Skessuhorn


Skessuhorn - 26.11.2014, Qupperneq 86

Skessuhorn - 26.11.2014, Qupperneq 86
86 MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2014 Það eru ekki nema rétt rúmlega hundrað ár síðan umbylting afl- vélanna átti sér stað hér á Akranesi og í framhaldi af því sú kollvörp- un á vinnubrögðum sem ástund- uð höfðu verið nánast óbreytt, alla tíð frá landnámi, eða í yfir 1000 ár. Fyrstu vélstjórarnir, oft kallað- ir mótoristar, tóku til starfa, en þeir mega kallast undanfarar tölvufræð- inganna í dag. Ekki voru allir sátt- ir við þessar breytingar og vildu þeir aðilar viðhalda hinum gömlu verkþáttum, sem lengi höfðu verið stundaðir í hinum dreifðu byggð- um landsins. Byggðirnar tóku að þéttast í kjölfar breytinganna, þorp og bæir mynduðust, og urðu mið- stöðvar hins nýja tíma. Hér verð- ur nú getið fyrstu vélstjóranna og þeirra tækja sem þeir stjórnuðu. Fyrstir til að fikta við vélarnar Fyrsti vélstjórinn eða vélamaður- inn hér á Akranesi mun hafa ver- ið Sveinn Ingjaldsson í Nýlendu. Sveinn var einn af eigendum fyrsta vélbáts Akurnesinga, en það var op- inn bátur -Pólstjarnan - og kom á Akranes 1906. Sveinn var vélstjóri á bátnum og síðar m.a. lengi á v.b. Stíganda. Nafngift þeirra félaga á fyrsta vélbátnum „Pólstjarnan“ er líklega þannig tilkomin að stjörn- urnar voru afar mikilvægar ef ekki nauðsynlegar íslenskum sjófarend- um á þessum tímum, áður en vit- arnir voru reistir vítt og breitt á ströndum landsins. Pólstjarnan var einnig kölluð Norðurstjarnan og Leiðarstjarnan og er hún bjart- asta stjarnan í Litla birni. Af þeim stjörnum sem sjást berum augum er Pólstjarnan næst norðurpól himins og var því góður „viti“ sjófarenda. Næstur vélamanna hér mun hafa verið Jörgen Hansson í Merki- gerði. Hann var það fyrst á litlum vélbáti, Valnum, árið 1906, sem hann átti með öðrum. Næst varð hann vélstjóri á Laxánni og ýmsum fleiri bátum. Jörgen var eftirlits- maður með bátavélum í nokkur ár ásamt Ólafi Ólafssyni í Deild. Frá 1906 var vélstjórn hans aðalstarf og hlaut hann full réttindi á vélstjór- anámskeiði á Akranesi 1923. Jörg- en var einn af stofnendum Verka- lýðsfélags Akraness og sat í fyrstu stjórn þess. Sá þriðji til þess að fá réttindi til að stjórna vélum á Akranesi var Þórður Ásmundsson frá Há- teigi, en hann var einn þeirra ungu manna sem keyptu fyrsta þilfars- vélbátinn til Akraness, en það var Fram árið 1906. Vélstjórapróf í þá daga var að fá tilsögn um gang og meðferð vélarinnar í einni ferð inn og út Hvalfjörð. Meiri kröf- ur voru ekki gerðar í upphafi vél- bátaaldar. Þórður stjórnaði einn- ig fyrsta vélknúna landbúnaðartæk- inu sem kom til landsins árið 1918, en það var Akranes traktorinn, sem hann keypti ásamt félaga sínum Bjarna Ólafssyni skipstjóra. Þórð- ur var mikill framfaramaður og áhugasamur um hinar nýju vélar og flutti hann ásamt Birni Lárussyni á Ósi, fyrstu skurðgröfuna til lands- ins árið 1942. Þá hóf hann rekst- ur fyrsta vélfrystihússins