Skessuhorn


Skessuhorn - 26.11.2014, Qupperneq 94

Skessuhorn - 26.11.2014, Qupperneq 94
94 MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2014 Ertu farin/n að kaupa jólagjafir? Spurning vikunnar (Spurt á Akranesi 21. nóvember) Jóhanna Hildiberg Harðardóttir: Nei það liggur ekkert á því, það tekur einn dag. Weronika Anna Latka: Nei ekki ennþá. Heiðar Logi Sigtryggsson (með Ísabellu Hugrúnu): Nei ekki eina einustu en það er á dagskránni. Einar Víglundsson: Nei ég er ekki byrjaður en far- inn að huga að því. Ingibjörg Rafnsdóttir: Já, ég er alltaf tímanlega í því, aldrei á síðustu stundu með neitt. Skagamenn töpuðu sín- um fyrsta leik á heima- velli í körfuboltanum á tímabilinu síðastliðið fimmtudagskvöld. FSu úr Ár- borg mætti þá til leiks í 1. deildinni og sigraði ÍA 88:77. Leikurinn var alljafn lengst af og Skagamenn með eins stigs forskot í hálfleik 42:41. Gestirnir reyndust öllu sterkari í seinni hluta leiksins. FSu var með fimm stiga forskot fyrir lokafjórð- unginn og gestirnir héldu áfram á sömu nótum á lokakaflanum án þess að heimamönnum tækist að laga stöðuna. Hjá ÍA var Jamarco Warren stigahæstur með 29 stig, Fannar Freyr Helgason kom næst- ur með 25 stig og 10 fráköst, Áskell Jónsson og Ómar Örn Helgason skoruðu 7 stig hvor, Erlendur Þór Ottesen 6 og Jón Rúnar Baldvins- son 3. Við tapið gæti stefnt í að ÍA færist neðar á töflunni. Skagamenn eru sem stendur með 50% árang- ur, sex stig eftir sex leiki í 5. sæti deildarinnar. Í 7. umferðinni mætir ÍA einu af efstu liðum deildarinnar, Hetti á Egilsstöðum. Fer leikurinn fram eystra nk. föstudagskvöld. þá Körfuknattleiksdeild Skallagríms og Laugaland hf. garðyrkjustöð að Laugalandi í Borgarfirði hafa gert með sér samstarfssamning. Þeir Þórhallur Bjarnason stjórn- arformaður og eigandi Lauga- lands og Kristinn Ó. Sigmundsson formaður kkd. Skallagríms skrif- uðu undir samninginn á heima- leik Skallagríms og Stjörnunnar nýverið. Samningurinn gildir til næstu tveggja ára. Laugland hf. er fjölskyldufyrirtæki sem hefur sérhæft sig í framleiðslu á gúrk- um með vistvænum hætti í gróð- urhúsum heima að Laugalandi. Það hefur verið í eigu sömu fjöl- skyldunnar allar götur frá 1942 að stöðin var stofnuð. Í dag er það í eigu hjónanna Þórhalls og Erlu Gunnlaugsdóttur eiginkonu hans. mm Fundur formanna og framkvæmdastjóra Pepsídeildarliðanna í knattspyrnu var hald- in í höfuðstöðvum KSÍ sl. föstudag. Á fundinum var dregið um töfluröð liðanna í efstu deild- um Íslandsmótsins næsta sumar og þannig t.d. raðað leikjum í um- ferðunum 22 í karladeildinni. Eft- ir er að ákvarða dagsetningar en áætlað að keppni byrji eins og síð- ustu ár fyrstu dagana í maímánuði í Pepsídeild karla. Liði Skagamanna sem eru nýliðar í deildinni að þessi sinni býður krefjandi en skemmti- legt verkefni í fyrstu umferð. Þá koma Íslandsmeistarar Stjörnunn- ar úr Garðabæ í heimsókn á Akra- nesvöll. Í næstu umferð fara svo Skagamenn í Breiðholtið og leika gegn hinum nýliðunum í deildinni, Leikni á „Gettó gránd“. Í síðustu umferðinni sem væntanlega verður leikin í byrjun október fara Skaga- menn svo til Eyja. þá Leikmenn Skallagríms sýndu mikla baráttu þegar þeir mættu Þór í Þorlákshöfn í Dom- inosdeildinni í körfubolta sl. föstudagskvöld. Leikurinn ein- kenndist af mikilli baráttu og