Skessuhorn


Skessuhorn - 26.11.2014, Síða 50

Skessuhorn - 26.11.2014, Síða 50
50 MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2014 Í Stykkishólmi undirbýr nú ungur maður af kappi að leggja af stað út í hinn stóra heim. Í apríl ætlar hann að ferðast þvert niður hnöttinn alla leið til Seychelles-eyja undan suð- austurströnd Afríku. Þar hyggst hann starfa sem sjálfboðaliði í vist- fræðirannsóknum á kóralrifjum. Aron Alexander Þorvarðarson lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga í vor. Hann hefur mik- inn áhuga á raungreinum og veltir því fyrir sér hvort hann eigi að hefja háskólanám í líffræði eða jarðfræði. Önnur fög gætu einnig komið til greina. Tók stúdentinn á þremur árum Aron ákvað að taka sér eitt ár í frí frá námi í vetur. Það er skiljan- legt. „Ég tók stúdentsnámið á nátt- úrufræðibraut við Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði á þrem- ur árum,“ segir hann. Blaðamaður hváir við. Þetta er alla jafnan fjög- urra ára nám. Var þetta ekki erfitt? „Það var svo sem allt í lagi. Reynd- ar dálítið mikil vinna og tók á, ekki síst í kringum prófin. En mér gekk frekar vel. Ég fékk meðal annars viðurkenningu fyrir góðan árangur í dönsku sem ég er mjög sáttur við,“ segir Aron. Hann situr ekki aðgerðalaus. Nú í vetur hefur hann kosið að vinna á meðan hann undirbýr næstu skref í framtíð sinni. „Ég var nú að hætta að vinna á veitingastaðnum Pláss- inu hér í Stykkishólmi. Hef starfað þar í um hálft ár eftir að ég klár- aði stúdentsprófið í vor. Núna er ég að fara að vinna í samvinnuverkefni Náttúrustofu Vesturlands og Rann- sóknaseturs Háskóla Íslands á Snæ- fellsnesi við að flokka dýr úr sýn- um af botni Kolgrafafjarðar. Það eru rannsóknir vegna síldardauð- ans sem varð þar. Ég verð þar fram að jólum og líklega eitthvað áfram á nýju ári.“ Stefnir á raunvísindanám Aron segist hafa mikinn áhuga á náttúrufræði og öðrum raungrein- um. Líffræðin heillar. „Það smit- ar aðeins að báðir foreldrar mínir eru líffræðingar og starfa sem slík- ir hér í Stykkishólmi. Þau eru Ró- bert Arnar Stefánsson og Menja von Schmalensee sem bæði starfa við Nátturustofu Vesturlands. Ég hef stundum verið með þeim í vinnunni. Þegar ég var lítill fór ég af og til með að merkja minka. Á sumrin hef ég nokkrum sinnum verið aðstoðarmaður í arnarmerk- ingum og ritutalningum. Mér hef- ur þótt þetta mjög skemmtilegt.“ Það er því sjálfsagt rökrétt fram- hald á þessu öllu að Aron hyggst nú velja sér háskólanám í raungrein- um. „Ég er að velta fyrir mér að fara í háskólanám í líffræði eða jarð- fræði. Allavega í einhverja raunvís- indagrein. Það ekki alveg ljóst enn hvað verður fyrir valinu. Þess vegna tók ég mér fríár frá námi núna til að vinna aðeins og hugsa málin.“ Þrír mánuðir við kórallarannsóknir Hann hefur þó fleira á prjónunum en að vinna. Þetta fríár frá námi verður einnig notað til að ferðast og afla nýrrar reynslu. „Nú í apríl fer ég í þrjá mánuði til Seychelles- eyja. Þær eru eyjaklasi í Indlands- hafi, norður af Madagascar-eyju út af suðausturströnd Afríku. Þar ætla ég að vinna sem sjálfboðaliði við rannsóknir á kóralrifum. Ég reikna svo með að byrja í Háskóla Íslands næsta haust.