á Akranesi árið 1928 í félagi við Bjarna Ólafs- son & Co. Benedikt Tómasson í Skuld mun hafa verið hinn fjórði í röð véla- manna hér. Hann var fyrst vélstjóri á v.b. Höfrungi, sem var 7,76 smá- lestir að stærð. Síðar var Benedikt oft og lengi vélstjóri á ýmsum öðr- um bátum m.a. í átta ár á Svan- inum með Hákoni Halldórssyni. Svanurinn var smíðaður árið 1912 og annar af fyrstu vélbátunum sem smíðaðir voru hér á Akranesi, 8,94 sml., en hinn báturinn var Elding- in. Benedikt tók skipstjórapróf árið 1902 og var einnig lengi skipstjóri. Hann starfaði mikið að félagsmál- um, t.d. leiklist. Hann hélt dagbæk- ur um áratugi. Fleiri fylgdu í kjölfarið Þeir Akurnesingar sem næstir munu hafa orðið vélstjórar voru eftir- taldir: Geir Jónsson á Bjargi, sem stundaði lengi sjómennsku, síð- ar verkamannavinnu og rak hann einnig lengi myndarlegan búskap. Bjarni Brynjólfsson í Bæjarstæði stundaði mikið sjó, var formað- ur á opnum bátum; var m.a. leið- sögumaður Bjarna Sæmundssonar við fiskirannsóknir. Bjarni var mjög kunnugur öllum leiðum og fiski- miðum, t.d. fyrir Mýrum, og var leiðsögumaður þegar farið var upp á Mýrar eftir „Pourqoi pas“ slysið 1936. Bjarni stundaði sjóinn í 64 ár en þegar hann var í landi lék hann oft á harmonikku á skemmtun- um. Ólafur Ólafsson í Deild gerð- ist fljótt vélamaður, eða árið 1910 á Hafrenningi báti Lofts Loftsson- ar, Halldórs í Aðalbóli og Þórð- ar Ásmundssonar. Ólafur í Deild lærði viðgerðir á vélum í Reykja- vík hjá nafna sínum Ólafi „galdra“ Jónssyni og var hann um mörg ár eini vélsmiðurinn á Akranesi. Hann setti upp fyrsta vélaverkstæðið, rak það í mörg ár og kenndi nokkr- um nemendum. Síðar gerðist hann bóndi, kom sér upp fé og að lokum á gamals aldri fékkst hann við bíla- viðgerðir. Hann var allgóður söng- maður. Sigurður Jónsson í Bæ, átti lengi heima á Innra-Hólmi, en flutti til Akraness 1909; bjó þar lengst af í Sjávarborg og Bæ. Sigurður vann einnig að smíðum og var ökumað- ur. Sveinbjörn Oddsson var sá fyrsti sem hafði það að atvinnu að stjórna fyrstu dráttarvélinni sem kom til landsins árið 1918; einnig fyrsta vörubílnum sem kom til Akraness árið 1922, en bæði þessi tæki voru í eigu Þórðar Ásmundssonar og Bjarna Ólafssonar. Sveinbjörn var mjög fjölhæfur, hafði ungur lært skósmíði auk þess sem hann fékk skipstjórnarréttindi á skipum allt að 30 rúmlestum. Eftir að hafa stund- að sjóinn í 12 ár, varð hann bíl- stjóri, verslunarmaður, bókavörður og bæjarfulltrúi. Hann varð form. Sjómannafélagsins Bárunnar, fé- lagi í stúkunni Akurblómi og einn af frumkvöðlum stofnunar ung- mennafélagsins árið 1910. Hann var einn af stofnendum Kaupfélags Akraness og gekkst auk þess fyr- ir stofnun Verkalýðsfélags Akra- ness, var formaður þess og heiðurs- félagi. Sveinbjörn var sæmdur ridd- arakrossi fálkaorðunnar fyrir fjöl- breytt störf sín árið 1965. Upphaf tæknialdar Margt mun hafa kveikt þann eld tæknialdar sem hófst á Akranesi í byrjun 20. aldar. Til