Skessuhorn


Skessuhorn - 26.11.2014, Page 22

Skessuhorn - 26.11.2014, Page 22
22 MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2014 SK ES SU H O R N 2 01 4 Íslenskar vörur og góður matur í Landnámssetrinu Landnámssetur Íslands við Brákar- poll í gamla bænum er einn vinsæl- asti áfangastaðurinn í Borgarnesi. Setrið er helgað landnámi Íslands og einni þekktustu Íslendinga- sögunni, sögunni af Mýramann- inum Agli Skallagrímssyni. Veit- ingahús Landnámssetursins hef- ur einnig heillað marga gesti en þar eru reglulega haldnir tónleikar með þekktu íslensku tónlistarfólki. Söguloftið hefur að auki átt vin- sældum að fagna þar sem fram hafa farið eftirtektaverðar leiksýningar og frásagnakvöld. Og ekki er allt upp talið. Í Land- námssetrinu er einnig að finna glæsilega gjafavöruverslun sem sér- hæfir sig í að bjóða upp á íslenskar vörur í bestu gæðum. Verslunin er kennd við Þóru Hlaðhönd, móð- ir Ásgerðar konu Egils, en eins og viðurnefni hennar gefur til kynna var hún þekkt fyrir að vera hlað- in skarti. Að sögn Áslaugar Þor- valdsdóttur rekstrarstjóra Land- námssetursins er fjölbreytt úrval af margskonar gjafavöru að finna hjá Þóru Hlaðhönd sem allar eru til- valdar í jólapakkann. „Við leitumst við að bjóða upp á íslenskt hand- verk af ýmsum gerðum í versl- uninni, allt frá matarsalti og tei til bóka og skrautmuna. Stöðugt erum við að bæta við einhverju nýju.“ Áslaug hvetur fólk eindreg- ið til að koma og líta á úrvalið en opið er til klukkan níu öll kvöld í Landnámssetrinu. „Við bjóðum upp á jólate og jólalega kaffidrykki í veitingahúsi. Það er yndislegt að sitja í Klettasalnum við kertaljós og kósa sig svolítið,“ segir Áslaug. Talandi um veitingahúsið, þá nefn- ir Áslaug að þar sé úrvals starfsfólk, bæði við þjónustu og í eldhúsi. Hún segir ákaflega ánægjulegt að sjá sömu viðskiptavinina koma aft- ur og aftur, það segi þeim að mat- urinn smakkist vel og að gott sé að koma í Landnámssetrið. „Létta hádegishlaðborðið okkar hefur al- gjörlega slegið í gegn, bæði hjá heimamönnum sem og erlendu ferðafólki. Við erum með tilbreyt- ingu á föstudögum nú í desember, þá verður boðið upp á létt jólalegt hádegishlaðborð. Verið ávallt vel- komin í Landnámssetur og send- um við lesendum Skessuhorns bestu óskir um gleði og frið á að- ventu.“ Hluti af starfsfólki Landnámssetursins. Áslaug Þorvaldsdóttir með fallegt íslenskt Lundateppi úr 100% ull. Vörurnar frá Hugrúnu Ívarsdóttur fást hjá Þóru Hlaðhönd.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.