Skessuhorn


Skessuhorn - 26.11.2014, Side 86

Skessuhorn - 26.11.2014, Side 86
86 MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2014 Það eru ekki nema rétt rúmlega hundrað ár síðan umbylting afl- vélanna átti sér stað hér á Akranesi og í framhaldi af því sú kollvörp- un á vinnubrögðum sem ástund- uð höfðu verið nánast óbreytt, alla tíð frá landnámi, eða í yfir 1000 ár. Fyrstu vélstjórarnir, oft kallað- ir mótoristar, tóku til starfa, en þeir mega kallast undanfarar tölvufræð- inganna í dag. Ekki voru allir sátt- ir við þessar breytingar og vildu þeir aðilar viðhalda hinum gömlu verkþáttum, sem lengi höfðu verið stundaðir í hinum dreifðu byggð- um landsins. Byggðirnar tóku að þéttast í kjölfar breytinganna, þorp og bæir mynduðust, og urðu mið- stöðvar hins nýja tíma. Hér verð- ur nú getið fyrstu vélstjóranna og þeirra tækja sem þeir stjórnuðu. Fyrstir til að fikta við vélarnar Fyrsti vélstjórinn eða vélamaður- inn hér á Akranesi mun hafa ver- ið Sveinn Ingjaldsson í Nýlendu. Sveinn var einn af eigendum fyrsta vélbáts Akurnesinga, en það var op- inn bátur -Pólstjarnan - og kom á Akranes 1906. Sveinn var vélstjóri á bátnum og síðar m.a. lengi á v.b. Stíganda. Nafngift þeirra félaga á fyrsta vélbátnum „Pólstjarnan“ er líklega þannig tilkomin að stjörn- urnar voru afar mikilvægar ef ekki nauðsynlegar íslenskum sjófarend- um á þessum tímum, áður en vit- arnir voru reistir vítt og breitt á ströndum landsins. Pólstjarnan var einnig kölluð Norðurstjarnan og Leiðarstjarnan og er hún bjart- asta stjarnan í Litla birni. Af þeim stjörnum sem sjást berum augum er Pólstjarnan næst norðurpól himins og var því góður „viti“ sjófarenda. Næstur vélamanna hér mun hafa verið Jörgen Hansson í Merki- gerði. Hann var það fyrst á litlum vélbáti, Valnum, árið 1906, sem hann átti með öðrum. Næst varð hann vélstjóri á Laxánni og ýmsum fleiri bátum. Jörgen var eftirlits- maður með bátavélum í nokkur ár ásamt Ólafi Ólafssyni í Deild. Frá 1906 var vélstjórn hans aðalstarf og hlaut hann full réttindi á vélstjór- anámskeiði á Akranesi 1923. Jörg- en var einn af stofnendum Verka- lýðsfélags Akraness og sat í fyrstu stjórn þess. Sá þriðji til þess að fá réttindi til að stjórna vélum á Akranesi var Þórður Ásmundsson frá Há- teigi, en hann var einn þeirra ungu manna sem keyptu fyrsta þilfars- vélbátinn til Akraness, en það var Fram árið 1906. Vélstjórapróf í þá daga var að fá tilsögn um gang og meðferð vélarinnar í einni ferð inn og út Hvalfjörð. Meiri kröf- ur voru ekki gerðar í upphafi vél- bátaaldar. Þórður stjórnaði einn- ig fyrsta vélknúna landbúnaðartæk- inu sem kom til landsins árið 1918, en það var Akranes traktorinn, sem hann keypti ásamt félaga sínum Bjarna Ólafssyni skipstjóra. Þórð- ur var mikill framfaramaður og áhugasamur um hinar nýju vélar og flutti hann ásamt Birni Lárussyni á Ósi, fyrstu skurðgröfuna til lands- ins árið 1942. Þá hóf hann rekst- ur fyrsta vélfrystihússins á