sveifl- um í seinni hluta leiksins. Lokatöl- ur urðu 100:90 fyrir Þór. Heima- menn í Þór byrjuðu betur og voru komnir með 12 stiga forskot eft- ir fyrsta leikhluta, þegar staðan var 33:21. Þórsarar héldu í hofinu í öðrum leikhluta og staðan í hálf- leik var 54:41. Fátt virtist benda til að Skallagrímsmenn myndu kom- ast inn í leikinn á upphafsmínút- um þriðja leikhluta. Þórsarar héldu áfram að bæta við stigum og voru komnir 18 stigum yfir 65:47 eftir fjögurra mínútna leik. Góður varn- arleikur Borgnesinga á næstu mín- útum hélt þó Þórsurum í skefjum. Á sama tíma fóru stigin að safn- ast og var munurinn kominn nið- ur í ellefu stig 70:59 þegar þrjár mínútur voru eftir af leikhlutan- um. Þórsarar juku forskotið þá aft- ur og leiddu með fimmtán stigum fyrir lokaleikhlutann 78:63. Skalla- grímsmenn byrjuðu síðan loka- fjórðunginn af krafti og með Sig- trygg Arnar og Tracy í broddi fylk- ingar tókst þeim að minnka mun- inn í þrjú stig, 80:77. Allt ætlaði að um koll að keyra Skallagrímsmeg- in í stúkunni á þessum tímapunkti. Svipaður munu hélst næstu mín- úturnar en svo kom slæmur kafli hjá Skallagrímsmönnum á stuttum tíma sem leiddi til þess að Þórs- arar komust í 90:81. Þrátt fyrir að Skallagrímsmenn reyndu að skipu- leggja sinn leik tókst þeim ekki að laga stöðuna og leiknum lauk með tíu stiga sigri Þórs. Skallagrímsmenn léku enn án Páls Axels Vilbergssonar og Eg- ils Egilssonar. Tracy Smith var at- kvæðamestur með 34 stig og 13 frá- köst, Sigtryggur Arnar Björnsson kom næstur með 25 stig, þá Daði Berg Grétarsson 10, Einar Ólafs- son 9, Atli Aðalsteinsson 5, Dav- íð Ásgeirsson 4 og Kristófer Gísla- son 3. Næsti leikur Skallagríms í Dom- inosdeildinni verður heima í Fjósi í Borgarnesi gegn toppliði deildar- innar, Íslandsmeisturum KR. Leik- urinn fer fram fimmtudaginn 27. nóvember. þá Snæfellingar urðu að sætta sig við 15 stiga tap þegar þeir sóttu Njarðvíkinga heim í Ljónagryfjuna síðast- liðið fimmtudagskvöld í 7. um- ferð Dominosdeildarinnar. Loka- tölur urðu 98:83. Leikurinn var mjög sveiflukenndur. Snæfell byrj- aði mun betur og var með tíu stiga forskot eftir fyrsta leikhluta 26:16. Heimamenn voru mun betri í öðr- um leikhluta og náðu auk þess að jafna leikinn fjögurra stiga for- skoti sem þeir höfðu í hálfleikn- um, 49:45. Snemma í seinni hálf- leiknum fengu tveir af atkvæða- mestu mönnum Snæfells, Sigurð- ur Þorvaldsson og Austin Bracey, sína þriðju villu og var það síst til að bæta stöðu Snæfells. Njarðvík- ingar voru áfram í stuði og unnu þriðja leikhlutann 28:14 þannig að staða þeirra var orðin vænleg fyr- ir lokafjórðunginn og raunar útlit fyrir að þeir væru búnir að landa sigrinum. Snæfellingar virtust þó ekki af baki dottnir því þeir komu vel til baka í síðasta leikhlutanum. Reyndar full seint því þegar um sex mínútur voru eftir af leiknum náðu þeir ótrúlegum leikkafla og tókst að minnka muninn niður í sex stig þegar þrjár mínútur voru eftir. Þá voru þeir óheppnir gagnvart dóm- gæslunni þegar Sigurður Þorvalds- son fékk tæknivíti, fyrir mótmæli að fá ekki dæmt þegar að því er virtist var brotið á honum í þriggja stiga skoti. Eftir þetta virtist sem allt væri búið af tanknum hjá gestunum og Njarðvíkingar innbyrtu örugg- an sigur. Hjá Snæfelli var Christopher Woods með 21 stig og 9 