Skessuhorn


Skessuhorn - 26.11.2014, Side 71

Skessuhorn - 26.11.2014, Side 71
71MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2014 Bíldshöfða 12 - 110 Rvík - 5771515 - www.skorri.is Tilvalin jólagjöf 15% Jólaafsláttur af þessum frábæru hleðslutækjumSkemmtileg og þjóðleg glös eru nú fáanleg í verslunum eftir nokk- urra ára hlé. Um er að ræða glös sem kallast „Fjölskyldan mín“ og eru með litríkum myndum af fólki úr sveitinni. Glösin saman- standa af ömmu, afa, föður, móð- ur, stúlku og dreng og geta því all- ir fjölskyldumeðlimir fengið sitt eigið glas. Hönnuðir glasanna eru þær Ingibjörg Hanna Bjarnadótt- ir og Dagný Kristjánsdóttir. Glös- in komu fyrst á markað árið 2005 og nutu mikilla vinsælda. „Þau eiga dyggan aðdáendahóp og við höf- um fengið margar fyrirspurnir um hvort glösin komi ekki örugglega aftur. Fjölskyldur stækka og þá þarf að stækka glasasafnið,“ segir Gerð- ur Guðmundsdóttir framkvæmda- stjóri fyrirtækisins Living Iceland sem flytur glösin inn. Hún segir Ingibjörgu og Dagnýju hafa snú- ið sér að öðrum hugðarefnum og því hafi nákomnir ættingjar þeirra ákveðið að taka að sér framleiðslu og dreifingu glasanna í samstarfi við þær. „Þetta er því fjölskyldu- fyrirtæki sem sér um dreifinguna. Glösin eru framleidd af rótgrónu fyrirtæki í Þýskalandi og það er prentað á þau um leið og þau eru búin til. Þannig nást mikil gæði. Svo eru nýjar vörur að bætast við vörulínuna, svo sem servíettur og gjafakort. Þá er karafla einnig á teikniborðinu,“ segir Gerður. Litrík og glaðleg Glösin eru sköpuð til að brjóta upp hversdagsleikann á heimilinu. Þemað er hin íslenska fjölskylda og segja má að glösin séu ansi þjó- leg. „Á þeim má sjá þjóðbúninginn okkar, torfbæ, húsdýrin og sveit- ina fögru sem tengja okkur fortíð- inni og rótum okkar. Það má finna ákveðna fortíðarþrá í glösunum, þrá eftir gömlum og góðum gild- um þegar allt var í föstum skorð- um. Kvöldmatur var alltaf klukkan sjö á kvöldin og allir borðuðu og spjölluðu saman. Það er því upp- lagt að nota glösin í slíkar sam- verustundir, þar sem allir eiga sitt ákveðna glas,“ segir Gerður. Glös- in eru hönnuð með það markmið að höfða til allra, bæði ungra sem aldinna. Ákveðin sveitarómantík einkennir þau og eru litrík og glað- leg. „Íslensku húsdýrin og íslenski fáninn gera þau þjóðleg og því eru þau tilvalin gjafavara eða minja- gripir fyrir erlenda gesti.“ Vöru- línan Fjölskyldan mín fæst með- al annars í Landnámssetri Íslands í Borgarnesi og í versluninni @home á Akranesi. grþ Hér má sjá fjölskylduna með Kirkjufellið í bakgrunni. Ljósm. Sigga Svanborgar. Allir í fjölskyldunni geta átt sitt glas OUTFITTERS NATION ICELAND @OUTFITTERSNATIONICELAND KRINGLUNNI TOPPUR 4490 SKYRTA 7990 KJÓLL 6990 BOLUR 5490 PEYSA 6990 BOLUR 3990 HETTUPEYSA 7990 BUXUR 5990 VERSLUN FYRIR 10-16 ÁRA ÞÚ FÆRÐ JÓLAGJÖF UNGA FÓLKSINS HJÁ OKKU R Hannyrðavörur í úrvali Opið: Mánudaga – föstudaga kl. 9 – 18 Lokað á laugardögum til 31. ágúst Grensásvegi 46 - 108 Reykjavík - Sími 511 3388 SK ES SU H O R N 2 01 4

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.