dæmis hélt Matthías Þórðarson skipstjóri frá Móum, fyrirlestur á Akranesi um sjávarútvegsmál, á árinu 1901, en það var það fyrsta sem hér heyrð- ist um að setja vélar í skip. Matthías var mikill áhugamaður um framfar- ir í sjávarútvegsmálum og var bú- settur á Akranesi um þær mundir. Þórður Ásmundsson, einn hinna ungu manna sem keyptu Fram, fyrsta þilfarsvélbátinn, stundaði nám í Flensborg 1904-6, en þá var þar í Hafnarfirði ungur athafna- maður Jóhannes Reykdal, fyrstur manna á Íslandi að nýta vatnsorku til rafmagnsframleiðslu. Hafa báð- Upphaf vélaaldar á Akranesi í máli og myndum Á myndinni er fyrsti vélamaðurinn, Sveinn Ingjaldsson í Nýlendu (1872-1918) ásamt jafnaldra sínum Guðjóni Tómassyni frá Bjargi (1872-1945), en hann var einn 17 barna Kristínar Hallgrímsdóttur og Tómasar Erlendssonar á Bjargi. Guð- jón var bróðir Benedikts í Skuld, sem einnig segir frá í greininni. Myndhöfundur: Árni Thorsteinsson. Jörgen Hansson í Merkigerði (1881-1953). Hóf ungur sjómennsku og var lengi á kútterum. Ljósmyndari óþekktur. Þórður Ásmundsson frá Háteigi (1884-1943). Þórður var vélamaður á Fram 1906 og stjórnaði auk þess fyrsta vélknúna landbúnaðartækinu sem flutt var til landsins árið 1918. Mynd- höfundur: Bjarni Kristinn Eyjólfsson. Benedikt Tómasson í Skuld (1876-1961). Var lengi skipstjóri; heiðursfélagi í Skipstjórafélaginu Hafþór. Ljósmyndari óþekktur. Fram, fyrsti þilfarsvélbáturinn á Akranesi 1906. Smíðaður af Otta Guðmundssyni. Báturinn var 12 smál. Í bátnum var 10 hestafla, 2ja strokka þungbyggð Alphavél. Bátnum fylgdi eitt stórsegl, tvö forsegl, eitt akkeri og 30 faðmar af keðju; enn- fremur spil og aukastykki eins og venja var að fylgdi. Kaupverð var 8000 krónur. Myndin er líklega tekin í Lambhúsasundi með Vesturflös í baksýn. Ljósmyndari óþekktur. Fyrsta vélknúna landbúnaðartækið á Íslandi, Akranesstraktorinn, sem kom til landsins 1918. Fyrstur ók henni John Sigmundsson (vestur-íslendingur), en hann setti vélina saman á Akranesi og kenndi á hana. Eigandinn, Þórður Ásmundsson ók henni síðar ásamt Sveinbirni Oddssyni, Þorfinni Hanssyni o.fl. Síðastur til að aka vélinni var Júlíus Þórðarson. John Sigmundsson er til vinstri á myndinni en Jón Diðriksson í Elínarhöfða til hægri. Vélin er af gerðinni „Avery“, en á þessum árum var Avery fyrirtækið í Ameríku stærsti framleiðandi traktora í heiminum („the largest tractor company in the world“). Ljósmyndari óþekktur. Fyrsta skurðgrafan á Íslandi, Priestman Cub, keypt frá Englandi. Eirík Eylands, vélfræðingur, setti gröfuna saman í kolaporti Þórðar Ásmundssonar á Akranesi í maí 1942, en hjálparmaður hans var Karl Auðunsson á Jaðri, en auk hans unnu á gröfunni, m.a. Árni Gíslason í Lykkju, Guðjón Jónsson í Tjörn, Sigurður Sigurðsson á Völlum og Sæmundur Eggertsson í Sigrúnum. Grafan bíður örlaga sinna í geymslum Þjóðminjasafns Íslands í Kópavogi. Ljósmyndari óþekktur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.