Skessuhorn - 26.11.2014, Blaðsíða 56
56 MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2014
Unglingar í dag eru æðislegir og kynslóðirnar fara batnandi
Í Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit
hefur átt sér stað spjaldtölvuvæð-
ing síðustu misserin. Skólastjórn-
endur hafa takið þann kostinn að
vinna með þróuninni og nýta iPad
sem kennslutæki og verkfæri í verk-
efnavinnu. Verkefnisstjóri tækni-
þróunar og náttúrfræðikennari við
skólann er ungur Akurnesingur;
Hjálmur Dór Hjálmsson. Hann á
ekki mörg ár að baki við kennslu,
en í Stokkhólmi í Svíþjóð þar sem
hann kenndi í einn vetur áður en
hann byrjaði í Heiðarskóla, kenndi
hann einmitt við skóla sem var að
spjaldtölvuvæðast. „Þetta er fram-
tíðin og það er um að gera að
krakkarnir læri að nota tæknina
sem verkfæri í náminu og líti frek-
ar á hana þannig en sem leikfang.
Þannig komum við líka frekar í veg
fyrir ofnotkun á tækinu og óæski-
lega hluti eins og netfíkn. Það er
mitt starf sem verkefnisstjóra að
móta stefnu og þróa leiðir í að nýta
þessa tækni,“ segir Hjálmur Dór.
Aðspurður segist hann kunna mjög
vel við sig í Heiðarskóla en þang-
að kom hann til starfa fyrir rúmu
ári „Ég kann æðislega vel við mig
hérna, þetta er frábær skóli. Mjög
gott samstarfsfólk og hérna í sveit-
inni þekkjast allir. Þetta er pers-
ónulegt og náið samfélag sem mér
þykir mikill kostur.“
Ekki komnir með
kennitölu
Þegar blaðamaður Skessuhorns fór
í heimsókn í Heiðarskóla í síðustu
viku og spjallaði við Hjálm Dór
kom í ljós að hann hefur ekki farið
ótroðnar slóðir í lífinu. Á námsár-
unum í Svíþjóð var hann óragur að
ráðast í verkefni þótt bakgrunnur-
inn væri ekki mikill og tungumála-
kunnáttan af skornum skammti. Í
spjallinu við Hjálm byrjuðum við
þó að ræða um upprunann en hann
er borinn og barnfæddur Akurnes-
ingur. Hjálmur Dór byrjaði ungur
að leika með Skagaliðinu í knatt-
spyrnu en þurfti líka ungur að
leggja skóna á hilluna vegna þrá-
látra meiðsla. „Ég hef ekki fengið
100% staðfestingu á því hjá Jóni
Gull, sem allt veit um fótboltann á
Akranesi, hvort ég er sá yngsti sem
leikið hefur með meistaraflokki, en
ég hef sterkan grun um það. Það
var í Bikarkeppninni árið 1997 og
sérkennilegur leikur að mörgu leyti
þar sem í 16-liða úrslitum lentu
saman meistaraflokkur ÍA og ung-
mennalið ÍA, 23 ára og yngri, sem
gengið hafði mjög vel í keppn-
inni. Ég var á yngra ári í 3. flokki
þetta ár og með meistaraflokki ÍA
í þessum leik spiluðu líka tveir aðr-
ir guttar úr 3. flokknum. Sæmund-
ur Víglundsson fékk það hlutverk
að dæma þennan leik og gott ef það
var ekki hann sem kom inn í bún-
ingsklefann eftir leik og spurði um
kennitölu á okkur ungu strákana.
Það átti víst eitthvað eftir að fylla
á leiksskýrsluna. Þá var Óli Þórðar
fljótur til svars eins og oft og sagði.
„Blessaður vertu þeir eru svo ungir
að þeir eru ekki ennþá komnir með
kennitölu.“
Svekkjandi að hætta í
boltanum
Hjálmur Dór segir að eftir þetta
hafi hann átt eftir að spila fyrir Óla
Þórðar í 4-5 tímabil með meistara-
flokki og aldrei hafi Óla leiðst að
gera grín að mönnum eins og hann
gerði í þessum bikarleik forðum.
Hjálmur Dór segist hafa orðið fasta-
maður í meistaraflokki á tímabilinu
2001 þegar ÍA varð Íslandsmeist-
ari. „Ég kom inn í liðið sem hægri
bakvörður og var að spila þá stöðu
öll árin sem ég lék með ÍA. Skaga-
menn hafa ekki náð að verða Ís-
landsmeistarar frá þessu ári 2001 en
við urðum svo Bikarmeistarar 2003.
