir í
læknisfræði, ný lyf og tækninýjungar í skurðlækning-
um, svæfingum og rannsóknaraðferðum hafa gert
mögulegt að framkvæma fjölda læknisverka utan
veggja hátæknisjúkrahúsa, sem áður kröfðust innlagn-
ar. Petta hefur orðið til þess að á síðasta ári voru fram-
kvæmdar á bilinu 15-17.000 skurðaðgerðir á lækna-
stöðvum. Komur sjúklinga til klínískra lækna voru 344
þúsund og til rannsókna- og röntgenlækna 88 þúsund,
eða tæplega 432 þúsund alls. Almenningur hefur
kunnað vel að meta þessa þjónustu, enda bið eftir
ýmsum minni aðgerðum svo löng að ekki var við unað.
Þá kemur að hagkvæmninni, sem minnst er á í
greinargerð frumvarpsins, og ætlunin er að ná fram
með aukinni miðstýringu. Umræddar læknastöðvar
eru allar í eigu þeirra lækna sem þar starfa. Þeir eiga
allt undir því að reksturinn sé hagkvæmur og faglegur
árangur góður. Stjórn þessara stöðva er skýr og í
höndum þeirra sem bera faglega og rekstrarlega
ábyrgð. Starfsemin er að fullu kostnaðargreind en
ferliverkastarfsemi sjúkrahúsanna er það ekki. Samt
er lagt til að flytja hluta þessarar starfsemi inn á spít-
alana, meðal annars til að auka hagkvæmni.
Eins og áður sagði er það eitt af markmiðum
frumvarpsins að flytja hluta af þeim læknisverkum
sem nú eru unnin á sjálfstætt starfandi læknastöðvum
aftur inn á sjúkrahúsin, þar sem þau yrðu unnin sem
ferliverk. Það er því fróðlegt að skoða svolítið
hvernig framkvæmd ferliverkastarfsemi gengur á
sjúkrahúsum úti á landsbyggðinni, þar sem ekki er
grundvöllur fyrir rekstri læknastöðva í einkaeign
vegna fámennis.
Árið 1998 tók heilbrigðis- og tryggingamálaráðu-
neytið einhliða ákvörðun um það, að fjármagn vegna
ferliverka, sem áður var greitt af Tryggingastofnun
ríkisins, yrði flutt til sjúkrahúsanna. Fjárveiting til
þessarar starfsemi var síðan miðuð við reynslu næstu
ára á undan. Þetta fyrirkomulag hefur reynst mjög
illa. Engum samstarfsvettvangi var komið á, þar sem
aðilar gætu rætt framkvæmd starfseminnar, svo sem
nýja eða breytta starfsemi, þörf fyrir aukna þjónustu
og svo framvegis. Þetta hefur leitt til þess að fjárveit-
ingar til þessa málaflokks eru ekki miðaðar við raun-
verulegar þarfir á hverjum tíma heldur það ástand
sem einu sinni var. Þegar það fjármagn, sem veitt var
til þessarar starfsemi, er á þrotum er læknum gert að
hætta framkvæmd ferliverka það árið. Engu máli
virðist skipta hvort sjúklingar fái þá læknishjálp sem
þeir nauðsynlega þurfa, þeim er bara gert að leita
annað, jafnvel um langan veg. Á Sjúkrahúsi Akra-
ness, þar sem undirritaður starfar, varð þetta til þess
að sjúklingar sem ætíð höfðu sótt þjónustu á sjúkra-
húsið, þurftu að keyra til Reykjavíkur þegar fjárveit-
ing til ferliverka var búin hjá okkur, en í Reykjavík
gátu þeir fengið úrlausn sinna mála á einkastofum.
Að sjálfsögðu var reikningurinn eftir sem áður borg-
aður af ríkinu. Ljóst er að gallar núverandi kerfis
hafa fyrst og fremst bitnað á skjólstæðingum okkar,
sjúklingunum, þess vegna er þetta fyrirkomulag óvið-
unandi. Á meðan samningar við Tryggingastofnun
ríkisins náðu einnig yfir framkvæmd ferliverka kom
aldrei fyrir að neita þyrfti sjúklingum um nauðsyn-
lega læknishjálp. Það er því nauðsynlegt að færa
998 Læknablaðið 2001/87