Akranesi árið 1928 í félagi við Bjarna Ólafs- son & Co. Benedikt Tómasson í Skuld mun hafa verið hinn fjórði í röð véla- manna hér. Hann var fyrst vélstjóri á v.b. Höfrungi, sem var 7,76 smá- lestir að stærð. Síðar var Benedikt oft og lengi vélstjóri á ýmsum öðr- um bátum m.a. í átta ár á Svan- inum með Hákoni Halldórssyni. Svanurinn var smíðaður árið 1912 og annar af fyrstu vélbátunum sem smíðaðir voru hér á Akranesi, 8,94 sml., en hinn báturinn var Elding- in. Benedikt tók skipstjórapróf árið 1902 og var einnig lengi skipstjóri. Hann starfaði mikið að félagsmál- um, t.d. leiklist. Hann hélt dagbæk- ur um áratugi. Fleiri fylgdu í kjölfarið Þeir Akurnesingar sem næstir munu hafa orðið vélstjórar voru eftir- taldir: Geir Jónsson á Bjargi, sem stundaði lengi sjómennsku, síð- ar verkamannavinnu og rak hann einnig lengi myndarlegan búskap. Bjarni Brynjólfsson í Bæjarstæði stundaði mikið sjó, var formað- ur á opnum bátum; var m.a. leið- sögumaður Bjarna Sæmundssonar við fiskirannsóknir. Bjarni var mjög kunnugur öllum leiðum og fiski- miðum, t.d. fyrir Mýrum, og var leiðsögumaður þegar farið var upp á Mýrar eftir „Pourqoi pas“ slysið 1936. Bjarni stundaði sjóinn í 64 ár en þegar hann var í landi lék hann oft á harmonikku á skemmtun- um. Ólafur Ólafsson í Deild gerð- ist fljótt vélamaður, eða árið 1910 á Hafrenningi báti Lofts Loftsson- ar, Halldórs í Aðalbóli og Þórð- ar Ásmundssonar. Ólafur í Deild lærði viðgerðir á vélum í Reykja- vík hjá nafna sínum Ólafi „galdra“ Jónssyni og var hann um mörg ár eini vélsmiðurinn á Akranesi. Hann setti upp fyrsta vélaverkstæðið, rak það í mörg ár og kenndi nokkr- um nemendum. Síðar gerðist hann bóndi, kom sér upp fé og að lokum á gamals aldri fékkst hann við bíla- viðgerðir. Hann var allgóður söng- maður. Sigurður Jónsson í Bæ, átti lengi heima á Innra-Hólmi, en flutti til Akraness 1909; bjó þar lengst af í Sjávarborg og Bæ. Sigurður vann einnig að smíðum og var ökumað- ur. Sveinbjörn Oddsson var sá fyrsti sem hafði það að atvinnu að stjórna fyrstu dráttarvélinni sem kom til landsins árið 1918; einnig fyrsta vörubílnum sem kom til Akraness árið 1922, en bæði þessi tæki voru í eigu Þórðar Ásmundssonar og Bjarna Ólafssonar. Sveinbjörn var mjög fjölhæfur, hafði ungur lært skósmíði auk þess sem hann fékk skipstjórnarréttindi á skipum allt að 30 rúmlestum. Eftir að hafa stund- að sjóinn í 12 ár, varð hann bíl- stjóri, verslunarmaður, bókavörður og bæjarfulltrúi. Hann varð form. Sjómannafélagsins Bárunnar, fé- lagi í stúkunni Akurblómi og einn af frumkvöðlum stofnunar ung- mennafélagsins árið 1910. Hann var einn af stofnendum Kaupfélags Akraness og gekkst auk þess fyr- ir stofnun Verkalýðsfélags Akra- ness, var formaður þess og heiðurs- félagi. Sveinbjörn var sæmdur ridd- arakrossi fálkaorðunnar fyrir fjöl- breytt störf sín árið 1965. Upphaf tæknialdar Margt mun hafa kveikt þann eld tæknialdar sem hófst á Akranesi í byrjun 20. aldar. Til