Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.04.2002, Side 7

Læknablaðið - 15.04.2002, Side 7
RITSTJÓRNARGREINAR Læknar og lyf Læknar eru nær einráðir um það hvort lyf eru notuð í hverju sjúkdómstilviki fyrir sig og þá hvaða lyf eru not- uð. Þessu fylgir mikil ábyrgð gagnvart sjúklingnum sem á rétt á góðri meðferð og sam- félaginu sem þarf oft að greiða hluta kostnaðarins. Til þess að geta sinnt þessu hlutverki sem best er mikil- vægt að læknar hafi mjög greiðan aðgang að vönd- uðum og hlutlausum upplýsingum um lyf. Slíkar upplýsingar veita lyfjaframleiðendur því miður ekki heldur eru þær oft villandi og stundum bein- línis rangar. Sem dæmi um þetta má nefna að Lyfjastofnun, en lyfjaauglýsingar heyra undir hana, bárust um 50 kvartanir vegna lyfjaauglýsinga eða kynninga á síðasta ári. Flestar þessara kvartana eru frá samkeppnisaðilum, sumar frá læknum og aðrar verða til innan Lyfjastofnunar við lestur auglýs- inga. I langflestum tilvikum leiðir athugun til þess að gerðar eru athugasemdir við viðkomandi aug- lýsingu, hún bönnuð eða auglýsanda jafnvel gert að senda frá sér leiðréttingu. Tekið skal fram að lyfja- framleiðendur eru mjög misheiðarlegir að þessu leyti. Upplýsingar frá lyfjaframleiðendum á öðru formi, til dæmis í fréttabréfum, bæklingum og á netinu eru ekki betri. I allar þessar auglýsingar og kynningar er eytt ótrúlega miklum fjármunum og samkvæmt opinberum tölum er um að ræða um 20% af veltu fyrirtækjanna að meðaltali, en kunn- ugir segja að ef allt er talið sé þetta hlutfall mun hærra hjá sumum fyrirtækjum, eða á bilinu 30- 40%. Opinberir aðilar, sem hér á landi eru einkum Lyfjastofnun og Landlæknisembættið, geta auðvit- að seint keppt við þetta mikla fjármagn en eru af veikum mætti að stunda ýmiss konar upplýsinga- gjöf og leiðbeiningar til lækna. Annars staðar hér í blaðinu er grein eftir undirritaðan þar sem sagt er frá stöðu lyfjamála í Evrópu og Lyfjastofnun Evrópu (EMEA). Á vefsíðum Lyfjastofnunar, Landlæknisembættis- ins og Lyfjastofnunar Evrópu eru ýmiss konar upplýsingar og fræðsla þar sem læknar geta fengið hlutlausar upplýsingar. Læknar geta einnig leitað til Lyfjastofnunar ef þá vantar upp- lýsingar um tiltekin lyf eða annað sem tengist lyfjanotkun. Á vegum landlæknis hefur á undan- förnum árum verið unnið að klínískum leiðbein- ingum sem er að finna á heimasíðu embættisins og fjalla að mestu um skynsamlega notkun lyfja. Þarna hefur verið unnið mjög gott starf sem á vonandi eftir að eflast á komandi árum. Margar af nágrannaþjóðum okkar eru komnar langt á þessari braut og má þar til dæmis nefna Dan- mörku þar sem hálfopinber stofnun hefur starf- að í nokkur ár sem fæst við gerð leiðbeininga um skynsamlega lyfjanotkun (Institut for rationel farmakoterapi). Klínískar leiðbeiningar eru hugs- aðar læknum til aðstoðar en takmarka jafnframt að vissu marki möguleika þeirra til að velja lyf. Þetta gildir einnig um opinberlega viðurkenndar ábendingar fyrir notkun lyfja sem meðal annars er að finna í Sérlyfjaskrá; ef læknir notar lyf á einhvern