Skessuhorn


Skessuhorn - 26.11.2014, Page 16

Skessuhorn - 26.11.2014, Page 16
16 MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2014 Jólahlaðborðin verða Þorláksmessuhlaðborð S K E S S U H O R N 2 01 4 Opið: Föstudaga - sunnudaga kl. 13:00 - 18:00 22. desember kl. 13:00 - 18:00 23. desember kl. 13:00 - 20:00 Sunnudaginn 30. nóvember kl. 16.00 mun Samkór Mýramanna kynna vetrarstarf sitt og taka nokkur lög Opnum aftur eftir jólafrí 16. janúar Fjölbreytt úrval gjafa-og matvöru af Vesturlandi Verslum í heimabyggð fyrir jólin SK ES SU H O R N 2 01 4 Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Gjafakort Borgarleikhússins Gefðu töfrandi stundir í jólapakkann. Kortið er í fallegum umbúðum, gildir á sýningu að eigin vali og rennur aldrei út. Vinátta í leikskólanum Uglukletti í Borgarnesi Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa gert samstarfssamn- ing við systrasamtökin Red Barnet í Danmörku og Mary Fonden um notkun námsefnisins Fri for Mob- beri sem er forvarnarverkefni gegn einelti fyrir leikskóla og yngstu bekki grunnskóla. Barnaheill hafa þýtt, staðfært og framleitt það efni sem ætlað er leikskólum og hef- ur verkefnið hlotið nafnið Vinátta á íslensku. Leikskólinn Ugluklett- ur í Borgarnesi, ásamt fimm öðrum leikskólum frá jafn mörgum sveit- arfélögum, var valinn sem frum- kvöðlaleikskóli til að nota efnið veturinn 2014 – 2015. Ugluklett- ur mun vinna með verkefnið með elstu börnunum. Nú þegar hefur Barnaheill verið með fræðslu og þjálfun fyrir starfsfólk deildarinn- ar í notkun efnisins og á foreldra- fundi nýverið var efnið kynnt for- eldrum. Markmið Vináttu - verkefnisins er: • að samfélagið í leikskólanum ein- kennist af umburðarlyndi og virð- ingu • að skapa umhverfi þar sem börn sýna hvert öðru umhyggju • að börn læri að bregðast við nei- kvæðri hegðun og einelti • að virkja einstaklinga og gefa þeim hugrekki til að grípa inn í og verja félaga sína Taska með fræðsluefni fylgir efninu Um er að ræða tösku sem inniheld- ur efni fyrir nemendur og kennslu- leiðbeiningar fyrir starfsfólk, auk efnis til að nota með foreldrum og starfsfólki. Hvatt er til samtala og leikja með börnum sem byggja á gildum verkefnisins; umhyggju, virðingu, umburðarlyndi og hug- rekki. Gert er ráð fyrir fjölbreyttum vinnubrögðum, svo sem hlustun, umræðu og tjáningu í leik, jafnt úti sem inni. Í töskunni er bangsi, nuddprógramm, samræðuspjöld, klípusögur, leiðbeiningar um notk- un og fróðleikur fyrir starfsfólk. Bangsinn Blær Blær er táknmynd vináttunnar í verkefninu. Blæ fylgja litlir hjálpar- bangsar sem ætlaðir eru hverju barni sem tekur þátt í verkefninu. Blær og hjálparbangsarnir tákna traust og vináttu og er ætlað að minna börn- in á að passa upp á aðra og að vera góður félagi allra. Vináttuverkefnið verður samstarfsverkefni starfsfólks leikskólans, barna og foreldra. Það er lykilatriði fyrir árangur að unn- ið sé saman og allir taki þátt til að koma í veg fyrir einelti. Í síðustu viku kom Blær með litlu hjálparbangsana með sér í flug- vélinni frá Ástralíu en því miður gleymdi hann þeim á flugvellinum. Það vildi þó svo heppilega til að einn pabbinn af deildinni er flugstjóri og sá töskuna á flugvellinum og kom með hana til okkar í Uglukletti. Það var því stór dagur þegar litlu bangs- arnir mættu. Hægt er að fræðast meira um Vin- áttu verkefnið á heimasíðu Barna- heilla www.barnaheill.is/vinatta og á danska vefnum www.friformobberi. dk -fréttatilkynning

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.