Læknablaðið - 15.12.2001, Side 31
FRÆÐIGREINAR / MAURASYKING
Blóðsjúgandi nagdýramaur
leggst á fólk á Islandi
Ágrip
Karl Skírnisson
Tilraunastöð Háskóla íslands í
meinafræði að Keldum,
112 Reykjavík. Fyrirspurnir,
bréfaskipti: Karl Skírnisson
Tilraunastöð HÍ í meinafræði
að Keldum, 112 Reykjavík.
Netfang: karlsk@hi.is
Lykilorð: blóðsjúgandi maur,
Ornithonyssus bacoti,
Meriones unguiculatus,
lsland, ofnœmisviðbrögð.
Áttfætlumaurinn Ornithonyssiis bacoti er blóðsjúg-
andi sníkjudýr sem lifir oftast á nagdýrum en leitar
einnig á fólk. Þegar maurinn sýgur blóð úr mönnum
myndast oftast kláðabólur á stungustaðnum. Sumar-
ið 2001 varð þess vart að O. bacoti var að sjúga blóð
úr fólki á heimili á Reykjavíkursvæðinu. Barst óvær-
an þangað með stökkmúsum (Meríones unguicu-
latus) sem keyptar höfðu verið nokkrum mánuðum
áður í gæludýraverslun. Eftir öra tímgun maursins á
stökkmúsunum tók hann að leggjast á heimilisfólkið
og olli verulegum óþægindum. Kjöraðstæður virðast
vera fyrir maurinn til að fjölga sér í húsum hér á landi
því tegundin þrífst best við 24-26° hita og 47% raka. í
greininni er líffræði maursins reifuð og varað við
þessum nýja landnema.
Inngangur
í júlíbyrjun 2001 kom fjölskylda sem býr á Reykjavík-
ursvæðinu að Tilraunastöðinni á Keldum með mánað-
argamlan, nýdauðan stökkmúsarunga (Meriones
unguiculatus). Oskað var eftir því að óværa sem sést
hafði á unganum með berum augum yrði greind til
tegundar. Jafnframt var óskað eftir upplýsingum um
það hvort kláðabólur á dreng, sem geymt hafði
stökkmúsafjölskyldu í búri við hliðina á rúminu í
herbergi sínu, gætu stafað af þessari óværu.
Maurinn og lifnadarhættir hans
Stökkmúsarunginn var skolaður í 70% alkóhóli og
óværan drepin. Við það féllu úr feldinum ríflega 100
maurar (mynd 1) og voru þeir á hinum ýmsu þroska-
stigum. Smásjárathugun gaf strax til kynna að hér var
á ferðinni sníkjudýr sem lifir á blóði, því meltingar-
færi flestra mauranna voru blóði fyllt. Ákvörðun teg-
Mynd 1. Ornithonyssus bacoti, fullvaxið kvendýr.
Ljósm.: Karl Skírnisson.
ENGLISH SUMMARY
Skírnisson K
The tropical rat mite Ornithonyssus bacoti
attacks humans in lceland
Læknablaðið 2001; 87: 991 -3
In summer 2001 the obligate, intermittent tropical rat mite
Ornithonyssus bacoti attacked humans in an lcelandic
household where infected Mongolian gerbils (Meriones
unguiculatus), bought in a local pet shop, had been kept
for few months. After a rapid proliferation the mite started
attacking the humans living in the house. A boy sharing
room with the pets suffered from extensive dermatitis.
Optimal conditions for O. bacoti are at 24-26°C and a
relative humidity of 47%. Similar conditions frequently
occur indoors in lcelandic premises. Therefore, if O. bacoti
has been noticed indoors, necessary measures should be
undertaken to immediately eliminate the pest.
Key words: blood-sucking mite, Ornithonyssus bacoti,
Meriones unguiculatus, lceland, dermatitis.
Correspondence: Karl Skírnisson. E-mail: karlsk@hi.is
undarinnar eftir sérstökum greiningarlykli (1) sýndi
að hér var um að ræða áttfætlumaurinn Ornitho-
nyssus bacoti. Frekari eftirgrennslan leiddi í ljós að
maurinn fannst einnig í stökkmúsabúri í versluninni
sem selt hafði gæludýrin. Líkur benda því til þess að
óværan hafi verið til staðar á stökkmúsunum þegar
þær voru keyptar.
Erlendis gengur O. bacoti iðulega undir nafninu
„hitabeltis-rottumaurinn“. Upphaflega lifði hann á
baðmullarrottunni Sigmodon hispidus en barst af
henni yfir á rottur af ættkvíslinni Rattus og dreifðist
með brún- og svartrottum um heiminn (2). Auk þess-
ara hýsla getur maurinn lifað góðu lífi á ýmsum öðr-
um nagdýrum og tímabundið lifir hann einnig á fugl-
um. Maurinn þrífst best þar sem hlýtt er og ekki allt
of þurrt en kjörlífsskilyrði tegundarinnar eru við 24-
26°C hita og 47% raka (3). Maurinn lifir eingöngu á
blóði. Hann heldur lengstan tíma ævinnar kyrru fyrir
í bæli eða hreiðri hýsilsins en leitar á hann til að sjúga
blóð. Sýnt hefur verið fram á að hver maur þarf að
sjúga blóð að minnsta kosti fjórum sinnum til að ná
fullum þroska (3,4).
Kvenmaurarnir verpa um 100 eggjum á ævinni og
er eggjunum orpið í hreiður nagdýrsins. Lirfan sem
Læknablaðið 2001/87 991