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson líka með 21 stig og 8 fráköst, Austin Magnus Bracey 16 stig, Sveinn Arnar Dav- íðsson 10, Stefán Karel Torfason 10 stig og 10 fráköst og Pálmi Freyr Sigurgeirsson 5 stig. Hjá Njarðvík: var Dustin Salisbery atkvæðamest- ur með 24 stig. Í 8. umferðinni fær Snæfell ÍR í heimsókn og fer leikurinn fram í Hólminum annað kvöld, fimmtu- dag. þá Snæfellskonur sýndu mikinn kar- akter síðastliðið miðvikudagskvöld þegar þær sigruðu Hauka í fram- lengdum leik 80:77 þegar liðin mættust í Dominosdeildinni á Ás- völlum í Hafnarfirði. Þar með féllu Haukar niður í þriðja sæti deildar- innar en Snæfell og Keflavík eru á toppnum. Keppnin er jöfn og spennandi í deildinni. Þegar átta umferðum er lokið eru Snæfell og Keflavík með 14 stig, Haukar með 12 og Valur með 10. Leikurinn á Ásvöllum var jafn og spennandi all- an tímann og örfá stig skildu liðin af ef staðan var ekki jöfn. Snæfell var tveimur stigum yfir eftir fyrsta leikhluta og þremur stigum yfir í hálfleik í stöðunni 41:38. Varnar- leikurinn var aðall liðanna í þriðja leikhluta þar sem lítið var skorað, en Haukar heldur sterkari. Fyr- ir lokafjórðunginn var staðan jöfn 49:49 og ljóst að barist yrði hart allt til loka. Þegar rúm hálf mínúta var eftir af venjulegum leiktíma voru Haukar fimm stigum yfir. Hild- ur Sigurðardóttir lagði þá þrist og í kjölfarið náði Gunnhildur Gunn- arsdóttir boltanum af sínum gömlu liðsfélögum í Haukum og jafnaði metin úr tveimur skotum af vítalín- unni. Þar með var staðan jöfn 69:69 og komið í framlengingu. Framlengingin var jöfn og spennandi og réðust úrslitin á loka- sekúndum leiksins. Þegar ein og hálf mínúta var eftir af framleng- ingunni skoraði María Björns- dóttir úr tveimur vítaskotum og kom Snæfelli í 76:78 forystu. Bæði lið áttu færi til að skora í kjölfar- ið en boltinn vildi ekki niður. Þeg- ar þrjár sekúndur voru eftir voru Haukar í sókn og var brotið á leik- manni þeirra og fengu þær tvö víta- skot. Haukar settu fyrra skotið nið- ur en klikkuðu á því síðara og Snæ- fell náði frákastinu og í kjölfarið var brotið á Kristen McCarthy. Hún fór á vítalínuna og setti bæði skot- in niður og kom Snæfelli í þriggja stiga forystu 77:80 og ein sekúnda eftir. Lele Hardy átti svo síðasta skot kvöldsins sem geigaði og Snæ- fellskonur fögnuðu innilega frábær- um sigri í hörkuspennandi leik. Stigahæstar í liði Snæfells voru þær Kristen McCarthy með 29 stig og 16 fráköst og Hildur Sigurðar- dóttir skoraði 18 stig og tók 9 frá- köst. Gunnhildur Gunnarsdótt- ir skoraði 10 stig og tók 13 frá- köst, Berglind Gunnarsdóttir 9, María Björnsdóttir 8 stig og 10 frá- köst, Helga Hjördís Björgvinsdótt- ir 3, Rebekka Rán Karlsdóttir 2 og Hugrún Eva Valdimarsdóttir 1 stig og 5 fráköst. Í næstu umferð fá Snæfellskon- ur KR-inga í heimsókn og fer leik- urinn fram í Stykkishólmi í kvöld, miðvikudag. þá/þe Snæfellingar lágu í Ljónagryfjunni í Njarðvík Skallagrímsmenn töpuðu í baráttuleik í Þorlákshöfn Laugaland styður við körfu­ boltadeild Skallagríms Skagamenn fá Íslands­ meistarana í fyrstu umferð Berglind Gunnarsdóttir sækir hér að körfu Hauka. Ljósm. Þorsteinn Eyþórsson. Snæfellssigur í fram­ lengingu á Ásvöllum Fyrsta tap Skagamanna á heimavelli
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.