“ Kóralrifin á Seychelles-eyjum eru mjög merkileg. Alls eru eyj- arnar 115 talsins og býr fólk á 33 af þeim. Sumar eyjar eru úr bergi en aðrar hafa byggst upp úr kóral. Síð- an eru kóralrif í sjónum. Kórallinn þarna varð fyrir áföllum vegna um- hverfisbreytinga en nú eru vísbend- ingar um að hann sé að ná sér á strik á nýjan leik. Geysiríkt sjávardýra- líf er í og við kóralrifin. Það verð- ur því sjálfsagt margt nýtt og fram- andi að sjá fyrir hinn unga náttúru- fræðinema frá Stykkishólmi. Rann- sóknarniðurstöðurnar sem fást frá því teymi sem Aron mun starfa hjá eru einu upplýsingar um kóralstofn þessara merku eyja. „Mér skilst að auk þess að vinna að rannsóknum á fiskum og hryggleysingjum við kór- alrifin, verði ég mikið við vöktun á sæskjaldbökum en einnig eru hval- háfar og aðrir hákarlar, höfrungar og fleira algengir á þessu svæði“. Áhugamálin eru þó fleiri. Aron stundaði gítarnám í níu ár og stundaði auk þess frjálsar íþróttir um tíma en hefur nú lagt þá iðkan til hliðar. Hann vakti svo athygli í haust þegar hann vann stuttmynda- keppni sem haldin var í tengslum við verkefnið um Burðarplastpoka- lausan Stykkishólm. Þessu verk- efni var hleypt af stokkunum fyrr á þessu ári og hefur vakið mikla at- hygli. Fékk 1. verðlaun í myndbandakeppni Það var Umhverfishópur Stykkis- hólms sem efndi til myndbandasam- keppninnar. Myndböndin í henni áttu að fjalla um skaðleg áhrif plasts og/eða hvernig hægt er að draga úr plastnotkun eða burðarplastpok- anotkun í daglegu lífi. Viðbrögðin urðu góð. Alls bárust níu stórgóð myndbönd í keppnina. Verðlaun voru afhent við formlega athöfn í Stykkishólmi þann 21. október nú í haust. Aron fékk 1. verðlaun fyrir myndband sitt „Plastlaus.“ Aron útskýrir þátttöku sína. „Mamma sagði mér frá þessari stuttmyndasamkeppni og ég velti þessu aðeins fyrir mér. Við flokk- um allt rusl hér á heimilinu og ég hef alist upp við að hugsa mikið um umhverfið svo þetta var áhugavert. Það spillti svo ekki fyrir að það voru 100.000 króna peningaverðlaun í boði. Þau gætu komið sér vel í ferða- sjóðinn minn sem ég er að safna í til að fara til Seychelles-eyja. Ég fór því í að búa til þessa stuttmynd, fann upplýsingar á netinu og klippti það sjálfur. Það kom mér eiginlega á óvart að vinna. Yngri systur mín- ar tvær, Ísól Lilja og Sara Rós, tóku einnig þátt. Þær gerðu báðar mjög flott myndbönd og Sara Rós fékk 2. verðlaun. Ísól Lilja gerði mjög list- rænt myndband sem fékk því miður engin verðlaun. Þegar ég sá þeirra myndbönd þá hugsaði ég; „Vá, hér á ég engan séns.“ Ég varð því hissa að fá 1. verðlaun. Mér fannst þó stutt- mynd Ísólar Lilju svo flott og leið- inlegt að hún skyldi ekki vinna nein verðlaun, að ég ákvað að deila verð- launafénu mínu með henni. Hún átti það svo sannarlega skilið.“ Undirbýr sig af kappi Öll myndböndin í keppninni eru á netinu á youtube.com og má finna með því nota leitarorðið „Burð- arplastpokalaus.“ Það er óhætt að hvetja lesendur Skessuhorns til að skoða þau. Í lokin ræðum við aðeins um það hvernig það sé að vera ungur mað- ur í Stykkishólmi. Aron segir að það sé mjög fínt að búa í bænum. „Þó er orðið pínulítið einmanalegt núna því að flestir vinir mínir eru farnir suður í nám eða vinnu. Ég fer líka að hugsa mér til hreyfings í frekara nám. En það er gott að njóta þess að vera heima. Næstu vikur og mán- uðir fara mikið í að undirbúa ferðina til Seychelles-eyja. Ég þarf að mæta í bólusetningar, safna