dæmis hélt Matthías Þórðarson skipstjóri frá Móum, fyrirlestur á Akranesi um sjávarútvegsmál, á árinu 1901, en það var það fyrsta sem hér heyrð- ist um að setja vélar í skip. Matthías var mikill áhugamaður um framfar- ir í sjávarútvegsmálum og var bú- settur á Akranesi um þær mundir. Þórður Ásmundsson, einn hinna ungu manna sem keyptu Fram, fyrsta þilfarsvélbátinn, stundaði nám í Flensborg 1904-6, en þá var þar í Hafnarfirði ungur athafna- maður Jóhannes Reykdal, fyrstur manna á Íslandi að nýta vatnsorku til rafmagnsframleiðslu. Hafa báð- Upphaf vélaaldar á Akranesi í máli og myndum Á myndinni er fyrsti vélamaðurinn, Sveinn Ingjaldsson í Nýlendu (1872-1918) ásamt jafnaldra sínum Guðjóni Tómassyni frá Bjargi (1872-1945), en hann var einn 17 barna Kristínar Hallgrímsdóttur og Tómasar Erlendssonar á Bjargi. Guð- jón var bróðir Benedikts í Skuld, sem einnig segir frá í greininni. Myndhöfundur: Árni Thorsteinsson. Jörgen Hansson í Merkigerði (1881-1953). Hóf ungur sjómennsku og var lengi á kútterum. Ljósmyndari óþekktur. Þórður Ásmundsson frá Háteigi (1884-1943). Þórður var vélamaður á Fram 1906 og stjórnaði auk þess fyrsta vélknúna landbúnaðartækinu sem flutt var til landsins árið 1918. Mynd- höfundur: Bjarni Kristinn Eyjólfsson. Benedikt Tómasson í Skuld (1876-1961). Var lengi skipstjóri; heiðursfélagi í Skipstjórafélaginu Hafþór. Ljósmyndari óþekktur. Fram, fyrsti þilfarsvélbáturinn á Akranesi 1906. Smíðaður af Otta Guðmundssyni. Báturinn var 12 smál. Í bátnum var 10 hestafla, 2ja strokka þungbyggð Alphavél. Bátnum fylgdi eitt stórsegl, tvö forsegl, eitt akkeri og 30 faðmar af keðju; enn- fremur spil og aukastykki eins og venja var að fylgdi. Kaupverð var 8000 krónur. Myndin er líklega tekin í Lambhúsasundi með Vesturflös í baksýn. Ljósmyndari óþekktur. Fyrsta vélknúna landbúnaðartækið á Íslandi, Akranesstraktorinn, sem kom til landsins 1918. Fyrstur ók henni John Sigmundsson (vestur-íslendingur), en hann setti vélina saman á Akranesi og kenndi á hana. Eigandinn, Þórður Ásmundsson ók henni síðar ásamt Sveinbirni Oddssyni, Þorfinni Hanssyni o.fl. Síðastur til að aka vélinni var Júlíus Þórðarson. John Sigmundsson er til vinstri á myndinni en Jón Diðriksson í Elínarhöfða til hægri. Vélin er af gerðinni „Avery“, en á þessum árum var Avery fyrirtækið í Ameríku stærsti framleiðandi traktora í heiminum („the largest tractor company in the world“). Ljósmyndari óþekktur. Fyrsta skurðgrafan á Íslandi, Priestman Cub, keypt frá Englandi. Eirík Eylands, vélfræðingur, setti gröfuna saman í kolaporti Þórðar Ásmundssonar á Akranesi í maí 1942, en hjálparmaður hans var Karl Auðunsson á Jaðri, en auk hans unnu á gröfunni, m.a. Árni Gíslason í Lykkju, Guðjón Jónsson í Tjörn, Sigurður Sigurðsson á Völlum og Sæmundur Eggertsson í Sigrúnum. Grafan bíður örlaga sinna í geymslum Þjóðminjasafns Íslands í Kópavogi. Ljósmyndari óþekktur.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.