Á þessum árum fram á árið 2004
sem ég var að spila með meistara-
flokki ÍA unnum við nánast alla titla,
urðum líka meistarar meistaranna
og deildarbikarmeistarar. Þetta var
mjög skemmtilegur tími. Því mið-
ur meiddist ég illa á ökkla sem varð
til þess að ég varð að leggja skóna
-segir Hjálmur Dór Hjálmsson verkefnisstjóri tækniþróunar í Heiðarskóla
á hilluna aðeins 22 ára gamall. Það
var hrikalega svekkjandi að þurfa að
hætta svona ungur í fótboltanum.“
Valdi nýtt svið í
meistaranáminu
Við tók svo tími þar sem Hjálmur
Dór kveðst hafa sinnt ýmsu en mest
þó að þjálfa yngri flokka ÍA í fót-
bolta. Það var svo á árinu 2006 sem
hann byrjaði í fjarnámi í kennara-
námi ásamt vinnu og að koma upp
fjölskyldu. „Ég útskrifaðist úr kenn-
aranáminu í ársbyrjun 2009. Þá fljót-
lega ákvað ég að fara í meistaranám
til Stokkhólms í Svíþjóð. Við flutt-
um út í ágúst þetta sumar og vor-
um í Stokkhólmi í fjögur ár. Kon-
an mín, Vigdís Elfa Jónsdóttir, var
líka í námi úti á sama tíma, kláraði
fjarnám í kennslufræðum við Há-
skóla Íslands og nam uppeldis- og
mannréttindafræði við Háskólann
í Stokkhólmi.“ Þegar Hjálmur Dór
er spurður í hverju hans meistara-
nám hafi falist þá var það ekki al-
veg á sama sviði og kennslufræð-
in, heldur allt annað. „Ég tók fyr-
ir vatnafræði og vatnajarðfræði. Ég
hafði áhuga fyrir jarðfræði og var þá
aðallega að grúska í henni í bókum
frekar en að klifra upp um fjöll og
taka jarðsýni. Ég hafði ekkert heldur
verið að skoða hvernig vatnið hag-
ar sér í jörðinni. En þetta var mjög
skemmtilegt nám, alveg nýir hlutir
fyrir mig og ég lærði ótrúlega mikið
þessi tvö ár sem ég var í náminu. Ég
fór líka að þjálfa yngri flokki hjá fót-
boltafélagi í Stokkhólmi sem heitir
Sollentuna Fotboll samhliða náminu
og stýrði liði stúlkna sem þá voru 14
ára gamlar og eitt af betri liðum Sví-
þjóðar í þeim aldursflokki. Ég byrj-
aði að þjálfa hjá félaginu í maí 2010
og til að ég yrði fljótari að bjarga
mér í málinu bannaði ég stelpunum
að tala við mig ensku. Þetta gekk vel
og eftir árið var ég orðinn yfirþjálfari
hjá félaginu. Þetta var stór áskorun
fyrir mig. Ég hoppaði svo út í aðra
laug stuttu seinna og tókst á við nýja
áskorun þegar ég tók að mér kenn-
arastarf í grunnskóla í Stokkhólmi
sem ég sinnti síðasta árið okkar úti.
Sá skóli var einmitt að taka iPad inn
við kennsluna og þetta ár var mjög
reynslu- og lærdómsríkt fyrir mig.“
Unglingarnir í dag miklu
klárari
Hjálmur Dór segir að það hafi ver-
ið gott fyrir sig að hafa þennan bak-
grunn úr skólanum í Stokkhólmi
þegar hann kom til starfa í Heiðar-
skóla í ágústmánuði 2013. Kom þar
inn í spjaldtölvuvæðinguna sem þá
var að byrja í Heiðarskóla. Spurð-
ur um spjaldtölvuvæðingu í skólum
segir Hjálmur Dór að Ipad sé eng-
in töfralausn í rauninni. Það verði
að nota hann rétt til að hann komi
að gagni. „Hann er í raun verkfæra-
kista og í náminu eins og annarri
vinnu gildir að nota réttu verkfær-
in. Þess vegna verður barn eða ung-
lingur sem notar iPad við vinnslu
verkefnis að finna rétta verkfærið
eða verkfærin áður en hann byrj-
ar að leysa verkefnið eða þegar
hann er tilbúinn að fara að vinna
í því. Til að leiðbeina nemandan-
um verður kennarinn að meta hvar
nemandinn er staddur í sínu námi
og hvert hann stefni,“ segir Hjálm-
ur Dór. Spurður um unglinginn
í dag og agann segir hann: „Ung-
lingar í dag eru æðislegir og ég held
að kynslóðirnar fari alltaf batnandi.
Okkur eldri er tamt að hneykslast á
því hvernig unglingar í dag bera sig
að vegna þessa að þeir gera hlutina
ekki eins og við gerðum. Ég held
að staðreyndin sé sú að unglingar
í dag eru miklu klárari en við vor-
um, enda hafa þeir miklu betri að-
gang að upplýsingum og fræðslu en
við höfðum. Það er frábært að fá að
taka þátt í því að móta unglingana
og aðstoða æsku landsins við að
undirbúa framtíðina.“
þá
Hjálmur Dór í kennslustund í Heiðarskóla. Ljósmynd Magnús Þór Hafsteinsson.
Hjálmi Dór og Vigdísi Elfu fæddist dóttir 14. nóvember síðastliðinn, sem fengið
hefur nafnið Emma. Fyrir áttu þau tvö börn sem einnig eru á myndinni sem tekin
var á fæðingadeildinni á Akranesi. Drengurinn heitir Ýmir og stúlkan Líf.
Tvisvar á ári halda tónlistarnem-
endur Laugargerðisskóla á Snæ-
fellsnesi tónlistardag fyrir sam-
nemendur sína, foreldra og aðra
ættingja. Í þessum litla skóla læra
flestir á einhver hljóðfæri eða æfa
söng og er það Steinunn Pálsdótt-
ir sem heldur utan um kennsluna.
Gaman er að sjá hvað krakkarnir
eru óhræddir við að koma fram og
taka allir virka þátt þ.á.m. leiskóla-
krakkarnir sem komu upp á svið og
sungu tvö lög fyrir gestina. Á mynd-
inni má sá nemendur skólans ásamt
nokkrum krökkum úr leikskólan-
um syngja lagið Ísland er land þitt.
Eftir skemmtunina fóru svo allir og
fengu sér kaffi og skúffuköku sem
krakkarnir höfðu sjálfir bakað dag-
inn áður.
iss
Tónlistardagur í Laugargerðisskóla