pening og kaupa alls konar sérhæfðan búnað, m.a. til köfunar. Þetta er ansi dýrt, maður þarf að borga allt sjálfur. En það verður þess virði,“ slær Aron Al- exander föstu í lokin. mþh Í ágústmánuði síðastliðnum urðu verslunarstjóraskipti hjá Nettó í Borgarnesi. Þá tók Ingibjörg Krist- ín Gísladóttir við verslunarstjórn af Gísla Tryggva Gíslasyni sem þá fór til starfa hjá Nettó í Glerártorgi á Akureyri. Ingibjörg Kristín hefur sinnt verslunarstörfum lengi, byrj- aði hjá Nettó í desember 2012 en hafði þar áður unnið í Hyrnunni á fjórtánda ár. „Mér líst ágætlega á að taka við þessu starfi, það er spennandi en jafnframt krefjandi. Ég er að vona að fólk beini sín- um viðskiptum hingað fyrir jólin og versli í heimabyggð. Það hefur verið mikil sala í bókunum sem við byrjuðum með um miðjan mán- uðinn og þessi törn sem er fram- undan leggst ágætlega í mig.“ Í verslunarnámi á Bifröst Ingibjörg Kristín fæddist og ólst upp í Grundarfirði til 18 ára ald- urs. „Þá fluttu foreldrar mínir burtu í Hróarstungu á Austurlandi. Ég flutti hins vegar hingað í Borg- arnes til kærastans míns Guðbjarts Jóhannessonar sem er maðurinn minn í dag,“ segir Ingibjörg þegar hún er spurð um upprunann. „Ég var þá búinn að vera í Fjölbrauta- skólanum á Akranesi. Það var ágætt þar en ég kann samt betur við mig hérna í Borgarnesi. Ég var í heima- vistinni í FVA en entist samt ekki í framhaldsskólanáminu nema í tvö ár. Núna er ég í verslunarstjór- anámi á Bifröst og finnst það mjög skemmtilegt,“ segir Ingibjörg. Hún segir Nettó í Borgarnesi draga til sín marga viðskiptavini enda vel staðsett við þjóðveginn. „Yfir sum- arið stoppar ferðamaðurinn hérna mjög mikið. Nettó á líka hérna marga trygga viðskiptavini, bænd- urna hér á svæðinu og síðan kem- ur fólk vestan frá Snæfellsnesi til að versla og líka sunnan úr Hval- firði.“ Tilboð og félagsmannadagar Nýi verslunarstjórinn í Nettó segir að fólk veiti greinilega athygli hag- stæðum tilboðum í matarinnkaup- um sem verslunin bjóði. „Tilboð- in standa yfirleitt frá fimmtudegi og fram á sunnudag. Síðan koma líka mjög margir þegar svokallað- ir félagsmannadagar eru haldnir. Við eigum mjög tryggan viðskipta- mannahóp sem vanur er að versla í kaupfélaginu,“ segir Ingibjörg Kristín. Spurð hvort að búast megi við breytingum í Nettóverslun- inni í Borgarnesi með nýjum versl- unarstjóra segir hún að þær verði líklega ekki áberandi. „Það verða engar róttækar breytingar. Mér hefur ekki sýnst vera þörf á mikl- um breytingum. Það sem gildir er að hafa góða vöru og nægt fram- boð og það munum við leggja okk- ur fram um áfram. Það er það sem skiptir mestu máli að veita góða þjónustu svo fólk þurfi ekki að leita annað,“ segir Ingibjörg Kristín Gestsdóttir. þá Eigum marga trygga viðskiptavini hérna á svæðinu -segir nýr verslunarstjóri Nettó í Borgarnesi Ingibjörg Kristín Gestsdóttir verslunarstjóri hjá Nettó í Borgarnesi. Frá Stykkishólmi til Seychelles­eyja Sjávardýralífið við Seychelles-eyjar í Indlandshafi er ævintýralegt. Aron ætlar að starfa við rannsóknir og vöktun á þessum náttúrugersemum um þriggja mánaða skeið. Aron Alexander Þorvarðarson í stofu heima í Stykkishólmi. Á nýju ári hyggur hann á merka ferð þvert yfir hnöttinn að kanna framandi lífríki.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.