Læknablaðið - 15.12.2001, Blaðsíða 51
UMRÆÐA & FRÉTTIR / AUGNLÆKNINGAR Á ÍSLANDI
Saga augnlækninga á íslandi frá öndverðu til 1987
Brugðið upp augum, saga augnlækninga á Íslandi frá öndverðu til
1987, er komin út á vegum Háskólaútgáfunnar. í þessu fyrsta sagnfræðiriti
sinnar tegundar, hefur höfundi tekist að tvinna saman sögu þjóðar og fræða frá
áhugaverðum sjónarhornum, sem gerir frásögn bókarinnar aðgengilega fyrir
stóran hóp lesenda.
Meðal viðfangsefna má nefna augnsjúkdóma í fornum ritum, alþýðuráð og
alþýðulækningar við augnveiki. Helstu brautryðjendum augnlækninga, þeim
Birni Ólafssyni augnlækni og Guðmundi Hannessyni prófessor eru gerð ítarleg
skil. Rakin er erfið starfsaðstaða og kjör augnlækna langt fram eftir 20. öldinni
og hvernig úr rættist. Þá eru raktar þær pólitísku, fræðilegu og viðskiptalegu
deilur sem tengdust augnlækningum. Jafnframt er fjallað um mikilvægustu
áfanga sögu augnlækninga, hvernig miðstöð augnlækninga þróaðist á
Landakoti, sem og aðdragandann að tilurð Sjónstöðvar íslands sem stofnuð
var árið 1987. Þá er í bókinni ítarleg skrá yfir orð og orðasambönd um sjón og
augu en þau eru bæði mörg og mikið notuð í daglegu máli.
Höfundur Brugðið upp augum er Guðmundur Björnsson augnlæknir sem
lést fyrr á þessu ári. Eftir að starfsævi hans sem augnlæknis lauk árið 1989 hóf
hann að rita sögu augnlækninga á íslandi en hann hafði safnað heimildum til
þess um árabil. Hann lauk að mestu við handritið árið 1997 en ritnefnd hefur
síðan yfirfarið það og búið til prentunar undir forystu Jóns Ólafs Isbergs
sagnfræðings. Bókin skiptist í 10 kafla, er rúmar 250 blaðsíður og hana prýða
fjöldi ljósmynda, taflna og myndrita. Bókarkápu hannaði Alda Lóa Leifsdóttir.
Hér á eftir fylgir brot úr fimmta kafla sem fjallar um augnlækningar á
árunum 1969-1987 þar sem fjallað er um stofnun augndeildar á Landakoti.
BRUGÐID UPP AUGUM
Saga augnlæknlnga á fslandi Irá dndueröu lil 1387
GUÐMUIMDUR BJÚRIMSSOIM
5. kafli
Augnlækningar 1969-1987
Stofnun augndeildar á Landakoti
Þegar augndeildin á Landakoti var stofnuð haustið
1969 hafði lítil sem engin þróun í sjónverndarmálum
átt sér stað hér á landi um áratuga skeið. Spítala-
þjónusta og þjónusta við landsbyggðina stóð í stað og
var orðin allsendis ófullnægjandi.
Við læknadeild háskólans var engin augndeild og
verkleg kennsla stúdenta í augnlækningafræðum var
heldur engin né göngudeild fyrir augnsjúklinga.
Augnlæknar réru einir á báti. Blindutíðni af völdum
hægfara gláku var mikil, enda ekki unnið skipulega
að því að draga úr þeirri óheilla þróun að fólk yrði
blint ef það fengi sjúkdóminn. Leit að gláku á byrjun-
arstigi var vart hafin. Sjónskerðing af völdum sykur-
sýki fór vaxandi. Engin skipuleg leit að sjóngöllum á
forskólastigi var hafin svo að meirihluti 4-5 ára barna
fékk ekki þá augnlæknisþjónustu, sem þau þörfnuð-
ust. Miðað við nágrannalöndin höfðum við dregist
aftur úr hvað augnlæknisþjónustu snerti og þurftum
að senda augnsjúklinga til útlanda í meðferð vegna
aðstöðuleysis hér heima.
Það kom í ljós að sjónvernd er einn veigamesti
þáttur í heilsugæslu bæði frá sjónarmiði þjóðfélagsins
og einstaklinga þess en meginþættir hennar eru
forvarnir og viðeigandi meðferð á greindum
sjúkdómum. Einnig að sjónvernd þarf að ná til allra
aldursflokka þjóðfélagsins. Meðal yngstu aldurs-
flokkanna er augnskekkja og ýmsir sjóngallar algeng-
ustu kvillar sem þarf að greina og veita viðeigandi
meðferð í tæka tíð. Meðal ungs fólks eru slysin
algengust, sykursýkin hjá þeim miðaldra og meðal
aldraðs fólks er hægfara gláka og ellirýrnun í miðgróf
sjónu veigamest.
Það var deginum ljósara að heildarskipulag sjón-
verndarmála væri veigamikill þáttur í heilsugæslu
samfélagsins og gæti haft örlagarík áhrif fyrir marga
þegna þjóðfélagsins. Enda þótt Landakotsspítali hafi
verið aðalvettvangur augnskurðlækninga allt frá því
að starfsemi hófst þar á haustdögum árið 1902, var
Læknablaðið 2001/87 1011