óviðurkenndan hátt, gerir hann það á eigin ábyrgð. Hér kemur einnig upp spurningin um hugsanlega ofnotkun og ranga notkun lyfja. Það liggur í loftinu að yfirvöld forgangsraði og er sú þróun reyndar löngu hafin og má nefna sem dæmi ákvörðun um að hætta greiðsluþátt- töku tryggingakerfisins í sýklalyfjum og reglur um hvaða MS-sjúklingar fái greidda meðferð með interferóni og hverjir ekki. Búast má við að afskipti yfirvalda af lyfjaávísunum lækna aukist á næstu árum vegna stöðugt vaxandi fjölda nýrra og mjög dýrra lyfja. Við lyfjaávísanir verður líka að taka tillit til hlutdeildar sjúklinga í lyfjakostn- aði sem er mjög há hér á landi; þessi hlutdeild hefur vaxið hratt á undanförnum árum og er nú um 33% fyrir lyf sem tryggingarnar taka þátt í að greiða og töluvert hærri ef miðað er við öll lyfseðilsskyld lyf. Samskipti lækna og lyfjaframleiðenda eru stundum viðkvæm og lyfjafyrirtækin beita ýms- um aðferðum til að hafa áhrif á lyfjaávísanir lækna. Sumar þessara aðferða eru eðlileg aug- lýsingastarfsemi en aðrar ekki og ættu þekkt dæmi um það síðara að vera víti til varnaðar. Eitt nýjasta dæmið um óeðlilega og ólöglega viðskiptahætti er frá Þýskalandi þar sem verið er að undirbúa lögsókn gegn 1600 sjúkrahúslækn- um fyrir að hafa þegið mútur frá ónefndum lyfjarisa gegn því að ávísa vissum lyfjum. Mút- urnar voru ferðalög og tölvubúnaður og fékk hver læknir gjafir að verðmæti allt að 2 millj- ónum íslenskra króna. Einnig er unnið að því að lögsækja þá 380 sölumenn fyrirtækisins í Þýska- landi sem stóðu fyrir mútugjöfunum. Verið er að rannsaka mál 500 þýskra lækna til viðbótar og svipuð hneykslismál eru í uppsiglingu í fleiri Evrópulöndum. Þessi dæmi ættu að vera lyfja- framleiðendum og læknum til umhugsunar. Magnús Jóhannsson Höfundur er prófessor, forstöðumaöur Rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði og yfirlæknir hjá Lyfjastofnun. Frágangur fræðilegra greina Höfundar sendi tvær gcrðir handrita til ritstjórnar Læknablaðsins, Hlíða- smára 8, 201 Kópavogi. Annað án nafna höfunda, stofnana og án þakka sé um þær að ræða. Greininni fylgi yfirlýsing þess efnis að allir höfundar séu samþykkir lokaformi greinar og þeir afsali sér birtingarrétti til blaðsins. Handriti skal skilað með tvöföldu línubili á A-4 blöðum. Hver hluti skal byrja á nýrri blaðsíðu f eftirtalinni röð: • Titilsíða: höfundar, stofnanir, lykilorð á ensku og íslensku • Ágrip og heiti greinar á ensku • Ágrip á íslensku • Meginmál • Þakkir • Heimildir Tötlur og myndir skulu vera á ensku eða íslensku, að vali höfunda. Tölv'uunnar niyndir og gröf komi á rafrænu formi ásamt útprenti. Tölvugögn (data) að baki gröfum fylgi með, ekki er hægt að nýta myndir úr PowerPoint eða af netinu. Eftir lokafrágang berist allar greinar á tölvutæku formi með útprenti. Sjá upplýsingar um frágang fræðilegra greina: http://www.icemed.is/ laeknabladid Umræðuhluti Skilafrestur efnis í næsta blað er 20. undanfarandi mánaðar nema annað sé tekið fram. Læknablaðið 2002/88 275
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.